6.11.03

Nú er illt í efni. Einhver óvæginn hefur skvett skyri fyrir framan Háskóla Íslands í morgun. Má vera að Helgi Hós sé kominn á ferð á ný en greinilega undir nýjum formerkjum, farinn að mótmæla íslensku menntakerfi, skólagjöldum eða lélegri þjónustu á Deli OG farinn að nota bláberjaskyr. Gaman að allri jákvæðri þróun, ekki satt? Annars vildi ég nota tækifærið og óska Elsu minni til hamingju með 16 ára afmælið. Ég reyndar hitti stöllu í strætó í morgun og gaf henni þá afmælisgjöf að kyssa hana ekki til hamingju (morgunandfýla) en ætla að hitta hana á eftir og leyfa henni að velja sér gjöf. Einhverjar hugmyndir?