30.12.04

Vivir así es morir de amoooooorrr...

Ég verd ad bidjast afsökunar á thví ad titillinn í faerslunni hér á undan kemur ekki rétt út á blogginu. Thetta var rosaflott med útlenskum stöfum en á blogginu kemur bara spurningamerki. Verdur bara ad hafa thad.
Nú er hátídarhöldum í tilefni jóla lokid enda Freyja jólaálfur farin úr landi, stadrádin ad endurheimta farangur sinn í Brussel. Ferdalagid á flugvöllinn til thess ad skila henni heppnadist vel thar ed ég sá spaenskan leikara sem leikur í uppáhaldstháttarödinni minni. Hann var á leid med Spanair eitthvad út í buskann í fylgd myndarmanns og hundar. „It made my day" ad sjá hann thar ed mér finnst madurinn afar heillandi á einhvern sérstakan hátt, en thví midur sá ég hann ekki vel vegna sjóntruflana (migrenikast í uppsiglingu). Thetta var thví hápunktur dagsins thótt einnig hafi verid gaman ad sofa migrenikastid af sér, hengja upp thvott og borda ristad braud med smjöri (til thess ad koma maganum ekki í uppnám). Í kvöld aetla ég reyndar ad skreppa á De Cine ad hitta einhvern Thjódverja til thess ad raeda möguleg plön fyrir morgundaginn. Sjáum hvad kemur út úr thví. Á sunnudagskvöldid, held ég, fer ég svo til Frakklands í heimsókn til Klöru minnar. Góda skemmtun um áramótin!

29.12.04

??santiago de compostela

Thessi title er stolinn...Fannst thetta flott letur. Hef ekki tima en vildi bara segja ad eg maeli ekki med Chamartinlestartstodinni. Eg thurfti ad bida i 45 minutur, fjandinn hafi thad. GRRRRRR...:/

26.12.04

Jólakveðjur

Ég óska lesendum thessa bloggs gleðilegra jóla og afskaplega mikillar farsaeldar á nýju ári. Einnig vil ég thakka vinum og vandamönnum fyrir fallegar sendingar og jólakveðjur. Takk, takk, you made my day! Thid sem saknid thess ad hafa engan pakka eda kort frá mér fengid kíkid á botninn á póstkassanum eda hafid samband vid póstmidstödina, Kleppsvegi 124 (s. 5534059). Starfsfólkid thar tilkynnti mér ad thar sé allt fullt af ósóttum sendingum. Hafid thad gott!

21.12.04

Lasleiki

Thad er varla ad ég viti hvad ég hef verid ad bauka sídustu daga, hef verid í hálfgerdu móki sökum hóstakasta. Svaf í naestum 24 klukkutíma med stuttum hléum eftir ad Elías fór (fyrirgefdu lélegar móttökur Elías og enn lélegri kvedjustund) en haetti mér svo út til ad kvedja Kaká og Klöru. Veit ekki hvort thad var gód hugmynd en thad var naudsynlegt til ad koma jólapökkunum til skila. Annars er jólafríid formlega byrjad hjá mér, fór í einn tíma í dag sem var sá sídasti. Vúhú! Nú hef ég endalausan tíma til ad sofa thessi veikindi úr mér. Vonandi tekst thad sem fyrst, ég sef lítid og íbúdarfélagar mínir álíka lítid thar sem ég hósta af svo miklum krafti. BööÖhö...

16.12.04

Óskemmtilegt -skrifad á fimmtudag-

Elías er vaentanlegur í dag en ég er satt best ad segja hálflasin. Ég vaknadi hress en í metróinu byrjadi ég ad hósta úr mér lungun. Er dálítid hraedd um ad thau hafi dottid úr milli Diego de León og Nuevos ministerios. Ef einhver finnur thau, vinsamlegast hafid samband í s. 678188188. Annars undirbjó ég komu Elíasar í gaer; tók örlítid til og útbjó spjöld til ad halda á thegar hann gengur út úr komusalnum á flugvellinum. Med hjálp Jordi bjó ég til eftirfarandi spjöld:

Copenhague Sex Shop: Sr. Elías Portela (thetta útskýrir sig sjálft)

Devuélveme todo el dinero que me debes...YA (Borgadu mér aftur allan peninginn sem thú skuldar mér STRAX)

Tus hijos quieren conocer a su padre. (Börnunum thínum thaetti vaent um ad kynnast födur sínum)

15.12.04

Níu nóttum fyrir jól thá kem ég til...

