11.2.04

Dagurinn í dag er eiginlega ekki minn dagur, held ég. Fyrir það fyrsta þurfti ég að vakna fyrir allar aldir (rétt fyrir klukkan átta sem sé, fyrir allar aldir í mínum huga) og drífa mig upp í skóla að klára fyrirlestur. Þegar ég var rétt að vakna fannst mér ég ver að fá gubbupest og langaði sko ekki á fætur. Gubbupestarímyndunin yfirgaf fljótt huga minn þegar ég kom í skólann og fékk mér að borða allt nestið mitt, btw. :) Jæja, skóladagurinn var ekkert merkilegur, fyrirlesturinn ok og svo hitti ég ítalska tungumálaskiptastrákinn "minn". Ákveðum við Freyja svo ekki að fara í Bónus og versla fyrir Grælandskynninguna. Allt í góðu með það þangað til á leiðinni heim að kexpakki hrökk upp úr skólatöskunni minni og á eftir honum ALLT skóladótið mitt. Nú á ég bara blautar bækur og skítug og krumpuð verkefnablöð (þau fuku út um allt og ég tók bíómyndaaksjón á þetta). Núna sit ég hundpirruð að læra fyrir viðskiptaspænskupróf, þreytt og búin að uppgötva að gubbupestin er ekki gubbupest heldur hálsverkur. Ímyndunarveiki eða hvað?