23.10.02

Jaeja, thad er langt sídan ég skrifadi sídast. Ég er nú búin ad bralla ýmislegt sídan thá. Á laugardaginn sídasta fór ég í ferd á slódir Don Quijote. Illu heilli hittum vid ekki á hann sjálfan en vid skodudum safn í einhverju thorpi og bókasafn sem hafdi ad geyma thýdingar á Don Quijote á ýmsum tungumálum, medal annars íslensku, sem var áritad af Vigdísi Finnbogadóttur. Ég fylltist vitanlega miklu stolti af ad sjá thetta. Vid fórum líka á einhverja fleiri stadi en satt best ad segja kann ég ekki nofnin....vid skodudum vindmyllur, fórum á veitingarstad ad borda hádegismat (rosalega gód tortilla española og hreaódýr). Á veitingastadnum sat ég gegnt vatni og útsýnid var dásamlegt. Vid Daninn, sem sat vid hlidina á mér (ég kynntist konunni hans einmitt thegar ég var ad skoda íslenska Don Quijote og hún danska) vorum baedi mjog hrifin. Ég aefdi mig adeins í ad tala donsku vid thau en thad gekk bolvanlega. Thegar ég reyndi ad segja eitthvad komu bara spaensk ord upp í hugann. Í dag var tungumálakennarinn veikur svo ad ég fór nidur í kaffiteríuna med amerískri stelpu sem er med mér í bekk. Thad vaeri ekki í frásogu faerandi nema vegna thess ad konan í kaffiteríunni....nei á barnum (btw ég sá fullt af áfengisfloskum thar, thad er víst haegt ad kaupa vodka, viskí og det hele) var ótrúlega dónaleg. Sú ameríska pantadi sér fyrst og ég aetladi svo ad panta en konan fór eitthvad. Ég beid góda stund, tholinmód, en faerdi mig svo til svo ad ég fengi afgreidslu. Kella sagdist thá hafa spurt mig hvort ég vildi eitthvad en ég hafi thagad. Ég sagdist ekki hafa heyrt en thad skipti engu máli...en hún sagdi thá: "Thú bara skildir ekki!" og sídar útskýrdi hún thad líka fyrir theirri amerísku ad hún hefdi sko spurt mig og ég ekki skilid. Ljóti dóninn...ég er nú ekki svo heimsk ad ég skilji ekki svona einfalda hluti. Svona geta Spánverjar verid....hunddónalegir....en sem betur fer eru their flestir afskaplega indaelir og jákvaedir. Jaeja, er farin í háttinn. Ahh...já ef einhver vill mynd af húsinu mínu, thá get ég sent. Thúsund kossar! Alma.