Jamie Oliver er ekki lengur vinur minn. Ástæðan er þessi grein í Morgunblaðinu þar sem kauði varar karlmenn við því að elda á Adamsklæðum. Fyrst æsir hann kvenfólkið upp með því að kalla sig kokkinn nakta og fær konur út um allan heim til að fantasera um karlmenn í sínu lífi sem sýna fallega magavöðva sína meðan þeir elda mat (draumur hverrar konu myndi ég halda) en svo eyðileggur hann þetta allt með ummælum sínum: „Það endaði með því að ég brenndi mig töluvert. Ég varð að nota poka af frosnum baunum til að kæla mig niður. Þetta er í eina skiptið sem ég hef eldað nakinn og það er ekki góð hugmynd" (af mbl.is) Nú mun ég aldrei getað platað nokkurn mann til þess að elda fyrir mig með sprellann hangandi. Fantasíum mínum er lokið.
Annars sá ég lokahluta keppninnar um Ungfrú heim í gær, en var reyndar búin að fylgjst nokkuð vel með á netinu, feminíska æðin í mér er helst til blóðlaus. Ég er oggulítið stolt af stelpunni en verð þó að viðurkenna að ég hélt með ungfrú Mexíkó í úrslitunum. Hana má sjá að ofan á mynd sem ég stal af missworldtv.com. Vonandi slær hún bara í gegn í fyrisætustörfum eða sem sjálfboðaliðadrottning í staðinn fyrir að starfa sem ungfrú heimur í heilt ár. Go Dafne!!