18.2.04

Fúff, eins og ég var afslöppuð í morgun, þá hefur mér tekist að umturna því ástandi með því að opna tölvupóstinn minn. Mér finnst gaman að fá mörg email en í dag fékk ég svona 28 stykki. Ég varð hálfhrædd, satt best að segja. Það vantar upplýsingar hér og upplýsingar þar og svo væri ágætt að ég svaraði hinu og þessu. Fúff! Annars var videókvöld í illa lyktandi kjallaranum að Kleppsvegi 124 í gær. Við Elías og Sigga horfðum á spænska mynd sem heitir Qué he hecho yo para merecer esto. Þetta er alveg ótrúlega góð mynd sem fjallar um spænska húsmóður sem býr ásamt sonur sínum tveimur, eiginmanni og tengdamóður í blokkaríbúð í úthverfi Madridar. Eiginmaður hennar er eiginlega venjulegastur af persónunum, bara þessi dæmigerða karlremba en synirnir tveir dálítið spes. Annar stundar kynlíf með eldri mönnum meðan hinn selur eiturlyf og eyðir tíma með ömmu sinni. Amman er mjög fyndin, hún er nískari en allt nískt og safnar trjádrumbum. Konan sjálf er háð lyfjadópi og vinnur allt of mikið. Áhugavert. Ég vil ekki segja of mikið um myndina, mæli bara með því að allir (þ.e. þessi gríðarlegi fjöldi fólks sem les bloggið mitt) sjái hana.