Athugulir taka eftir nýjum linki á sídunni minni, linki á sídunna hennar Júlíu, sem ég thekki raunar ekki neitt (hún er vinkona Thórunnar byltingarkonu og líka vinkona afmaelistvíburans sem var vinnufélagi minn í sumar). Ég set linkinn inn til ad ég sjálf muni eftir ad lesa bloggid sem er rosalega skemmtilegt. Maeli eindregid med thví!
Annars hef ég frá litlu ad segja. Ég svaf lítid vegna thess ad ég festist algjörlega í lestri bókar (sem ég er ad lesa fyrir skólann, hefur thetta komid fyrir einhvern? ótrúlegt fyrir mig) og vegna thrálátra hóstakasta. Í málvísindatímanum bad ég saeta unglambid um adstod sem hann veitti gladur og svo fór ég í setningarfraeditíma. Ég veit ekki hvort ég hef talad ádur um hópinn sem er í theim tíma og ödrum til. Laetin í theim eru óendanleg. Fyrir stúlku sem kemur í skólann á morgnana úldin og med thá thrá ad heyra thad sem kennarinn segir (ekki kannski thrá en...) eru thessir tímar hraedilegir. Thau tala endalaust og spyrja svo endalausra heimspekilegra spurninga í setningarfraedi! Já...ótrúlegt en satt! Í dag hefdi ég betur skrópad thar ed fram fór kosning fulltrúa í skólarád eda álíka. Enginn vildi bjóda sig fram og fyrrum fulltrúi taladi illa um starfid og laetin voru óendanleg. BLA BLA BLA BLA BLA BLA BLA! Týpiskir hávaerir Spánverjar. Ég fékk á endanum ad kjósa (skil ekki hvers vegna thar ed ég er í morgum mismunandi hópum) og slapp svo út úr tíma mátulega of seint til ad ná ad svara theim sem reyndi ad hringja í mig frá útlöndum. Framundan eru tveir tímar, fyrst spaenskunámskeid fyrir útlendinga sem ég er nýbyrjud á og svo spaenska í tengslum vid önnur mál, og svo aetlum vid Clarisse og Klara vinkona hennar ad horfa á Cartón spila fótbolta.

14.12.04

Slétthærð fyrir slysni

Thrátt fyrir lasleika og fögur fyrirheit um ad laera allan daginn ákvad ég ad skella mér í klippingu eftir hádegid í gaer. Á stofunni sem er stadsett svo ad segja í húsinu sem ég bý í, tók glottandi latínói á móti mér og tók kaudi vel í thá bón mína ad thvo á mér hárid og klippa. Piltur thvodi af mikilli leikni og nuddadi höfudid svo ad mér var nánast farid ad líka vel vid stofuna. Thegar hann byrjadi ad klippa haetti ég samt skyndilega vid. Klippingin tók um thad bil thrjár mínútur og fól í sér ad klippa beina línu nálaegt hárendunum. Sökum misskilnings hóf piltur svo til vid ad slétta á mér hárid (thad vita nú allir ad ég nenni aldrei slíku punti svo ad thetta var stór misskilningur) og leist mér svo sem ágaetlega á í upphafi. Pilturinn reyndar olli nokkrum brunasárum í hársverdi og á eyrum en thetta virtist allt ganga vel. Ég missti samt trúna thegar ég tók eftir thví ad thad rauk úr hárinu á mér thegar hann sléttadi med hárthurrkunni. Er thetta edlilegt? Útkoman var svo sem ágaet en ég legg slíkt ekki aftur á hár mitt né heldur höfudledrid.
Í gaerkvöld fór ég svo á flamencosýningu. Einn af ESN-strákunum er sonur kennara vid einhvers konar listdansháskóla og útvegadi mida á sýninguna fyrir áhugasama. Fór ég ásamt honum, spaenskri vinstúlku hans og thremur Ítölum ad sjá thessa líka flottu dansara. Mjög gaman! Eftir sýninguna var ég eitthvad aest og ég held ad ljóskan sem Clarisse er ad deita og vinkona hennar sem er í heimsókn hafi ekki mikid álit á mér eftir ad hafa hitt mig í gaer eftir sýninguna. Aetli listvidburdir hafi venjulega thessi áhrif á fólk? Annars er ég ad hugsa um ad fordast Ítali í framtídinni. Fyrir utan fordóma mína thá lídur mér illa í návist margra theirra vegna risavaxtar míns. Í gaer var ég höfdi staerri en allir thrír Ítalirnir, strákurinn medtalinn. Mér leid eins og adalrisabrussu borgarinnar.

