25.11.05

Kitluð eða klukkuð

Helga Guðmunds klukkaði ,,kjánaprikið" mig víst svo að ég neyðist til að svara nokkrum spurningum. Ekki að um sé að ræða neyð, mér finnst það bara gaman.

Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
-Þroskast upp í það að hlusta bara á Rás eitt, og hætta alveg að stilla á FM957.
-Ferðast meira og þá vonandi fljótlega út úr Evrópu.
-Búa erlendis, kannski á Spáni, kannski annars staðar.
-Hætta að hósta.
-Læra fleiri tungumál, til dæmis meiri ítölsku, hebresku- eða eitthvað spennandi.
-Verða dama (ég get ekki sagt meiri dama þar eð þetta orð er ekki hægt að nota til að lýsa mér)
-Giftast Gael García Bernal.

Sjö hlutir sem ég get gert:
-Státað af lyftaraprófi.
-Drukkið mikið kók.
-Horft á sjónvarp af mikill list.
-Verið iðjuleysingi svo tekið er eftir.
-Grátið yfir bíómyndum og sjónvarpsþáttum (nýtilkominn eiginleiki)
-Prumpað með hljóði.
-Borðað á við tvo svanga sjómenn í yfirvigt.

Sjö hlutir sem ég get ekki gert:
-Stjórnað lyftara að neinu ráði.
-Verið nálægt slöngu og haldið ró minni.
-Málað mig án þess að ég lítið út eins og gleðikona.
-Vanið mig á lyfturúmið.
-Hringt í Gael García Bernal hvenær sem mig langar.
-Haldið herberginu mínu snyrtilegu.
-Gert fastar fléttur í sjálfa mig.

Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
-Konubros.
-Góð matarlyst.
-Dökk og seiðandi augu.
-Gott skopskyn.
-Að vera líkur (alveg eins og) Gael García Bernal.
-Nördaskapur.
-Góð íslenskukunnátta...ok, nei...bara að kunna að tala yfirleitt, íslensku eða annað.

Sjö staðir sem mig langar á:
-Puerto Rico.
-Chile.
-New York.
-Búlgaría.
-Grikkland.
-Ítalía.
-Kenýa.

Sjö orð eða setningar sem ég segi oft:
-Þetta
-verða
-aðrir
-að
-ákveða
-fyrir
-mig.

Sjö hlutir sem ég sé núna:
-Sjónvarpið heima hjá mér.
-Fjarstýringin.
-Útidyrnar.
-Snýtubréf.
-Jólaskraut.
-Súperdós.
-Sófann.