10.11.03

Sem stendur er ég að fara í gegnum einhvers konar leiðindatímabil í geðdagatali mínu og finnst því fremur leiðinleg dagskráin hjá mér. Í dag var hún reyndar geysifull af áhugaverðum hlutum; fremur leiðinlegum málnotkunartíma klukkan átta (það á að banna að láta fólk mæta svona snemma í skólann til að tala!!! ég mun ekki hætta að impra á því), sýningu á La Colmena klukkan tíu, sem btw er mynd gerð eftir bók sem ég las fyrir bókmenntakúrsinn úti í Madrid...man einhver eftir kvörtunum mínum?.....Ég fór svo í ítölskutíma þrátt fyrir áform mín um að skrópa...kennarinn nefnilega gekk fram hjá mér og brosti og sagði "Ciao Alma" þegar ég var að læðast út úr aðalbyggingunni að ég hafði ekki geð í mér að mæta ekki. Konan sem átti að kenna mér í tímanum klukkan eitt var ekki mætt korteri síðar svo að við Palli ákváðum að fara á Alþjóðaskrifstofuna og spyrjast fyrir um Erasmusskipti. Þar var konan bara á Palla máli, sagði Bologna eflaust besta kostinn fyrir okkur.....grrr...mér reyndar líst ekkert illa á það, verður samt að koma í ljós. Svo var það bara beint í vinnuna....hingað til allt fremur leiðinlegt en það gerðist eitt fyndið. Við vinur minn, sem er níu ára, sáum Davíð Oddsson, ég benti pilti á fræga manninn sem var fyrir framan okkur eins og eðlilegt er. Byrjar þá piltur ekki að kalla á Davíð......"Hæ!" "Ertu ekki Davíð Oddsson?" Davíð heilsaði á móti og játti því. "Þú ert oft í sjónvarpinu, er það ekki?" "Jú stundum" svaraði Davíð á móti og áttu þeir þarna smá samtal á köllum meðan ég reyndi að benda barninu á að hætta að tala við Davíð enda einstaklega óþægilegt fyrir skuggakonu eins og mig. Davíð á samt hrós skilið fyrir að svara piltinum, heilsa og veifa honum að endingu, þrátt fyrir að hafa augljóslega verið að flýta sér. Þetta var svolítið skemmtilegt tilvik í dag. Líka gaman að stelpu sem var að tala mjööög hátt í gemsann sinn í strætó, að reyna að ráðleggja vinkonu sinni sem eflaust var í ástarsorg. Ég lærði sko mikið og vona að ég lendi bráðum í ástarsorg til að geta nýtt ráð þessa tánings.