30.3.05

Hot studs

Fúff, ég komst í feitt í gaer, nefnilega sídu hjá Herra heimi 2003 thar sem haegt er ad skoda videóupptökur af keppendunum. Ég er frá og med deginum í gaer ástfangin stúlka, sá brasilíski vann baedi hjarta mitt og keppnina. Núna aetla ég ad leita ad keppnum frá ödrum árum.
Thad er kannski ekkert skrítid ad ég eydi tíma mínum í slíkt, ég virdist ekki thurfa ad fara í marga tíma í thessari viku og ég held ad ég eydileggi sjálfa mig á thví ad horfa á spaenskt sjónvarp. Í gaer sat ég lengi fyrir framan skjáinn, of lengi raunar og naut thess sem fyrir mig var borid. Fyrst horfdi ég pínulítid á thátt sem var ad byrja. Í honum sátu tveir thvengmjóir ófrískir (ég virka svona fjórum sinnum meira ólétt en thaer) sjónvarpskynnar og spjölludu um ástand sitt. Önnur theirra var reyndar fyrst kynnt inn í tháttinn med nákvaemum upplýsingum um mál hennar, 85 - 50 - 80 eda eitthvad álíka lítid og 175 cm á haed. Thegar thad komu hneykslunarhljód upp úr mér sögdu spaenskir félagar mínir, hvad? hún er í alvöru thetta há, ekki kannski alveg thad sem ég var hneysklud á. Fannst bara sorglegt ad thetta vaeri látid fylgja med eins og mikilvaegar upplýsingar. Thaer spjölludu svo á eins gervilegan hátt og theim var audid og svo voru thaer látnar aefa sig med börn. VESALINGS BÖRNIN! Sett í hrúgu á gólfid í sjónvarpssal med ljósin hraedilega sterk. Aei já, ég er líka ad gleyma ad einnig komu vid sögu apar og dúkkur. Frábaert daemi um lélegt sjónvarpsefni. Ég horfdi einnig á spurningathátt thar sem kynnirinn dansadi inn á milli og svo komu smábútar úr tónlistarmyndböndum auk thess sem thátttakendur (yfirleitt gamlir karlar) dönsudu af kátínu yfir ad vinna 80.000 krónur. Ég held ég fari ekkert nánar út í hina thaettina tvo sem ég horfdi á, annar spjalltháttur um fólk sem var sátt vid fitu eda fólk sem var feitt og maki theirra eda módir sátt, og svo hinn sívinsaela thátt um fraega fólkid á bóndabaenum. Held ég myndi bara flýja land ef ég faeri ad rifja thad upp.

29.3.05

Alles in Ordnung

Ég hefdi mátt segja mér ad thad yrdi örlítid kúltúrsjokk ad fara frá Thýskalandi til Spánar. Vid Palli veltum thví einmitt fyrir okkur hversu hraedilega erfitt thad vaeri fyrir Thjódverja ad flytja til Spánar og eins fyrir Spánverja ad fara til Thýskalands thar sem alles ist in Ordnung. Ég aetti kannski ad vera almennilegri vid thýsku Erassana, their eru ad ganga gegnum erfitt tímabil. Heima hjá mér verd ég reyndar lítid vör vid skipulagsleysi Spánverja, Jordi er jú afskaplega skipulagdur og snyrtilegur piltur en strax á fyrsta skóladegi eftir frí fae ég spaenska hugsunarháttinn beint í aed. Svo var nefnilega mál med vexti ad talad hafdi verid um ad vid héldum fyrirlestur um einhverfu eftir páskafrí og áttu fyrirlestrarnir ad byrja í morgun. Ég var komin í hóp en hópurinn virtist ekkert aetla ad gera svo ad á endanum reyndum vid tvaer úr hópnum ad koma einhverju saman. Ég skrifadi fram yfir midnaetti (vitanlega bara vegna leti fyrr um kvöldid) og tók tölvuna med í skólann thar ed ég gat ekki prentad út. Svo komst ég ad thví í morgun ad fyrirlestrunum hafdi verid frestad um viku (og enginn látinn vita) og í thokkabót kom kennarinn ekkert. It feels like home! Aedislegt!

