11.4.05

Santiago Santiago

Ég eyddi helginni í pílagrímsborginni Santiago ásamt Erössum. Ferdin var rosalega skemmtileg! Segja má ad hápunktur ferdarinnar hafi verid messan sem vid fórum í á laugardagsmorguninn, rosalega skrítin messa. Einn af prestunum baud Erassahópinn meira ad segja velkominn og taladi líka á ítölsku, einhverjum ödrum hópi til heidurs. Held reyndar ad í theim hópi hafi verid prestar, ekki bara vitlausir Erassar. Ad flestöllu ödru leyti var messan fremur edlileg, presturinn taladi, söfnudurinn stód upp vid og vid og svo söng nunna vidkvaemri röddu á undurfallegan hátt ad mínu mati. Svo byrjadi thad skrítna, thad sem allir höfdu bedid eftir, reykelsissveiflid. Thad fól í sér ad risastórt box (svona einn og hálfur meter skildist mér) sem var fullt af brennandi reykelsi var hengt í kadal rétt vid altarid og togad upp. Svo var thetta látid sveiflast um kirkjuna, thannig ad thad var alveg vid thad ad skellast upp í loft. Minnug thess sem Hlíf var nýbúin ad segja mér, ad á 16. öld ef ég man rétt hafi einhver prinsessa verid í messu og reykelsid skotist út um gluggann, var ég skíthraedd, enda stadsett rétt vid ganginn. Thetta var algjör klikkun ad mínu mati!!! Mér skildist ad thad vaeri samt ástaeda fyrir thessari hefd, thótt vera kynni ad ég hafi misskilid sökum svefnleysis. Thetta var víst gert vegna thess ad thad var svo vond lykt af pílagrímunum eftir allt labbid. Kannski var líka vond lykt af Erössunum...

Ég gaeti sagt frá mörgu ödru í ferdinni; herbergisfélagnum okkar Hlífar sem var rosalegur skemmtikrafutr (?!?!) eda veislunni á laugardagskvöldid. Thá fórum vid út fyrir baeinn í fylgd einhverra af indaelu galissulendingunum sem höfdu sýnt okkur borgina daginn ádur. Veislan minnti á ímyndadar veislur á fyrstu árum Íslands, var í einhvers konar hlödu og allir sátu á bekkjum vid langbord. Vitanlega var kalt eins og haefir tharna. Fólk drakk vín úr skálum og svo var borid í okkur ógrynni ólekkers mats, blaut tortilla, eyru, eitthvad sem ég vildi ekki vita upprunann á og svo reyndar franskar og kjöt. Ég tek fram ad eyrun fóru ekki inn um minn munn. Eftir thví sem leid á veisluna tóku Erassarnir, sem raunar voru adeins hluti fólksins í hlödunni, ad kaetast og margir ad syngja thrátt fyrir erfidleika ad finna lög sem allir kynnu. Mjög gaman! Á naesta bordi var steggjapartý og karlmennirnir thar byrjudu ad tala vid mig thegar ég fór ad hlýja mér vid eldtunnuna. Sídar baettist Hlíf í hópinn og í sameiningu settum vid gloss og glimmer á flestalla í steggjapartýinu og svo á nánast alla Erassana. Thad var rosalega fyndid eftir á thegar verid var ad undirbúa Queimada-drykkinn og nokkrir fóru upp á svid i nornadulgervi en allir glansandi af glimmeri. En kannski var thetta dálítid svona you had to be there stund. Ég kem a.m.k. sael heim eftir ferdina og med thad í hausnum á mér ad fólkid í Galisíu sé indaelt og ad stadurinn sé fallegur!