13.12.04

Gleði í desembermánuði

Ég verd ekki sérlega vör vid mikinn adventufagnad hér í Madrid. Eflaust er thad bara thví ad kenna ad ég bý í stórborg og deili íbúd med tveimur manneskum sem eru fremur lítil jólabörn. Jordi segist ekki thola jólin og Dollý er ekki sérlega spennt fyrir theim ad thví er virdist, pantar víst stundum kínamat til ad fagna samt sem ádur. Eina jólaskrautid í íbúdinni er jóladagatal sem Jordi keypti sér í Thýskalandi og svo jólaljósin hjá nágrönnunum í íbúdinni vid hlidina á okkar. Satt best ad segja reyni ég ekki mikid ad koma mér í jólaskap, hef reyndar hlustad nokkrum sinnum á eina jólatónlistardiskinn sem ég tók med og er búin ad skrifa nokkur jólakort. Allt lítur samt út fyrir ánaegjulega hátíd. Fyrst kemur Elías jólasveinn í heimsókn med varning í poka sínum frá mömmu á Íslandi. Stuttu sídar er Freyja Finnlandsdrottning vaentanleg og hyggjumst vid fanga jólum med hangikjöti og hátídarbrag.
Án efa má finna fólk sem thrátt fyrir stórborgarstressid syngur jólasálma út desembermánud. Í húsi nokkru vid Sólartorg er samt annad uppi. Lola, frönsk vinkona mín sem thar býr, sagdi mér í partýi á laugardagskvöldid ad hún og stelpurnar, sem hún býr med, thjáist thessa daganna af biturd af versta tagi sökum sambandsslita, framhjáhalds og annars konar vonbrigda med karlpening thess lands og annarra. Af thessum sökum er uppáhaldslagid theirra thessa dagana: ¡CHICOS CABRONES! sem á módurmálinu ylhýra gaeti útlagst: Strákar eru hálfvitar. Ég vidradi thá hugmynd vid íbúdarfélaga minn (Jordi nánar tiltekid) ad vid myndum taka upp thennan sid en pilti leist ekki á.

9.12.04

Fyrsti dagur í nýrri skólaviku

Ég gleymdi ad segja frá thví ad ferdin í IKEA var ekki stórslysalaus. Mér tókst nefnilega ad klessa á kyrrstaedan vörubíl á leidinni út á metróstöd. Öxlin á mér verdur eflaust aldrei söm.
Annars er thad staerri frétt ad vid Clarisse sáum Fran69 aftur og ekki bara einu sinni heldur tvisvar. Eftir IKEAferdina hringdi Clarisse nefnilega í mig í ofbodi til ad segja mér ad skunda af stad, ferdinni vaeri heitid á GINOS, Fran69 vaeri á vakt thetta kvöldid. (Hún býr rétt hjá og fylgist thar af leidandi med). Ég var frekar södd en fór nú samt á stadinn og var leidd beint ad bordinu thar sem Clarisse og Klemma vinkona hennar sátu. Fran69 var í essinu sínu, aldrei fallegri. Ég á ekki ord til ad lýsa manninum en ég bendi tilvonandi gestum mínum; Elíasi, Freyju, Hlíf og Evu (er thad ekki?), á ad GINOS í Hortalezagötu mun ekki fram hjá ykkur fara. Thid hin sem ekki enn hafid ákvedid ad koma í heimsókn, hugsid ykkar gang. Fran69 er líkur Gael García Bernal bara fallegri og med mjööööög lögulegan afturenda.
Ég er alltaf ad fá einhver „invitation" í SMS sendingadótarí. Getur einhver útskýrt fyrir mér út á hvad thetta virkar? Ekki hef ég enn fengid SMS gegnum thetta fyrirbaeri.