Alltaf hélt ég ad Íslendingar hefdu gert nóg gegnum tídina til ad gera sig ad fífli á althjódavettvangi en sífellt thurfum vid ad baeta nýjum fjödrum í hattinn, í thetta sinn med Bobby Fischer. Fólk er farid ad gera grín ad mér heima hjá mér fyrir thetta mál....ekki fallegt. Djís stúlkan sem gekk fram hjá tókst ad taka skjáinn úr sambandi...

Hver hefur heyrt íslenska júróvisjónlagid? Hvad finnst ykkur? Ég er búin ad heyra lagid og nokkur í vidbót (júróvisjónaddáunin er greinilega ekki alveg daud) og er satt best ad segja hrifin af íslenska laginu. Hvíta-Rússland er líka med ágaetislag, og ábyggilega fleiri lönd, á eftir ad hlusta betur.

28.3.05

Heima er best!

Nú er ég komin heim til Madridar og er thví ad vissu leyti fegin thó svo ad ferdalagid med Palla hafi verid framar öllum vonum, rosalega skemmtilegt. Á Páll hinar bestu thakkir skildar fyrir gódan ferdafélagsskap og dugnad vid keyrslu. Jordi var ad fá playstationtölvu og fer hamförum hér vid hlid mér. Ef einhver er gódur í Buffy the Vampire Slayer leiknum, thá er ég viss um ad Jordi sendir kossa og knús fyrir gód rád til ad komast upp úr einhverju bordi. Thá kannski haettir hann ad tala vid sjónvarpid.

24.3.05

Enn a ferd

Ef folk haettir ekki ad spyrja mig hvernig i oskopunum eg geti verid endalaust a ferdalagi og annad i theim dur tha...uuu...geri eg eitthvad slaemt. Hotanir eru greinilega ekki "my thing".
Nu er ferdalagid ad styttast i annan endann en eg er reyndar alveg spennt ad halda heim til Madridar. Thar er alltaf nog ad gera og vedrid er vonandi enn tha gott. Reyndar eru thyskir vedurgudir i baerilegu skapi eftir rigninguna a thridjudaginn. I dag forum vid og skodudum slodir sjukrahussins i Svartaskogi, thad er stadinn thar sem thaettirnir voru teknir. Munid thid eftir thattunum? Eg er viss um ad mamma verdur graen af ofund thegar hun heyrir um ferd mina thangad.

23.3.05

Ferdalag

Sem stendur erum vid Palus i Thyskalandi og eins og piltur spadi tha vard eg strax astfangin af landinu. Hvort thad var fegurd Freiburg, rigningin eda nammibudin sem seldi Reese´s Pieces sem eg fell fyrir laet eg osagt. Get samt tekid fram borginni til enn frekari alitshaekkunar ad H&M-budin her er mjog flott, thurfti ad halda fast i mig til ad versla ekkert ad radi (keypti bara sokkabuxur). Thad var frabaert i Andorra, thar hittum vid skolafelaga ur Haskolanum, Sunnu, sem taldi okkur a ad stoppa eina nott og fara a skidi. Nuna er eg buin ad akveda ad setja skidi a oskalistann naestu ar, thad var aedislegt ad renna ser tharna i mjukum snjonum umkringd fallegum Andorrabuum (raunar eru vist flestir tharna fra Mallorca eda Argentinu en thad skiptir vist ekki mali).

17.3.05

Makamidlun

Ég hef lengi verid í vandraedum med ad ákveda hvad ég vil gera vid líf mitt. Alls kyns hugmyndir hafa komid upp í kollinn á mér, margar vitlausari en adrar. Mér hefur dottid í hug ad fara í vidskiptatengt spaenskunám, ad verda kennari, reyna ad komast inn í bladamannaháskóla eda ad verda nunna svo ég nefni eitthvad. En núna hef ég loksins fundid mína hillu. Reyndar fann ég mína hillusamstaedu fyrir mörgum árum thegar ég byrjadi ad reyna ad koma Óla bródur út. Ég reyndi ad fá margar stúlkur til thess ad líta hann hýru auga en ekki gekk vel. Eftir thetta hef ég reynt fleiri hluti en alltaf hefur illa gengid. Núna veit ég aftur á móti ad mitt svid eru samkynhneigdir. Ég aetla ad opna hjónabandsmidlun samkynhneigdra sem verdur med útibú í helstu hommaborgum heims. Nú thegar er ég ad vinna í fyrsta máli midlunarinnar...sjáum hvernig thad gengur.

