14.12.04

Slétthærð fyrir slysni

Thrátt fyrir lasleika og fögur fyrirheit um ad laera allan daginn ákvad ég ad skella mér í klippingu eftir hádegid í gaer. Á stofunni sem er stadsett svo ad segja í húsinu sem ég bý í, tók glottandi latínói á móti mér og tók kaudi vel í thá bón mína ad thvo á mér hárid og klippa. Piltur thvodi af mikilli leikni og nuddadi höfudid svo ad mér var nánast farid ad líka vel vid stofuna. Thegar hann byrjadi ad klippa haetti ég samt skyndilega vid. Klippingin tók um thad bil thrjár mínútur og fól í sér ad klippa beina línu nálaegt hárendunum. Sökum misskilnings hóf piltur svo til vid ad slétta á mér hárid (thad vita nú allir ad ég nenni aldrei slíku punti svo ad thetta var stór misskilningur) og leist mér svo sem ágaetlega á í upphafi. Pilturinn reyndar olli nokkrum brunasárum í hársverdi og á eyrum en thetta virtist allt ganga vel. Ég missti samt trúna thegar ég tók eftir thví ad thad rauk úr hárinu á mér thegar hann sléttadi med hárthurrkunni. Er thetta edlilegt? Útkoman var svo sem ágaet en ég legg slíkt ekki aftur á hár mitt né heldur höfudledrid.
Í gaerkvöld fór ég svo á flamencosýningu. Einn af ESN-strákunum er sonur kennara vid einhvers konar listdansháskóla og útvegadi mida á sýninguna fyrir áhugasama. Fór ég ásamt honum, spaenskri vinstúlku hans og thremur Ítölum ad sjá thessa líka flottu dansara. Mjög gaman! Eftir sýninguna var ég eitthvad aest og ég held ad ljóskan sem Clarisse er ad deita og vinkona hennar sem er í heimsókn hafi ekki mikid álit á mér eftir ad hafa hitt mig í gaer eftir sýninguna. Aetli listvidburdir hafi venjulega thessi áhrif á fólk? Annars er ég ad hugsa um ad fordast Ítali í framtídinni. Fyrir utan fordóma mína thá lídur mér illa í návist margra theirra vegna risavaxtar míns. Í gaer var ég höfdi staerri en allir thrír Ítalirnir, strákurinn medtalinn. Mér leid eins og adalrisabrussu borgarinnar.