4.6.05

Partý partý

Úff, mér er illt í augunum af tölvuglápi og threytu. Ótrúlegt en satt, thá hef ég samt verid ad laera í tölvunni, a.m.k. smávegis. Naesta próf er ad öllum líkindum á fimmtudaginn og ég ákvad thví ad nýta vikubil milli prófa og skellti mér í partý í gaer. Fyrst kom Cla samt heim til mín og bjó til Crêpes. Hún er hörkudugleg í eldhúsinu og verdur ábyggilega bodid aftur til ad búa til mat handa mér. Frönsku pönnukökurnar runnu ljúflega nidur og eftirmatinn bordudum vid medan vid spjölludum vid Sergio á MSN og heyrdum um sápuóperulíf hans og grenjudum af hlátri. Eins og sannir Erassar vorum vid of allt of seinar og sendum skilabod thess efnis ad eflaust kaemum vid ca. 15 mínútum of seint. Vid komum á endanum 40 mínútum of seint en manneskjan sem vid höfdum maelt okkur mót vid var ekki enn thá komin, sá kom 50 mínútum of seint. Stundvísi fyrirfinnst ekki í thessu landi og engu skiptir ordid hvort fólk er frá Thýskalandi, Karíbahafinu eda Sudur-Ítalíu, thad hafa allir laert ad maeta of seint alltaf. Ósköp afslappad allt.
Vid maettum thví heim til Hlífar med um thad bil klukkustundar töf og sátum góda stund á svölunum hjá henni og hlustudum á ljúfa tóna Stjórnarinnar sem fengu mig til ad muna eftir Siggu litlu SigguBeinteinsaddáanda. Thad var gaman! Vid fórum í ég hef aldrei og ég ákvad ad leika thann leik helst ekki aftur. Eftir midnaetti ákvádum vid ad halda af stad í teitid, sem var hjá einhverjum sem ekkert okkar thekkti og ég held ad enginn hafi komist ad thví hver var gestgjafi. Thad virdist vera ordin regla núordid ad í öllum partýum sem ég fer í er mergd manna slík ad minnir á thjódhátídardag í midborginni. Tharna var fólk úti á götu og einhverjir höfdu líka flúid trodninginn og höfdu komid sér fyrir frammi á stigagangi. Vid thekktum vodalega fáa tharna en thad skipti ekki máli, vid skemmtum okkur ágaetlega. Nóg um thad!
Núna er framundan la vida dura, thad er ad laera í molluhitanum. Ég er ad kafna hérna med tölvuna í kjöltunni og samt er ég lítid klaedd. Gaman fyrir ykkur ad vita thad?