Það sem stendur upp úr eftir gærkveldið:
-Búningar og leikmynd í leikritinu sem ég sá í gær, Halldór í Hollywood, minnir mig að það heiti. Margt annað ágætt um leikritið að segja, en þetta stóð upp úr.
-Sætur strákur sem sat aftarlega í leikhúsinu og reyndist auðvitað annaðhvort vera útlendingur eða í hópi útlendinga.
-Gott nammi heima hjá Ösp.
-Þakklæti til Heiðars Austmanns (já, ég er að skrifa þetta...trúið augum ykkar) fyrir að spila Camisa negra, og annan suðrænan smell. Ég held að ég hafi meira segja gefið honum þakklætismerkið þumla upp.
-Maturinn sem við Ösp fengum okkur, sýrlensk pönnukaka með kjúklingi og vaffla í vöffluvagninum, sem við snæddum um leið og við ræddum við ekkert allt of skemmtilega unga pilta.
-Stelpa að nafni Helga, sem ég deildi leigubíl með, hún var eitthvað svo hrikalega fyndin, ég skellihló að henni. Sama hvort hún sagði sögur af bróður sínum og frænda, Helga og Helga, sem hún hafði farið með í bæinn (lítill frumleiki á þessum bæ) eða bullaði annað. Skondin stúlka sem gerði biðina í leigubílaröðin talsvert skemmtilegri.