10.2.04

Ég held að leti mín nái engum takmörkum. Það er ótrúlegt hvað fólk tekur upp slæma siði þegar það býr erlendis. Í stað þess að eyða kvöldinu í að skrifa góðan fyrirlestur um klámmyndina Pepi, Luci, Bom fyrir spænska kvikmyndakúrsinn eyddi ég kvöldinu á Netinu (í óþökk mömmu) og spjallaði við Jordi, Völllu, Ösp og fleiri. Það hjálpaði örlítið að tala við Völlu sem að eigin sögn var jafnlöt en þegar ég loksins tók til við að skrifa um þessa mynd og lesa mér til um Almodóvar var komið miðnætti og vel það. En svo að ég segi ykkur aðeins frá myndinni, þá er hún klikkuð. Hún fjallar um konu sem er nauðgað af lögreglumanni. Henni sárnar þessi meðferð mjög þar sem hún hafði hugsað sér að selja meydóm sinn til að eiga fyrir reikningunum (pabbi hennar hyggst hætta að senda henni mánaðarlegan tékka) og ákveður því að hefna sín. Hún lemur mann, sem var svo óvart ekki lögreglumaðurinn (ef ég skildi rétt) heldur bróðir hans. Svo kynnist hún konu löggunnar,Luci, sem er húsmóðir haldin kvalalosta. Þegar húsmóðirinn situr á heimili fórnarlambs nauðgunarinnar (sú heitir Pepi btw) og kennir henni að prjóna kemur sextán ára rokksöngkonan Bom, vinkona Pepi, í heimsókn og pissar framan í Luci sem er ekki lítið hrifin. Svona heldur myndin áfram...annað markvert má nefna partý þar sem haldin er typpakeppni, tónleika og fjöldan allan af dragdrottningum sem við sögu koma. Ég held satt best að segja að þessi mynd sé fullkomið dæmi um þá frelsisvakningu sem varð í spænskri kvikmyndagerð og ef til vill menningu yfirleitt eftir Frankó...úff, er ég orðin of fræðileg?