5.8.05

Spennu í lífið

Eftir æsispennandi verslunarmannahelgi hefur vikan verið enn þá viðburðaríkari hér á Kleppsveginum. Hér hefur verið brotist inn, ég þurfti að fara með mömmu á slysó og í kvöld var keyrt á bílinn okkar og ökumaðurinn stakk af. Ef til vil kvartaði ég undan því að ég vildi fútt í tilveruna, en nú verð ég að útskýra mál mitt frekar, ég vil ekki svona fútt. Annars missti ég svo að segja af lokapartýi Nordjobbara þar eð ég var á slysamóttökunni í kvöld, rétt kíkti bara í blálokin, virtist ágætisstemmning á staðnum. Enginn grátur og gnístan tanna þar á bænum. Ætli fólk sé ekki bara fegið að losna héðan af glæpaeyjunni?
Á laugardaginn langar mig að fara og fylgjast með gay pride göngunni og við Freyja erum staðráðnar í að mæta á Nasa um kvöldið til að dansa en enginn annar en Páll Óskar er plötusnúður. Hverjir vilja með?