11.1.04
Jæja, þetta var nú bara ágætis helgi eftir allt saman. Ég gerði vitanlega lítið af viti. Á föstudag fór ég reyndar í partý til Ásdísar H. og svo út á trall á eftir. Stefnan var sett á Hverfisbarinn, aðra helgina í röð. Og já, ég talaði um röð, það er jú yfirleitt nokkuð sem fylgir ferðum á Hverfisbarinn en ekki þetta föstudagskvöldið. Við komumst beint inn. Á Hverfisbarnum var ágætisfjör þótt ég hafi verið fremur ósátt við Freyju fyrir að ná sér ekki í einn af ungu mönnunum sem þarna voru. Shame on you, Freyja! Á laugardaginn fór ég líka út, þá á Felix, Celtic og Sólon, en nenni ekki að tala um það. Vil frekar mæla með The Bagel Company. Þjónustan þar er heldur stirð, mamma fékk ekki laukbeyglu með súpunni sinni heldur bláberjabeyglu og þá seint og um síðir og það vantaði majónesið á beygluna mína en samt mæli ég með staðnum. Beyglan hefði nefnilega verið ljúffeng hefði ég fengið mitt majónes, virkilega flott og það er ekki svo dýrt þarna. Jidúddamía, þetta er að verða afskaplega leiðinlegt blogg, fer illa við flott útlitið! Held ég hætti í bili....bara eitt...Rodrigo Santero er kroppur dauðans! Er sannfærð eftir ferð númer tvö á Love Actually.