5.11.03

Í gær héldum við annað nordklúbbskvöldið, sem tókst með ágætum. Á dagskrá kvöldsins var survivorleikur, eitthvað sem við vissum eiginlega ekkert hvernig ætti að vera. Við enduðum því bara á að fara í leikjakeppni, keppa í dansi, sjómann, uppröðun og svo var líka spurningakeppni. Drösull, lið skipað Páli, Elíasi, Lindu, Gyðu, Sigurrós og fleirum sigraði keppni kvöldsins. Til hamingju, Drösull! Meiri aumingjarnir í Lappaliðinu. :) Úff.....held ég hætti að blogga...þetta er leiðinlegasta blogg áratugarins.