15.11.03
"Æææææ" var það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég hreyfði mig í rúminu í morgun. Bakið á mér er helaumt eftir ríðingar gærdagsins. Við Leiri frá Laxnesi áttum nefnilega góða stund í morgunsárið og hann skilaði mér hálfdofinni í klofi, brjóstum og baki. Annars var gærdagurinn einstaklega atburðaríkur. Vitanlega átti ég skemmtilega stund í skólanum svo ekki sé minnst á vinnuna en einhverra hluta vegna þá þótti mér partýið í Norræna félaginu bera af. Þangað komu billjón Finnar og Danir og svo nokkrir Íslendingar og ég held að flestir hafi skemmt sér bærilega. Eftir partýið fórum við svo í Þjóðleikhúskjallarann á heimspekideildardjamm sem var ágætlega heppnað. Þar var dansað út í nóttina og sumir djúsuðu. Einstaklega skrítið kvöld engu að síður.........fúff........