2.11.08
6.10.08
Berlín
Ég er í Berlín að njóta þess hvað gengið er hagstætt. Ég gleymdi að taka með mér sokkapör en vegna frétta af brjálæðinu heima er ég að spá í að spara mér að kaupa mér eitt eða tvö pör og þvo frekar það sem ég notaði á leiðinni hingað í vaskinum á hótelinu með handsápu. Annars er ég á rosalega fínu hóteli (sem greitt var áður en versta aldan reið yfir), það er m.a.s. í boði að baka sér vöfflu í morgunmat!!! Er hægt að biðja um það betra? Flugferðin gekk annars vel, Ramses virtist ekkert taka þessum þvælingi illa og mótmælti ekki einu sinni þegar hálfvitinn sem sat fyrir framan mig í flugvélinni hallaði sætinu sínu aftur þannig að ég hafði um það bil ekkert pláss. Annars var ég á fundi í dag og fer aftur á fund á morgun en þá yfirgefa samstarfsfélagar mínir frá hinum Norðurlöndunum mig. Ég þarf svo að bíða hér í Berlín fram á fimmtudagsmorgun en mun vonandi geta unnið frá hótelinu, sofið út og skoðað mig aðeins um. Og já, ég ætla að kaupa hvítt Twix! Jei.
1.10.08
26.9.08
10.8.08
Ferðasaga?
Ég held að það sé ómögulegt að skrifa ferðasögu í einni færslu um mánuð í CISV-sumarbúðum. Vissulega er frá mörgu að segja en hver dagur í svona sumarbúðum er svo keimlíkur en á sama tíma mismunandi að það er erfitt að segja frá. Það sem ég get sagt er að við bjuggum í frekar litlum skóla í þorpi sem heitir Kapp og er rétt utan við Gjövik. Þetta er um það bil tvo tíma fyrir utan Osló. Í skólanum var í raun allt pláss nýtt. Við sváfum allir kvenkyns fararstjórar og jc-ar í einni skólastofu, í fjórum skólastofum voru krakkar og í einni var staffið. Á staðnum var líka matsalur, eldhús, farastjóraherbergi, leikfimissalur og sturta. Sem sé fínasta aðstaða. Nánasta umhverfi skólans var mjög fallegt, Mjösa vatn var þarna nálægt og gátum við séð aðeins í vatnið frá skólanum. Allt var svakalega grænt enda var þetta í hálfgerðri sveit eða eins konar sveitaþorpi að minnsta kosti. Þar sem það var svona stutt í vatnið fórum við tvisvar að vatninu til að synda, gengum niður í mót í hálftíma og örugglega svona 45 mínútur á leiðinni til baka upp í mót. Í fyrra skiptið fannst mér vatnið allt of kalt en í seinna skiptið fór ég ofan í og það var æðislegt. Þá var líka óendanlega heitt og vatnið víst eins heitt og það verður.
Börnin mín voru ósköp þægileg að flestu leyti og höfðu það gott í búðunum, að ég held. Það voru í hið minnsta engin alvarleg vandamál með þau, bara smáheimþrá og annað eðlilegt. Flestir krakkarnir voru líka hin mestu krútt. Sumir orðnir algjörir unglingar meðan aðrir voru algjör börn. Athyglisvert að sjá muninn á þeim. Þótt þetta hafi verið yndsileg börn upp til hópa var ég óendanlega fegin að fá smá frí og ekki síst að fara í annað umhverfi á leaders' weekend. Þá fóru allir fararstjórar og JC-ar í lúxussumarbústað einhvers staðar í Noregi (ég keyrði sjálf þangað en ég gæti ekki giskað hvert við keyrðum jafnvel þótt það væri upp á líf og dauða). Þar dvöldum við frá föstudegi til sunnudags og gerðum nákvæmlega ekki neitt. Það var yndislegt. Samt gott að hitta börnin eftir helgina. Á hinum frídeginum mínum fór ég ásamt sænska og þýska fararstjórunum til Osló þar sem við gistum á farfuglaheimili. Við fórum út að borða við Akersbrygge, kíktum aðeins í búðir og sváfum á grasflötum, sem sé uppskrift að þægilegum degi. Reyndar var ótrúlega heitt og líklega aftraði það mér frá því að eyða fúlgum í verslunum. Vissi annars fólk að í sjoppu við aðalgötuna í Osló kostar lítil kók í dós 23 NOK sem gerði 360 islenskar krónur þegar ég var þar. Er þetta eðlilegt? En já...svona allt í allt var þetta skemmtileg upplifun sem ég hefði ekki viljað missa af. Ég lærði heilan helling af þessu, var úti og hreyfði mig meira en en ég hefði gert hér heima og hafði það svakalega gott. Mæli með CISV!
