11.1.04

Haha, ég fór að hugsa og mundi eftir einu sem vantaði varðandi frásagnir helgarinnar. Í gær vorum við nefnilega á Sólon og urðum fyrir því að blotna. Nei, ekki vegna þess að við sáum svona flotta gæja, og heldur ekki út af rigningunni (jú reyndar líka). Nei, nei, það var vegna þess að við hlið okkar dansaði maður sem var svo sveittur að hann leit út fyrir að hafa farið í sturtu í fötunum. Ég ýki ekki. Það skvettust frá honum droparnir og svo klesstist hann stundum á mig og ég fékk svitabletti í fötin mín. Óóóógóóóóó!