9.2.04

Fúff, þetta var sko fín helgi. Ég lærði ekkert af viti, borðaði mikið og skemmti mér mest. Föstudagskvöldið var, eins og áður hefur komið fram, skemmtilegt og ekki var laugardagskvöldið síðra. Þá var vinnupartý hjá ÁTVR-liðum heima hjá Eymari "la stewardais" í Skipasundinu, fámenn veisla en afar góðmenn. Planið var að veislugestir myndu fara í Keiluhöllina í Öskjuhlíð og keppa í keilu með fallegu borðana sem Marta bjó til bundna um sig miðja en því miður varð ekkert úr því. Við fórum upp í Keiluhöll og sátum þar drjúga stund en tókum svo bara leigubíl niður í bæ þar sem okkur var hleypt inn VIP-megin á Felix. Snjallt það! Aldrei hélt ég að ég fengi að sleppa við röðina! Elías slóst já í för og dansað var fram á rauða nótt, bæði þar og á Hverfisbarnum. Hrós helgarinnar fá Marta og Eymar fyrir vel heppnað teiti og Elías fyrir ótrúlegt dansúthald!