15.3.05

El préstamo no juega conmigo

Vorid er ad koma sýnist mér. Eftir fimbulkaldan vetur sjá Madridarbúar fram á betri tíma. Ég geri thad líka en einnig svita og illa lyktandi og heitt metró. Thad var ljúft ad leggjast í sólina fyrir utan skólann í dag. Hitamaelirinn sýndi 24 grádur, thad er bara 26 grádum meira en í Reykjavík midad vid mbl.is. Eftir ad hafa legid í sólinni hélt ég nidur í bae á pósthús og uppgötvadi mér til mikilla vonbrigda ad nýju buxurnar mínar, bolurinn minn og bakpokinn voru hulin tyggjói. Óóóógedslegt! Their aettu ad leigja út sólstóla tharna vid háskólann til ad koma í veg fyrir svona slys.
Annars var spaenskur vinur minn og jafnaldri ad taka bílpróf í dag. Thad er rosalega fyndid hvad fólk er seint í thessu hér í landi midad vid heima...ef thad á annad bord tekur bílpróf. Kannski bara jákvaett.....

14.3.05

Gracias por palabras calientes hacia mi jardín

Ég thakka vinum og aettingjum kaerlega fyrir allar afmaeliskvedjurnar! Hátídahöld fóru vel fram hér í borginni og stódu yfir alla helgina. Nú thegar aldurinn faerist yfir hef ég sett mér nýjar lífsreglur:

1. Aldrei ad hringja til baka ef thú missir af símtali frá ókunnugu númeri.
2. Búa í stórri borg, milljónaborg er ekki nóg.
3. Ekki hella drykkjarföngum í hárid á vinum.
4. Halda mig frá H&M. (Ég vidurkenni ad hafa ekki stadid vid thessa reglu.)
5. Vera gód stúlka.

Annars er ég búin ad eignast minn Gandalf, eda réttara sagt vid Cla og Hlíf. Ef thid áttid ykkur ekki á hvad ég meina med Gandalf thá erud thid greinilega ekki nógu miklir Friendsaddáendur. Okkar Gandalf er ítalskur og heitir Gianluca. Hann var félagi okkar í samlokudansi og herbergi 122. Illu heilli er Gianluca farinn heim til Ítalíu en minning hans lifir medal okkar.

8.3.05

Dagur konunnar

Mér finnst frábaert ad eiga dag sem tileinkadur er mér en mér er spurn, eiga karlmenn líka slíkan dag? Thad er ég viss um ad margir kúgadir karlmenn vildu gjarnan eiga dag tileinkadan sér...
Annars sé ég núna ad thad er ekki gott ad skrópa í skólann. Ég maetti ekki á föstudaginn í tíma og vissi thví ekki ad í dag var frí í fyrsta tíma. Hefdi fremur kosid ad lúra heima í köldu herbergi mínu heldur en ad druslast af stad í lestina. Í kvöld er fyrirhugad ad hitta Gianluca ádur en hann heldur heim til Ítalíu, gaman gaman, hann er svo skemmtilegur.

7.3.05

Back from the bomb

Ferdin til Granada var skemmtileg en mér tekst seint ad toppa frásögn Hlífar af ferdinni svo ad ég bendi fólki á ad lesa faersluna hennar, ord mín verda fá. Ég get samt sagt ykkur ad ferdin var vel heppnud í alla stadi (alla króka og kima líka) og ekkert nema gledilegt um hana ad segja. Deila má um hverjir hápunktar helgarinnar voru, ég gaeti nefnt samlokudansinn fraega á tóma diskótekinu eda leitina ad bílastaedinu hjá Alhambra. Söngur (gaul) theirrar kanadísku í herbergispartýinu hjá augnatvíbura Hlifar á laugardagskvöldid sem og frábaerir tónar internetsáhugamannsins frá Austurríki í rútinni á leidinni heim (hann söng Sinatra). Mér fannst líka aegilega huggulegur gönguúrinn upp í Cartujaklaustrid med tónlist í ödru eyranu og sólina skínandi á kalt nefid á mér. Oj hvad ég er ordin vaemin!

