14.1.04

Ég velti því lengi fyrir mér í gærmorgun hvort mögulegt væri að ég hefði eitthvað ruglast í tímatalinu. Mér þótti bara ómögulegt að vika væri liðin frá því að skólinn byrjaði. Það reyndist nú samt satt og í dag er meira en vika liðin! Ég verð komin á elliheimili áður en ég veit af. Í gær hitti ég Elías, sem er snúin aftur á klakann eftir jóladvöl í Galicíu. Hann bauð mér að borða paellu með honum og tveimur vinkonum, vel matreitt hjá pilti. Annars lýsi ég nú eftir Kanadafara. Hún Katie, vinkona Elíasar frá Kanada, gaf mér svo gott nammi. Það er eins konar smarties sem er ekki fyllt með súkkulaði heldur hnetusmjöri. Mjöööög gott! Það rifjaðist upp fyrir mér hversu veik ég er fyrir hnetusmjöri...Annars eru allar einkunnir komnar í hús og því ljóst að þessum 20,5 einingum er lokið. Vííííí! Svo að ég rjúki úr einu í annað...síðan ég byrjaði að læra ítölsku hef ég vanið mig á að kveðja mömmu notandi þetta ágæta tungumál. Mamma lærði ítölsku á sínum tíma og svarar mér vitanlega á móti og hefur þetta verið okkur hin besta skemmtun. Í gær, hins vegar, var mamma í vinnunni og einn af tæknimönnunum var þar. Blessaður tæknimaðurinn horfði á mömmu í forundran þegar hún kastaði Ciao-kveðju á hann...kannski ég ætti bara að tala íslensku á heimilinu í stað þess að valda því að mamma gerir sig að fífli..naahh.