6.5.05

Slys á heimilum

Flest slys á börnum verda víst inni á heimilunum en vid unga fólkid (sem varla getum talist börn lengur nema í anda) lendum líka í hremmingum. Vid Sergio vorum á leid út úr íbúd minni sama dag og nýju nágrannarnir skiptu um útidyrahurd. Thau höfdu hreinsad ágaetlega allt rykid eftir framkvaemdirnar en eitthvad vard eftir og mér tókst í snilli minni ad hrasa í rykinu nidur stigann. Thökk sé Sergio sem stödvadi mig í rúllinu nidur stigann og grídarstórum afturenda mínum olli óhapp thetta ekki miklum skada, adeins skrámum á olnboga og grídarstórum og kolsvörtum marbletti á rassinum. Eins gott ad hér fer ég ekki í almenningssundlaugar. Nágrannakonan fékk svo ad hlusta á vingjarnlegar ábendingar mínar um ad thrífa betur rykid og baud ég hana thannig velkomna í bygginguna. Indael eda hvad?

Ninni og Beta eru hér í Madridarborg og ég fór og hitti thau í gaer. Thad var rosalega gaman ad sjá thau aftur! Ég hitti thau á flotta hótelinu sem thau eru á, sem einmitt er stadsett milli hommahverfisins og hórugötunnar. Ninni baud mér upp á herbergi en var ekki alveg klár á númerinu svo ad vid endudum á thví ad banka á röngu herbergi og hlaupa svo í burtu thegar íbúi thess var ad koma til dyra (Ninni áttadi sig á mistökunum). Skemmtileg fullordinsleg hegdun hjá fraenda á fimmtugsaldri. Vid fórum svo út ad borda og kíktum í búdir, ósköp notalegt! Frábaert ad fá thau en skelfilegt ad hugsa til thess fjölda Íslendinga sem staddur er í Madrid um thessar mundir...úff.