27.1.04

Það verður seint borið upp á mig að vera spéhrædd er ég hrædd um. Gegnum tíðina hef ég verið dugleg að bera bossa minn (já, þetta er ýkt) fyrir mönnum og konum sem á vegi mínum verða og það meira að segja án þess að fá borgun fyrir. (Ég sem sé strippa ekki á Óðal eða Bóhem, bara í búningsklefum leikfimihúsa, við stóra gardínulausa glugga og þess háttar). Nú er ég hins vegar farin að hugsa um að hætta þessum strípilátum og er einnig að velta fyrir mér að hafa samband við Íslanspóst og fá á hreint að póstmönnum fyrirtækisins sé boðið upp á áfallahjálp ef þörf krefur. Svo er nefnilega mál með vexti að í gærkveldi var ég heima í rólegheitum, skellti mér í bað og lá svo fyrir framan sjónvarpið í baðsloppi með handklæði vafið um hárlubbann og hauslíkið. Hljómar þá ekki dyrabjallan. Ég geng að sjálfsögðu til dyra eins og ég klædd og á móti mér kemur vægast sagt skelkaður maður sem neitar að trúa því að hafa hringt á réttu bjölluna. Ef þennan mann hefur ekki dreymt illa, veit ég ekki hvað. Hvort ástæðan er hræðsla við ungdömur í baðsloppum einum fata eða það að ég hef viðrað klobbann eða hrist út öðru brjóstinu fæ ég aldrei að vita.