18.4.05

¿Ella o él?

Grímuballid eda kynskiptiballid, eins og einnig maetti kalla thad, var rosalega skemmtilegt thótt jafnvel hafi verid enn thá skemmtilegra ádur en thad byrjadi, heima hjá Daniele frá Ítalíu. Vid hittumst nokkur heima hjá honum til ad borda pasta, sem hann eldadi ofan í okkur, og ávaxtasalat sem ég útbjó af mikill list, og svo líka til ad klaeda okkur í búninga. Ég held ad ég lýsi ekkert fólkinu, myndirnar sem ég get vonandi einhvern tímann sýnt tala sínu máli, en vid sem vorum hjá Dani (Cla, Kja, Hlí, Glenn Bandói, Helena finnska, Serge P.Ríkói og Iván ítalski) vorum öll gasalega fín og á endanum voru thad Cla og Dani sem sigrudu fyrir besta búninginn. Cla átti thad algjörlega skilid, hún var rosalega fyndin sem spaenskur thungarokkari. Kjartan faer sérstakt hrós fyrir ad hafa á endanum samthykkt ad fara í búning, hann var í fötum af mér og med "ölmu-hálsmenid" mitt.

Maeting Erassa á ballid var reydnar ekki sem best en á stadnum var fullt af Spanjólum, sem thví midur voru ekki grímuklaeddir. Vid Hlíf og Cla ákvádum, fullar sjálfsöryggis thar ed vid vorum nánast óthekkjanlegar í búningunum, ad reyna ad tala vid eitthvad af spaensku strákunum sem voru tharna og vita hvort vid aettum sjens í thá med skeggin. Thótt áhuginn frá okkar hálfu hafi verid afar takmarkadur (thetta var adeins mannfraedi/sálfraedirannsókn) thá má segja ad hözzlid hafi aldrei gengid betur. Ég hefdi getad nád mér í nokkra pilta thetta kvöld...thökk sé skegginu, en gerdi vitanlega ekki thar ed ég er gód stúlka. Mér er spurn, er eitthvad ad spaenskum karlmönnum???