20.1.04

Ég er eiginlega dálítið áhyggjufull í dag. Maðurinn sem ég hélt að væri orðinn strætófélagi var ekki í strætó. Reyndar er ég ekki hundrað og fimmtíu prósent viss þar sem ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég var rétt að koma í skólann að eitthvað hefði vantað, það væri gap í lífi mínu. Ég hef reyndar ekki talað við þennan strætófélaga minn en hann, eins og ég, tekur alltaf 9.30 vagninn í átt að miðbænum. Hann býr í háu blokkinni og kemur yfirleitt út á stoppustöð um það bil tveimur mínútum á eftir mér. Ætli hann hafi misst af vagninum í dag? Eða er hann kannski veikur? Kannski er hann bara "stollllker" á eftir mér sem safnar persónuupplýsingum um mig og er búinn að hakka sig inn á nemendasvæði mitt í Háskólanum. Það er kannski líklegri skýring. Í dag hefði ég nefnilega getað sofið út þar sem kennarinn minn var veikur en setti ekki tilkynningu um það fyrr en í morgun á Netið. Herra strætófélagi hefur örugglega lesið það og ákveðið að fara bara í 11.30 vagninn. Sorrý, herra, þarna gabbaði ég þig!