30.4.05

Nordurlandabúar í Madrid

Á fimmtudaginn fórum vid nokkur í Retiro-gardinn, sem sídustu daga hefur verid algjör paradís í hitanum. Tilgangur ferdarinn var ad liggja og sóla sig, laera finnsku (ég, thótt ekki hafi mér ordid mikid úr verki) og borda lummur/vöfflur/pönnukökur, nokkurn veginn thad sama og vid höfdum gert daginn ádur. Thad sem lífgadi upp á daginn var skrítni náunginn sem settist á trjábol rétt vid okkur. Hann byrjadi á thví ad teygja sig til himins og horfa á okkur gaumgaefilega. Hann rannsakadi hvert okkar af mikilli nákvaemni og brosti svo út í loftid. Madurinn var, vel á minnst, afar myndarlegur og vel til fara. Eftir smástund settist hann á grasid vid hlidina á okkur og hóf ad hlusta á tónlist. Hann tók vid og vid af sér heyrnartólin til ad horfa á okkur en thegar madur med trompet kom og hóf ad spila af krafti var okkar madur fljótur ad skella á sig heyrnartólunum á ný. Virkadi dálítid eins og hann vaeri einhverfur.
Pilturinn faerdi sig alltaf naer og naer og haetti ekki ad glápa. Virkadi eins og hann vaeri eitthvad spes, en vid komum thví ekki fyrir okkur hvad. Helena lá á teppinu og ákvad piltur ad skoda á henni naflalokkinn og lagdist thví nánast yfir hana, henni til talsverdar skelfingar eda kannski frekar undrunar. Hann faerdi sig svo bara til baka og hélt áfram ad horfa á okkur og líka ad hlusta á samtal okkar og hlaeja, ekki endilega á réttum stad. Vid spjölludum um tungumál og ord sem vaeru lík í saensku, íslensku og finnsku og vorum eitthvad ad paela. Andlitid á pilti lýstist allt upp og hann tók nokkrar gódar hláturrokur thegar vid lýstum thví yfir ad ordid sem notad er fyrir pissa vaeri borid fram svipad og ordid kyssa á íslensku. Kannski var thetta bull í okkur. Ég reyndi svo ad heilsa pilti en hann glotti bara framan í mig, thar sem hann lá hálfur inni á teppinu okkar. Samskiptin bötnudu nú reyndar thegar leid á...eftir miklar paelingar fór hann ad tala vid okkur, sagdist vera frá Svíthjód og sagdist ekki vera hér til ad laera. Samt var erfitt ad fá úr honum upplýsingar. Hann vildi til daemis ekki segja okkur hvadan í Svíthjód hann vaeri en hann sjálfur spurdi okkur stelpurnar allar hvad vid laerdum, lýsti yfir thví ad námid hennar Cla (thýdingar og saga Spánar) vaeri áhugavert en spur i Helenu af hverju í ósköpunum hún laerdi tölvunarfraedi. Einnig spurdi hann finnsku stelpurnar hvort thaer vaeru frá einhverjum ákvednum bae í Finnlandi, sem ég held ad hafi verid eitthvert krummaskud og var undrandi thegar thaer svörudu neitandi.
Ádur en ég fór hafdi pilti tekist ad drepa mig úr hlátri med thví ad segja ad thessi risa orgasmo (=fullnaeging) vaeri thad fallegasta í Madrid og spyrja okkur hvad okkur fyndist um hana (hann benti á risastóra gosbrunninn sem var vid hlidina á okkur) og sagdist hrifinn af augum Afródítu. Hann hélt um faetur Clarisse thegar ég fór í burtu flissandi. Eftir á sagdi Cla mér ad hann hafi játad ást sína og ekki sagst geta tekid vid kexpakka frá henni (sem hún vildi losna vid) af thví ad hann myndi alltaf minna hann á hana. Einnig fékk hann upplýsingar um daemigerdan dag í lífi hennar og einnig vildi hann vita hvada tannkremstegund hún notadi og fleira í thá áttina. Afar edlilegur drengur!! Mikdi vaeri gaman ad vita hvad honum stód til, hvort thetta var leikari ad aefa sig, dópisti eda bara piltur sem var eitthvad skrítinn...