Börnin mín voru ósköp þægileg að flestu leyti og höfðu það gott í búðunum, að ég held. Það voru í hið minnsta engin alvarleg vandamál með þau, bara smáheimþrá og annað eðlilegt. Flestir krakkarnir voru líka hin mestu krútt. Sumir orðnir algjörir unglingar meðan aðrir voru algjör börn. Athyglisvert að sjá muninn á þeim. Þótt þetta hafi verið yndsileg börn upp til hópa var ég óendanlega fegin að fá smá frí og ekki síst að fara í annað umhverfi á leaders' weekend. Þá fóru allir fararstjórar og JC-ar í lúxussumarbústað einhvers staðar í Noregi (ég keyrði sjálf þangað en ég gæti ekki giskað hvert við keyrðum jafnvel þótt það væri upp á líf og dauða). Þar dvöldum við frá föstudegi til sunnudags og gerðum nákvæmlega ekki neitt. Það var yndislegt. Samt gott að hitta börnin eftir helgina. Á hinum frídeginum mínum fór ég ásamt sænska og þýska fararstjórunum til Osló þar sem við gistum á farfuglaheimili. Við fórum út að borða við Akersbrygge, kíktum aðeins í búðir og sváfum á grasflötum, sem sé uppskrift að þægilegum degi. Reyndar var ótrúlega heitt og líklega aftraði það mér frá því að eyða fúlgum í verslunum. Vissi annars fólk að í sjoppu við aðalgötuna í Osló kostar lítil kók í dós 23 NOK sem gerði 360 islenskar krónur þegar ég var þar. Er þetta eðlilegt? En já...svona allt í allt var þetta skemmtileg upplifun sem ég hefði ekki viljað missa af. Ég lærði heilan helling af þessu, var úti og hreyfði mig meira en en ég hefði gert hér heima og hafði það svakalega gott. Mæli með CISV!
16.7.08
Oppland 3
Allt gott að frétta frá Noregi annað en að ég hef engin bréf fengið. Er vægast sagt svekkt þar sem allir hinir krakkarnir eru búnir að fá. Í dag fórum við í ferð á eldgamlan sveitabæ uppi í fjöllunum. Það var ískalt úti svo að krakkarnir hálfskulfu margir hverjir. Börnin skoðuðu beljur og fóru í leiki og svo fengum við að smakka ekta norskan mat, graut með smjöri og kanel og einhvers konar skinku. Grauturinn var öðruvísi, skinkan mjög góð. Þjóðakvöldin tókst ágætlega. Flestir smökkuðu harðfisk og flatkökur með hangikjöti og margir bitu í lýsisperlu. Að minnsta kosti tveir köstuðu upp. Núna á að kveikja eld svo að ég ætla að skella mér út. Bíð eftir póstkortum og bréfum.
12.7.08
Póstkort og bréf
Langar þig að senda mér bréf? Utanáskriftin er þessi.
"Name" "Country"
CISV "Unique village"
C/o Bjørnsgård skole
N- 2849 Kapp
NORWAY
9.7.08
Oppland 2
Það er svo gaman að hafa skrifað eitthvað um sumarbúðadvölina svo að ég nota þetta bara eins og dagbók, jafnvel þótt ekki verði þetta áhugavert að lesa. Börnin mættu á svæðið og friðurinn er vissulega úti en samt eru lætin í þeim alls ekkert svo mikil, ekki enn. Flestir krakkanna eru ósköp þægir og algjörar rúsínur. Aðrir eru tjah...fjörugri. Við höfum enn ekkert farið út úr búðunum með krakkana, vonandi förum við bráðum niður að vatni að baða okkur. Það er svakalega heitt úti, ég búin að brenna en krakkarnir sem betur fer ekki. Sem sé allt með kyrrum kjörum. Fylgjast má með búðunum á cisvuniquevillage.blogspot.com. Lítið fram hjá því hvað myndirnar af mér eru óóóóógeðslegar!
