4.11.03

Edda fær mínar bestu þakkir fyrir dugnað í dansi á föstudags- og laugardagskvöld. Annars voru kvöldin ágæt. Á föstudag drakk Páll sig sauðdrukkinn ásamt vinkonu sinni Sigrúnu Þöll og þau máluðu bæinn rauðan og týndu okkur Eddu. Við Edda létum það ekki á okkur fá, héldum dansi okkar ótrauðum áfram á Felix þar sem margan skrítinn manninn var að finna, Óli bróðir dæmi sem aldrei klikkar. Þar dönsuðum við fram á rauða nótt (ýkjur, Edda þurfti að vakna klukkan hálfníu þannig að ég plataði hana bara svona einn aukaklukkutíma) og fórum heim með bros á vör. Eftir áhugavert grænmetisætumatarboð á laugardaginn, sem var alþjóðlegur VEGAN-dagur, fórum við aftur út að dansa en í breyttu hópsniði. Með í för voru Sigríður, Edda, Kristín Rut og Jónas Magnússon. Við fórum á Nasa þar sem Páll nokkur Óskar þeytti skífur mér til mikillar ánægju. Um það bil 95% af lögunum sem hann spilaði voru mjög vel danshæf og í skemmtilegri kantinum. Við vorum ekki einu kátu kúnnarnir það kvöldið, skyrtuklædd ljóska á rúmlega miðjum aldri naut sín í botn, reyndi við alla ungu mennina (held hennar mark hafi verið að þeir væru lágmark helmingi yngri en hún) og stökk upp á svið og söng í míkrafón (=bjórflaska) við lagið “I Will Survive”. Afskaplega skemmtileg sviðsframkoma hjá stöllu. Við báðum Pál að sjálfsögðu um eurovisionóskalög en vorum á útleið, fremur svekkt yfir að hafa ekki fengið að heyra júrópoppið okkar, þegar lagið hennar Selmu Björns fór að hljóma og við (nema Edda, fyrirgefðu peddið mitt) hlupum út á dansgólfið og dönsuðum við júrósyrpuna sem Palli verðlaunaði okkur með. ROOOOOSAGAMAN! Ég ætti kannski að fara leið sveitamanna og telja upp fólk sem ég hitti þessi tvö kvöld....nahh...vil samt nefna Svíann sem ég mætti í Bankastrætinu klæddum upp sem Madonnu, mjög hórulegum. Hann fær mitt hrós fyrir búning kvöldsins! Svo sá ég líka rassapönka!