Samgönguyfirvöld Madridar virdast hafa eitthvad á móti mér. Sökum brunans í Windsorturninum fyrir löngu sídan get ég ekki farid sömu leid og venjulega í skólann á morgnana, lestin sem ég tek stoppar ekki thar sem ég tharf ad stoppa einhverra hluta vegna. Í gaer reyndu yfirvöldin svo ad flaekja enn frekar fyrir mér lífid, ég gat ekki stoppad tharna og heldur ekki á nýja stadnum...allt í kaós svo ad ég endadi á thví ad taka billjón lestir til ad komast heim til mín. Sama í morgun. Hefdi ég ekki hitt Gianluca, herbergisfélagann úr Granada í lestinni hefdi ég örugglega öskrad af myglu. Vonandi kemst ég heim á edlilegan hátt á eftir. Wish me luck!

3.3.05

Mynd af strippara

Ykkur eflaust til mikillar ánaegju býd ég ykkur ad skoda mynd af stripparanum á Holiday Inn, sem Miika nádi af honum. Myndir frá helginni allri má svo finna á sídunni hennar Magdalenu.

Skemmtistadurinn Autónoma

Var ad spá ádan ad háskólinn hérna eigi satt best ad segja margt sameiginlegt med gódum skemmtistadi, thótt nafnid skemmtistadur skjóti ef til vill skökku vid. Thetta fór ég ad hugsa eftir ad hafa eytt matartímanum í ad glápa á par sem át hvort annad í hasskaffiteríunni í stadinn fyrir "menú con postre". Hér er thví ekki adeins haegt ad finna eiturlyf, áfengi og reykingar heldur líka kynlíf. Og ferd á klósettid er sambaerileg vid ferd á salernid á helstu skemmtistödum borgarinnar, thar er skítug og ógedslegt og naudsynlegt er ad taka med sér kleenex thar ed til undantekinga telst ef pappír er vid hlid apparatsins. Skil ekki hvers vegna ég djamma!

Á morgun fer ég í ferdalag til Granada med Erössunum. Sídustu fréttir herma ad thar sé snjór úti um allt. Hvers vegna í andskotanum ad fara til Andalúsíu ef thad er ekki einu sinni hlýtt? Ég verd samt bara ad bíta í thad súra epli ad ég valdi víst kaldasta ár sídan 1956 til ad fara sem Erass til Madridar.

1.3.05

Finnland (part 2)

Ég er komin heim til Spánar, loksins. Fluginu nádi ég med naumindum, thokk sé thví ad ég hitti Spánverja, sem tekid hafdi thátt í fyrri hluta aevintýrsins í Amsterdam, og elti hann. KLM er ekki sérlega ofarlega á vinsaeldarlistanum hjá mér. En ferdin var skemmtileg thrátt fyrir ad vera litud af mikilli og sífelldri threytu og svakalegum kulda. Vid vorum rifin á faetur eldsnemma á morgnana til ad leika úti í kuldanum, borda súkkuladi eda annad álíka skemmtilegt og svo skemmtum vid okkur fram á nótt. Hápunktur ferdarinnar ad mínu mati var raunar ekki hluti af dagskránni. Thad var thegar vid sáum mann sem stód inni í herberginu sínu á Holday Inn hótelinu, allsnakinn og taladi í símann. Vid sátum öll í straetisvagni fyrir nedan gluggann og horfdum upp, og vorum líklega ekki ein um thad, fólkid á torginu hlýtur ad hafa tekid eftir manninum. Madurinn taladi í símann, faerdi sig adeins fjaer glugganum thannig ad vid sáum betur allan líkamann og svo byrjadi hann ad teygja sig. Og hann teygdi sig meira og meira....og svo byrjadi hann ad sveifla litla manninum, sem raunar var ekkert sérlega lítill, sveifla og sveifla. Já, thad er alltaf skemmtilegt thegar einhver veifar til manns.

Eftir erfitt ferdalag langar mig helst ekkert ad ferdast á naestunni en ég er nú víst á leid til Granada á föstudaginn svo ad lítid verdur úr áformum mínum.

27.2.05

Finnlandsferð (fyrsti hluti)