6.7.08
Oppland 1
Þá er ég mætt í búðirnar eftir frekar tímafrekt ferðalag hingað. Raunar var tveggja tíma seinkun á fluginu okkar en við vissum af því fyrirfram og gátum því sofið auka tvo tíma. Vitanlega þurfti ég samt að vakna kl. 4 til að athuga hvort tíminn stæðist þannig að ég var frekar þreytt þegar við komum á áfangastað eftir flug, tveggja tíma hangs á flugvellinum, tveggja tíma rútuferð til Gjövik (bílstjórinn virtist sikksakka svo að ég var hálfbílveik hluta leiðarinnar) og svo bílferð til Kapp þar sem skólinn sem búðirnar verða haldnar er. Þetta er fínasti staður, fallegt hér í kring og allt í góðu gengi. Við gistum allir kvenkynsfararstjórar og JC-ar (unglingastarfsmenn) í einni skólastofu á dýnum svo að það er hálfgerð náttfatapartýsstemmning. Starfsfólkið í búðunum er svakalega indælt og við búin að læra heilmikið af þeim meðan börnin dvelja hjá gistifjölskyldum. Seinna í dag koma samt krakkarnir og þá býst ég við að friðurinn sé úti. Eða ég eiginlega veit það. Þarf að fara að undirbúa komu barnanna, þrífa og fleira. Læt í mér heyra fljótlega þar sem hér er þráðlaust internet! Jei!
3.7.08
CISV
Á föstudagsmorgun held ég í fjögurra vikna ferð til Noregs þar sem ég mun vera fararstjóri í sumarbúðum CISV fyrir 11 ára börn. Ég held að ég hafi aldrei farið í ferð sem krefst jafnmikils undirbúnings en að sama skapi hef ég aldrei átt eftir að gera jafnmikið einum degi fyrir brottför. Það liggur við að ég fái hjartsláttartruflanir af að hugsa um það. Börnin og foreldrar þeirra hafa safnað ógrynni skiptidóts og alls kyns hluta og matar sem við munum nota til að skiptast á og eins til að gefa öllum í búðunum. Þannig er ég nánast búin að fylla eina ferðatösku af súkkulaðistykkjum, grjóti, seglum með íslenska fánanum og íslenska fánanum í öllum stærðum og gerðum. Enn á þá hellingur eftir að fara ofan í töskuna...harðfiskur, lýsisperlur, hangikjöt, flatkökur og ferðagögn. Ég verð svo þreytt af að hugsa um þetta að ég bara verð að fara að sofa.
30.6.08
3.6.08
Tvíburar í óskilum
Þetta fallega systkinapar fannst í kassa með gömlu drasli heima hjá mér. Ég kannast við að hafa séð þessa tvíbura áður en ég minnist þess ekki að ég eigi þá sjálf. Því leita ég að foreldri/foreldrum drengjanna tveggja. Piltarnir eru ljósir yfirlitum og fremur svipljótir. Þeir eru klæddir í annars vegar blárósóttar buxur og fjólubláar köflóttar. Við þetta ganga drengirnir í hvítum blússum. Drengirnir eru hreinir og virðast við bestu heilsu en af svipnum að dæma eru þeir farnir að sakna mömmu og pabba og vilja komast heim!
7.5.08
Drulla og skítur
Ég var í djúpum skít fyrir fyrsta prófið mitt. Fyrir prófið á morgun ligg ég á botni djúps leðjuhafs. Hjálp!
28.4.08
Afmælisöldungur dagsins
24.4.08
Umkringd ógæfumönnum
Í gær kom einn af þekktari rónum bæjarins inn í vinnu og spjallaði við samstarfsmenn mína. Ég fékk því miður ekkert að tala við kauða. Seinna um daginn lenti ég aftur í lukkupottinum þegar ég gekk upp Laugaveginn ásamt tveimur samstarfsmönnum og við gengum fram hjá öðrum og jafnvel enn frægari róna, sem bað samstarfsmenn mína um að passa upp á mig. Vona að hann sé ekki skyggn og sjái sérstaka þörf fyrir því að mín sé gætt.
