3.10.02

Hó hó fyrsta skóladeginum er lokid, Gudi sé lof. (Ekki Geir samt..hohohoho). Ég hafdi kvidid honum dálítid mikid vegna thess ad efadist um ad ég gaeti skilid nokkud af thví sem kennararnir segdu. Raunin var onnur, samt ekki algjorlega onnur. Ég skildi talsvert en thó mismunandi eftir kennurum. Einhvern veginn fór thad sem bókmenntakennarinn sagdi fyrir ofan gard og nedan en ég nádi flestu thví sem heimspekikennarinn (ok thad heitir reyndar ekki heimspeki, heldur saga spaenskrar hugsunar en thad er eiginlega bara saga heimspekinnar á Spáni, virdist mér) sagdi enda madurinn nokkud myndarlegur og thótti mér naudsynlegt ad hlusta vel. Ég fór líka í landafraedi og leist svona líka vel á kennarann thar, midaldra konu...ekki af thví ad hún vaeri myndarleg samt...:) Eitt skil ég samt ekki. Svo virdist sem vid thurfum ekki ad kaupa neinar baekur....frekar skrítid en eflaust kemur thetta allt í ljós. Bekkurinn minn virkar ok. Medal nemenda er piltur frá Houston, Texas!!! Flott, ekki satt? Svo eru Rússar og Thjódverjar, Búlgarar, fleiri Bandaríkjamenn, Kínverji, Pólverji, Japani, Króati......hmm...allra tjóda kvikindi satt best ad segja. Thad er engin(n) Nordurlandabúi, a.m.k. ekki í mínum hópi. Svo ad ég svari uppáhaldsspurningunni hennar ommu, thá gengur sambúdin vel. Lífid er óskop rólegt hér á bae en allir saemilega kátir. Í kvold aetlum vid...a.m.k. ég ad horfa á Pop Stars, sem er svona...."búatilhljómsveit-tháttur". Thetta er sídasti thátturinn svo ad thad verdur spennandi. ¡Hasta luego! Alma. p.s. Thad er "The Weakest Link" í sjónvarpinu núna...spaensk útgáfa!!!