9.8.05

Heilsuklikkun?

Mér er farið að líða eins og ég vinni á Heilsuhælinu í Hveragerði. Ástæðan er sú að meðal starfsfélaganna er komið upp æði fyrir netsíðu nokkurrri, sem kynnir sig á eftirfarandi hátt:
Vefurinn hot.is (Heilsa og þjálfun) er aðallega hugsaður fyrir fólk sem stundar líkamsrækt og vill geta fylgst með mataræði sínu og árangri. Hérna getur fólk semsagt skráð inn hvað það borðar yfir daginn og sér þá strax næringarinnihald fæðunnar, sem og orkuskiptingu.
Það er frábært að fólk hugsi um heilsuna (já, hljómar ótrúlegt að ég segi nokkuð slíkt) en vinnufélagarnir voru á stuttum tíma, allir búnir að skrá sig á síðuna, og farnir að telja. Svo heyrðust spurningar eins og: Hvort settuð þið fiskinn inn sem fisk í ofni eða steiktan fisk? Ég verð að lækka mig í fitu, í kvöld borða ég bara salat. Já, ég er búin að setja kvöldmatinn inn og var bara nokkuð lág í hitaeiningum.
Mér er spurn hvort þetta sé hollt? Þýðir þetta ekki að fólk fær algjöra þráhyggju varðandi hvað það borðar eða borðar ekki og hættir að hafa gaman af því? Ég segi fyrir mitt óheilsuamlega leyti að ég hyggst halda mig frá www.hot.is og kaupa mér heyrnartól til að ganga með í vinnunni. Afsakið neikvæðnina.