Ég er að þykjast læra fyrir próf sem er eftir tæpa viku en fæ mig ekki til þess. Ekki er það dökkur himinninn sem lokkar mig út í góða veðrið. Ekki eru það tíð tilboð um eitthvað spennandi. Nei, það er www.leikjanet.is. Gleðilegt sumar!
Ég er að þykjast læra fyrir próf sem er eftir tæpa viku en fæ mig ekki til þess. Ekki er það dökkur himinninn sem lokkar mig út í góða veðrið. Ekki eru það tíð tilboð um eitthvað spennandi. Nei, það er www.leikjanet.is. Gleðilegt sumar!
18.4.08
29.3.08
Ruglingsleg frásögn af Englandsferð
Ferðin til Englands var afskaplega vel lukkuð, afslöppuð og góð og við Eva (Jónas kannski smávegis líka) gerðum góð kaup þrátt fyrir að breska pundið hækkaði upp úr öllu veldi (eða íslenska krónan lækkaði - kannski rökréttara að segja það) rétt áður en við lögðum af stað og náði vonandi hámarki. Við Eva fórum út á undan Jónasi og fengum afhenta lykla hjá manni sem sagðist sko alveg vita hvað tvær ungar (hann hefur ekki séð 27 árin á okkur) væru að fara gera í Brighton. Það lá eiginlega við að samviskusama saklausa stúlkan í mér móðgaðist við þessi ummæli en ég náði að hemja mig og hreytti því ekki í hann að við værum þægar og góðar og myndum pottþétt ekki drekka okkur sérlega fullar. Enda vorum við nokkuð þæg. Við skoðuðum borgina, sem er mjög skemmtileg, fórum í dagsferð til London þar sem við versluðum í spottprísversluninni Primark. Ég tvo stóra pappírspoka, Eva einn stóran sem þurfti að hafa tvöfaldan til að halda þyngdinni. Um kvöldið hittum við Jónas og fórum út að borða á Garfunkels, mat sem er líklega sá versti sem ég hef smakkað lengi. Einn daginn hittum við svo Joy, vinkonu Jónasar, og fórum til bæjar sem heitir Arundel. Þar fórum við í draugaupplifun í gömlu fangelsi, sem var mjög fyndið.
Eitt af kvöldunum borðuðum við á spænskum tapasstað sem var svo dásamlega góður að í kvöld ætlum við að reyna að endurupplifa stemmninguna með því að elda og borða spænska smárétti. Nammi nammi. Annað kvöld borðuðum við á asísku hlaðborði og komum út full af mat en líklega enn fylltari af matarlykt, blöndu af sojasósu og djúpsteikingarfeiti. Síðusta daginn minn héldum við til höfuðborgarinnar þar sem Eva og Jónas gistu á hóteli eina nótt en ég hélt heim um kvöldið. Af þvi hóteli er að að segja að það hafði verið pantað vegna þess hversu frábærar neðanjarðarlestarsamgöngur voru þar í kring. Illu heilli var stöðin þar rétt hjá lokuð að hluta og sá hluti hennar sem var opinn var ekki í notkun vegna bilunar á línunni sem þar gengur um. Því má segja að Jónas og Eva hafi gist á hóteli sem var ekkert sérstaklega vel staðsett hvað samgöngur varðar og ógeðslegt að nánast öllu leyti. Á gólfinu í Evu herbergi voru táneglur, síminn og fleiri hlutir sem Eva hefði getað nýtt sér. Baðherbergið hjá henni var enn minna en hjá Jónasi þar sem baðherbergið var þó MJÖG lítið. Jónas var svo heppinn að vera með illa lyktandi myglaðan ísskáp í sínu herbergi. Ég ætla ekki að ræða það hversu skítugt þetta var allt saman. Þarna sváfu þau samt í svakakulda í eina nótt en ég var fegin að fara heim.
