4.1.04

Sigríður, systir mín, hélt upp á tugina tvo í gærkveldi þótt reyndar hefði hún fyllt þá fyrir mánuði síðan. Veislan var nokkuð skemmtileg, veitingarnar sem mamma hafði fundið til góðar og leikir skipulagðir af ráðskonu einkar fyndnir og skemmtilegir. Þarna var margt góðra manna, starfsfélagar úr vínbúðinni, skólafélagar Sigríðar úr Menntaskólanum og svo nokkrir í viðbót sem tengdust á annan hátt. Eftir að foreldrarnir sneru til baka fórum við nokkur í bæinn. Við byrjuðum kvöldið á Felix en fórum svo á Hverfisbarinn. Þar var vitanlega löng röð en vinur Sigríðar, Kreuzer að nafni, smyglaði okkur inn með lymskulegum brögðum. Á Hverfisbarnum var því dansað dátt fram eftir nóttu. Vel heppnað janúardjamm! Megi djömm ársins verða í svipuðum dúr.