Mér finnst sjálfri fremur leiðingjarnt að lesa nákvæmar lýsingum af ferðalögum fólks svo að ég hyggst ekki lýsa hverri mínútu ferðalagsins, frekar bara segja frá því spennandi. Sjáum hvort það tekst.
Ferðalagið byrjaði satt best að segja ekki sérlega vel, sökum mikillar snjókomu í Madrid (í fyrsta skipti sem ég sé snjólag inni í borginni) seinkaði fluginu. Spánverjar hrökkva jú í kút þegar byrjar að snjóa og vegna þess og vegna tæknilegra vandamála í flugvélinni komum við til Amsterdam um það bil hálftíma eftir að flugið þaðan til Helsinki átti að fara. Til að gera langa sögu stutta þá endaði ég á því að gista í hjónarúmi á Ibis hóteli, rétt við Schiphol, við hlið þrítugs Spánverja, Jaime að nafni. Sérkennileg nótt og einnig kvöldverðurinn með kínversk-spænsku hjónunum, spænsku konunni sem býr í Búkarest, Jaime hjásvæfu minni og finnska parinu. Jaime lýsti þessu vel, sagði þetta hafa verið eins og atriði í Almodovarmynd, algjörlega súrrealískt en ad sama skapi mjög skemmtilegt. Satt best að segja er ég of þreytt til að skrifa meira núna enda hef ég lítið sofið þessa helgina en síðar fáið þið að þjást yfir færslunum mínum...hohoh, heyra um Holiday Inn manninn og fleira. Un beso.

21.2.05

Threyta

Thetta blogg er ad verda svo leidinlegt ad ég rádlegg lesendum thess ad haetta ad skoda thad og kaupa sér frekar skemmtilega bók ad lesa eda taka videóspólu. Thetta blogg verdur bara svona dagbók fyrir mig.
Ég er farin ad hafa áhyggjur af thví ad ég sé á leid inn í tímabil svefnleysis, ég er haett ad geta sofid eins hraedilega mikid og ádur (ég segi thetta núna og sef ábyggilega fjórtán tíma í nótt). Thrátt fyrir thad ad vera hraedilega threytt svaf ég illa og er í dag eins og tuska í framan. Strákarnir sem hrópudu ad mér á leidinni í skólann voru heppnir ad vera á bíl, ég hefdi líklega lamid thá ef their hefdu ekki komist svona fljótt undan. Annars er ég sár út í Spánverja í heild fyrir ógedsleg ummaeli í metróinu á laugardagskvöldid. Thví midur (eda sem betur fer) heyrdi ég thad ekki enda ekki ad hlusta á samraedur ljótra fótboltastráka, en Klara sagdi mér hvad their hefdu raett, sem var mjög ljótt. Their héldu ad vid vaerum vitlausir útlendingar sem ekki skilja spaensku. Bara rétt thetta fyrrnefnda. Thad sem var fúlla var thad ad allt fólkid í kringum virtist ekkert kippa sér upp vid thad sem their sögdu, enginn horfdi á thá illu auga eda reyndi ad thagga nidur í theim. Nóg um thad...nenni ekki ad vera í fýlu yfir thví.
Á midvikudaginn legg ég land undir fót, fer til Finnlands. Vúhú...eitthvad til ad hlakka til! :)

20.2.05

Í klípu (samt ekki smjöri)

Aei, ég er nú meira fíflid! Ég baud nefnilega fólki í mat, gaman gaman, af thví ad ég ákvad ad búa loksins til pítsu. Thad vaeri ekki í frásögu faerandi nema vegna thess ad ég var of kraftlaus í gaer til ad druslast út í búd ad kaupa í matinn og núna sit ég heima hjá mér, nánast matarlaus og bíd eftir ad hungradir gestirnir komi hingad. Ég sé tvo kosti í stödunni:
a) Hringja í fólkid, afboda matarbodid og segja ad thad geti bara bordad heima hjá sér eins og edlilegt fólk.
b) Panta pítsu eda kínverskan handa fólkinu.
c) Fara út í kínabúd og leita ad einhverju aetu. Gestirnir verda bara ad láta núdlur med sojasósu, kexkökur og appelsínudjús á sídasta söludegi gott heita.
d) Ekki hringja í neinn en fara út, slökkva á gemsanum og koma ekki heim fyrr en lída fer á nóttina.
Kostur a) kemur ekki til greina. Thad er í haesta máta dónalegt og stúlka í minni stödu gerir ekki svona lagad. Kostur b) kemur ekki heldur til greina thar ed ég tími ekki ad panta mat handa svona mörgum, glaetan. Svo er d) enn thá meiri dónaskapur, sérstaklega thar sem ég bý úti í rassgati thannig ad ég er ansi hraedd um ad mannskapurinn verdi ad gera sér ógedsveitingar ad gódu.
Annars fórum vid í partý í Aluche í gaer, á sama stad og um áramótin. Thetta var threfalt afmaeli, finnskt, mexíkóst og thýskt og húsid gjörsamlega trodid af fólki. Lögreglan kom víst einu sinni eda tvisvar en allt fór nú vel fram. Nágrannarnir hafa bara ekki verid kátir med thann hávada sem skapast af hundrad manns samankomnum á 80 fermetrum. Vid fórum svo nidur í bae og dönsudum dálítid á Gran Vía. Lögreglan kom ekki thangad. Un beso, er farin út í kínabúd.