8.12.04

IKEA óóó IKEA

Langthrád ferd í IKEA var loksins farin í gaer. Jordi, sem kvöldid ádur hafdi verid thónokkud spenntur, hálfneitadi ad fara thegar á hólminn var komid (reyndar ekki, thetta hljómar bara vel) en mér tókst á endanum ad lokka hann af stad í ég-veit-ekki-hvad-langa metró- og staetóferd. IKEA er augljóslega vinsaell áfangastadur og ég byrjadi fljótt ad idrast. Á endanum gengum vid búdina á enda (hún er raunar fremur ósnyrtileg í samanburdi vid IKEA á móti heimili mínu í Reykjavík) og ég keypti ekkert nema eitt stykki kerti. Eftir langa bid á kassa thar sem ég vard vitni ad thví thegar illraemdur Madridarbúi tród sér í rodinni fórum vid í "La tienda sueca" thar sem ég keypti ýmiss konar saenskt gódgaeti. Sé fram á gód jól ef ég klára ekki allan matinn ádur en Freyja kemur.
Annars var thetta gód helgi ad mestu leyti. Reyndar fór í taugarnar á mér ad ETA skyldi vera ad sprengja út um allar trissur og hóta á enn fleiri stodum. Clarisse thurfti ad flýja í hús vina sinna á mánudagskvoldid thar sem ETA hafdi hótad rétt hjá stadnum sem hún býr á. Loggan sagdi vid hana ad hún maetti alveg fara heim til sín, en thad vaeri sko á hennar ábyrgd. Ekki snidugt thad.
*******************************************************
No me apetece hacer una traducción en español pero voy a escribir algo para que pobre Clarisse y otros interesados puedan entender algo. La verdad es que no tengo nada de contar, nada que Clarisse no haya oído antes. Otro día...

6.12.04

Nytt blogg

Jordi er byrjadur ad blogga, reyndar a spaensku. Maeli eindregid med ad thid kikid a nyju siduna hans:
www.flugfreyr.blogspot.com

3.12.04

Háhradafaersla -leiðrétt-

Ég er geysilega svong og aetla thví ad skrifa afar hratt til thess ad ná ad fara á fíkniefnaveitingastadinn ad kaupa mér hamborgara. Hef svo sem ekki frá neinu sérstöku ad segja. Síðustu dagar hafa verið frekar rólegir, á midvikudaginn fór ég bara í skólann og svo heim og horfdi á sjónvarp („Aquí no hay quien viva” er frááábaer tháttur) og í gaer fór ég í skólann og svo heim thar sem ég hitti Jordi og Önu. Ég fór med theim í göngutúr og vid Jordi fórum svo á Vips og ég fékk mini-pönnukökur...mmm...their hofdu greinilega tekid athugasemd mína frá thví um helgina alvarlega og staekkað thaer. Í gaerkvoldi fór ég svo med Kaká á Punto de Encuentro. Clarisse er veik og vid thurftum thví ad skemmta okkur án hennar. Ótrúlegt en satt thá gekk thad baerilega. Ég átti ágaetissamtal vid ímyndadan ástmann Clarisse sem bar fax sitt med tign og hitti Lisu og kæróann hennar sem er óskop indæll. Aæ...thetta er nú leiðinleg faersla....nenni thessu bulli ekki. Er farin í fimm daga frí...:)

1.12.04

Kaldur kalkúnn

Thad eru paelingar í gangi um ad fólkid sem vinnur á hinum morgu kaffistofum háskólans hérna sé fólk sem tekur thátt í einhvers konar endurhaefingarprógrammi eftir fíkniefnamedferd. Gamli thjónninn líklega ekki en ég er ekki ein um ad halda ad thessir ungu séu nýkomnir út. Maturinn sem their framreida er samt vel aetur, bara hálfleidinlegur. Thessi kenning mín útskýrir líka hvers vegna konan í stóra matsalnum er svona hrikaklega hvumpin, hún kannski thjáist af koldum kalkúni...(ok, veit ad thetta er órokrétt). Aetla ad skella mér nidur til theirra, kannski ég spyrji...

Allt og ekkert

Einhverra hluta hef ég verid ad paela í ástandi kvenna, thad er hvenaer konur eru eda aettu ad vera hamingjusamar. Hvad gerir konu hamingjusama? Er thad thegar hún er búin ad finna sér lífsforunaut sem hún er sátt vid? Eda thegar hún er búin ad laera thad sem hún vill? Jafnvel thegar konan naelir í draumastoduna? Er kannski naudsynlegt allt thetta. Ordtakid segir jú, allt er thá thrennt er eda eitthvad álíka. Svo vaeri haegt ad baeta inn barneignum. Er thad ekki draumur hverrar konu ad eignast afkvaemi? Ég held eiginlega ad ekkert af thessu skipti hofudmáli....aei, veit ekki hvert ég er ad fara....