Eitt af kvöldunum borðuðum við á spænskum tapasstað sem var svo dásamlega góður að í kvöld ætlum við að reyna að endurupplifa stemmninguna með því að elda og borða spænska smárétti. Nammi nammi. Annað kvöld borðuðum við á asísku hlaðborði og komum út full af mat en líklega enn fylltari af matarlykt, blöndu af sojasósu og djúpsteikingarfeiti. Síðusta daginn minn héldum við til höfuðborgarinnar þar sem Eva og Jónas gistu á hóteli eina nótt en ég hélt heim um kvöldið. Af þvi hóteli er að að segja að það hafði verið pantað vegna þess hversu frábærar neðanjarðarlestarsamgöngur voru þar í kring. Illu heilli var stöðin þar rétt hjá lokuð að hluta og sá hluti hennar sem var opinn var ekki í notkun vegna bilunar á línunni sem þar gengur um. Því má segja að Jónas og Eva hafi gist á hóteli sem var ekkert sérstaklega vel staðsett hvað samgöngur varðar og ógeðslegt að nánast öllu leyti. Á gólfinu í Evu herbergi voru táneglur, síminn og fleiri hlutir sem Eva hefði getað nýtt sér. Baðherbergið hjá henni var enn minna en hjá Jónasi þar sem baðherbergið var þó MJÖG lítið. Jónas var svo heppinn að vera með illa lyktandi myglaðan ísskáp í sínu herbergi. Ég ætla ekki að ræða það hversu skítugt þetta var allt saman. Þarna sváfu þau samt í svakakulda í eina nótt en ég var fegin að fara heim.
17.3.08
Takk fyrir mig!
Ég þakka kærlega fyrir skilaboð, símtöl og símtöl með skemmtilegum kveðjum á afmælisdaginn. Sérstakar þakkir fá þeir sem sáu sér fært að mæta í Pólýnesíupartý á Sólvallagötunni. Takk, takk! Til að jafna mig á þeim háa aldri sem ég hef náð og neyslu á tíu ára gamla vodkanum sem var í bollunni á laugardaginn (ég vissi það ekki áður en ég blandaði hana, hélt hann bara svona fimm ára) held ég nú til Suður-Englands í afslöppunarferð. Gleðilega páska gott fólk!
28.2.08
26.2.08
Finlandia
Já, ferðasagan heldur áfram. Í dag var fundað stíft og mér hálfleiddist enda hafði ég ekkert að segja á þessum fundi. Rætt um samstarfsmöguleika milli míns verkefnis og annarra verkefna sem vitanlega hafa ekkert með Ísland að gera. Eitt var samt fyndið. Í flugvélinni frá Kastrup til Helsini, þar sem ég hitti Martin Halló-félaga frá Danmörku, sat við hliðina á mér maður. Ég glápti svolítið mikið á hann af þeirri ástæðu einni að hann líktist mjög öðrum af Olsen-bræðrunum (þeim hvíthærða), svo mikið að ég skoðaði hann vel til að vera alveg viss um að við hliðina á mér sæti ekki frægur maður. Svo sofnaði ég og hann svaf raunar líka þegar ég vaknaði. Í morgun þegar ég labbaði inn á fundinn í utanríkisráðuneytinu hér í Finnlandi, var þá ekki hjásvæfan mín úr flugvélinni fyrsti maður sem ég sá? Þetta er sem sé ekki Olsen bróðirinn. En líkir eru þeir!
25.2.08
Blogg í punktaformi
Aldrei þessu vant hef ég frá einhverju að segja svo að ætla að blogga í punktaformi:
- Ég sá Gael í leikhúsinu þar sem við mamma og Jónas sátum á fremsta bekk og fengum yfir okkur vatnsgusu, sápusull og púði flaug á lappirnar á okkur.
- Gael var ótrúlega fagur og mig langar eiginlega að fara aftur á sýninguna.
- Í ár gat ég eiginlega ekki ákveðið hvaða lag ég vildi senda í Evróvisjón fyrir Íslands hönd. Wiggle Wiggle Song var uppáhaldið mitt í byrjun en eftir að það var farið út var ég algjörlega óviss. Mér fannst kraftajötnadrunulagið ekki eins fyndið í þriðja sinn og eins afar illa sungið en lagið hjá Eurobandinu var hressilegt og betra í hvert skipti en ég fíla flytjendur þess ekki svo vel (sérstaklega ekki eftir ,,Ég vil" og ,,hæst glymur"-dæmið - mjög halló!). Lagið hans Dr. Gunna þótti mér kannski bara sniðugast. Engu að síður er ég bara sátt við að Eurobandið fer fyrir Íslands hönd, þau eiga ábyggilega eftir að heilla einhverja.
- Ég er núna í Helsinki og verð í Finnlandi fram á sunnudag.