19.2.05

Ég er komin heim í heidadalinn..

Fúff, ferdin heim til Madridar gekk ekki eins og í sögu, nema ef vera skyldi spennusögu. Samansafn seinkana og stress yfir ad ná ekki tengifluginu í Kaupmannahöfn trufladi samt ekki blundana mína, ég svaf góda stund í bádum flugum og á Keflavíkurflugvelli. Verd samt ad vidurkenna ad ég var örlítid "nervus" ad fljúga í svona brjáludu vedri og ég var líka ogguponsulítid hraedd í leigubílnum á leidinni (leigubílstjórinn sem átti ad keyra mig á BSÍ var á leidinni til Keflavíkur og baud mér ad fara med fyrir minna en rútumidaverd) thar sem ekki sást milli bíla og vegurinn virkadi afar háll. Ég komst samt á leidarenda ad lokum og thad er fyrir öllu og í thokkabót var ferdin talsvert ánaegjuleg thar ed Björg Stebbamamma var flugfreyja, hún er svo indael.
Annars er skólinn byrjadur og ég enn thá óákvedin hvada fög ég aetla ad taka á endanum og hversu mörg. Finnsku 2 tek ég pottthétt og ég aetla líka ad reyna ad vakna snemma á morgnana og fara í sögu málvísinda hjá skemmtilega kennaranum. Planid er ad taka líka ordmyndunarfraedi og bókmenntafag sem fjallar um 27-kynslódina. Svo er spurningin hvad annad...kunningi minn maelti med einhverju sögufagi og líklega kíki ég á thad...annars er allt óljóst í bili.
Vid fórum út í gaer og thad var aldeilis gaman. :) Nenni ekki ad skrifa meira, aetla ad borda og fara út. Un beso.

17.2.05

Frábaerar fréttir

Ég komst í frábaert efni, MYNDIR AF SAETA HOLLENDINGNUM MARGUMRAEDDA!!!! Áhugasamir hafi samband vid undirritada og hún sendir um hael, sent verdur eftir rod beidna, fólk bedid ad sýna tholinmaedi.

14.2.05

Valentínusardagur

Vitrir menn segja mér að siðaskipti hafi þegar gengið í gegn hér á landi en sökum tengsla minna við kaþólsk ríki við Miðjarðarhafið skipa dýrlingadýrkunardagar eins og Valentínusardagurinn örlítinn sess í hjarta mínu, sérstaklega í dag þar sem ég fékk Valentínusarkveðju frá suðrænum vini (ekki nein ást þar á milli, bara vinakærleikur en ég er samt montin að hafa fengið kveðju á þessum degi). Ef ég tala beint út frá hjartanu þá finnst mér raunar afskaplega vitlaust að halda upp á þennan dag á Íslandi, ekki bara vegna þess að ég er bitur og eilífðareinhleyp heldur líka vegna þess að við höfum tekið upp nóg af erlendum siðum og eigum jú okkar eigin konu- og bóndadaga. Núna ætti ég kannski að vera sár yfir því að hafa engar ástarkveðjur fengið á konudeginum...ég er eiginlega farin í hring. ¡Andskotinn!
Annars vil ég þakka Jónasi nokkrum Magnússyni fyrir prýðilega veislu á föstudagskvöldið. Átti ég þar góðar stundir. Einnig vil ég benda lesendum bloggsins á þá hræðilegu staðreynd að Olsenbræðrum tókst ekki að sigra í dönsku forkeppninni á laugardagskvöldið og því mun rauðhært unglamb (háraliturinn eini jákvæði punkturinn) fara til Úkraínu og flytja hugljúft lag a la portuguesa. Ég óska honum alls hins besta. Að lokum vil ég þakka Gael García Bernal fyrir frábært framlag sitt til Bafta-verðlaunanna. Hann stóð sig eins og hetja í sætinu sínu, sat bara og var fallegur okkur áhorfendum til ÓMÆLDRAR gleði.