26.10.02

Hó, hó, hó! Laugardagar eru gódir thví ad thá get ég sofid út! Ég nýtti mér thad í morgun, svaf til klukkan ellefu, alveg dásamlegt! :o) Ég er búin ad vera í hálfgerdri leti í dag, laera adeins, fara út í búd ad versla í matinn og svo fór ég reyndar ádan á videóleiguna. Hún er dálítid langt í burtu, sem er reyndar fínt til ad rannsaka adeins hverfid, sem ég bý í. Thetta hverfi er alls ekki eins slaemt og ég hélt í upphafi. Thad eru ágaetir gardar í nágrenninu, falleg hús og thad er ekkert svo skítugt, nema kannski vid mína gotu af thví ad hún er eins konar verslunargata. Úrvalid á videóleigunni er vaegast sagt omurlegt! Myndirnar eru gamlar og fáar. Vid Rosa fórum saman á videóleiguna í gaer (thetta er nýtt áhugamál hér) og thurftum meira ad segja ad fara tvisvar. Í seinna skiptid krafdist Rosa thess ad vid taekjum straetó! :) Hún krafdist thess líka ad vid myndum taka "The Kid" med Bruce Willis, sagdi hana alveg frábaera. Hún hafdi svo sem ekki rangt fyrir sér, thetta var skemmtileg mynd og audveld ad skilja. Arnar kom í heimsókn og horfdi med okkur og vid endudum á thví ad elda kvoldmat, algjora veislu satt best ad segja: Salat aka vips, tortilla española, kartoflur í ofni og fleira. Smakkadist afskaplega vel. Jaeja, pizzan er í ofninum og thvotturinn í thvottavélinni. Sjáumst sídar! Alma. p.s. Í kvold graedi ég klukkutíma, klukkan thrjú verdur tvo....held ég. :) p.p.s. Var ég búin ad segja ykkur ad ég er farin ad vingast vid einn af ávaxtasolunum í gotunni. Ég kaupi reglulega af honum rúsínur og átti í upphafi í erfidleikum med ad muna nafnid á theim. Sídast spjolludum vid heilmikid saman um Ísland og saltfisk. :)