- Í Keflavík hitti ég Möddu og á Kastrup Martin, sem fór svo með mér á Koti pizza í kvöldmat. Ég mæli ekki með Koti pizza.
- Í Kaupmannahöfn stoppaði ég í þrjá og hálfan tíma og eyddi hluta af þeim tíma með sæta gæjanum sem sést hér að ofan (stelpan sem heldur á honum var illa sofin og ljót eftir því). Við fórum ásamt móður hans (sem var mjög gaman að hitta) á McDonald's þar sem við ræddum framtíðarafmælisveislur hins unga sveins.
- Ég sá Gael í leikhúsinu þar sem við mamma og Jónas sátum á fremsta bekk og fengum yfir okkur vatnsgusu, sápusull og púði flaug á lappirnar á okkur.
- Gael var ótrúlega fagur og mig langar eiginlega að fara aftur á sýninguna.
- Í ár gat ég eiginlega ekki ákveðið hvaða lag ég vildi senda í Evróvisjón fyrir Íslands hönd. Wiggle Wiggle Song var uppáhaldið mitt í byrjun en eftir að það var farið út var ég algjörlega óviss. Mér fannst kraftajötnadrunulagið ekki eins fyndið í þriðja sinn og eins afar illa sungið en lagið hjá Eurobandinu var hressilegt og betra í hvert skipti en ég fíla flytjendur þess ekki svo vel (sérstaklega ekki eftir ,,Ég vil" og ,,hæst glymur"-dæmið - mjög halló!). Lagið hans Dr. Gunna þótti mér kannski bara sniðugast. Engu að síður er ég bara sátt við að Eurobandið fer fyrir Íslands hönd, þau eiga ábyggilega eftir að heilla einhverja.
- Ég er núna í Helsinki og verð í Finnlandi fram á sunnudag.
- Í Keflavík hitti ég Möddu og á Kastrup Martin, sem fór svo með mér á Koti pizza í kvöldmat. Ég mæli ekki með Koti pizza.
- Í Kaupmannahöfn stoppaði ég í þrjá og hálfan tíma og eyddi hluta af þeim tíma með sæta gæjanum sem sést hér að ofan (stelpan sem heldur á honum var illa sofin og ljót eftir því). Við fórum ásamt móður hans (sem var mjög gaman að hitta) á McDonald's þar sem við ræddum framtíðarafmælisveislur hins unga sveins.
17.2.08
7.2.08
Að fullorðnast
Ég hef verið minnt á það alvarlega að ég er að verða hundgömul á síðustu dögum. Í gær fékk ég verki fyrir brjóstið og þurfti að aflýsa plönum kvöldsins og hélt mig heima í dag. Ekki var þó um hjartverk að ræða, enda vona ég að langt verði í slíkt. Síðdegis í gær, þegar ég reyndi að leggja mig hringdi síminn stanslaust. Í eitt skiptið hringdi í mig kona sem sagðist hringja frá bílaumboði hér í bæ. Hún spurði hvort mér hefði borist boðskort um að koma á sýningu á nýja Tiguan-jeppanum um helgina. Ég neitaði því að hafa fengið það en konan benti mér þá á það hvað þetta væri frábært tækifæri til að koma með alla fjölskylduna og njóta veitinga í boði bílaumboðsins. Ég held ekki enda er ég óviss um að mamma, Sigga, pabbi og Jónas séu til í að koma með og Óli er náttúrulega úti.
Í dag barst mér svo bréf frá LÍN - vini allra námsmanna - og nú er komið að því allra leiðinlegasta: að endurgreiða námslánið sem ég tók þegar ég fór sem Erasmus-nemi. Ég er samt heppin að vera orðin svona gömul. Varla get ég lengur flokkast sem ,,ungt fólk" og má því horfa á Desperate Housewives sem rétt í þessu var kynnt af þulunni sem ,,ekki við hæfi fyrir ungt fólk".
Í dag barst mér svo bréf frá LÍN - vini allra námsmanna - og nú er komið að því allra leiðinlegasta: að endurgreiða námslánið sem ég tók þegar ég fór sem Erasmus-nemi. Ég er samt heppin að vera orðin svona gömul. Varla get ég lengur flokkast sem ,,ungt fólk" og má því horfa á Desperate Housewives sem rétt í þessu var kynnt af þulunni sem ,,ekki við hæfi fyrir ungt fólk".