4.1.04

Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baaaakaaa. Spurning hvort það sé sem betur fer eða ekki. Ef árið 2003 hefði ekki gengið í garð hefði ég ekki...
-orðið virðulegur háskólanemi hér á Íslandi sem svífur á milli bygginga í vímu visku og þekkingar
-farið til Finnlands og lært að segja plastpoki á finnsku.
-unnið hjá Telepizza og lært að rúlla pizzadeig í höndunum.
-notið þess að stunda enga líkamsrækt.
-ræktaði hugann með því að ná 1400 stigum í Snake í nýja gemsanum mínum.
-ákveðið að vinna ALDREI aftur í Álfalandi.
-séð Shakiru á tónleikum, ég með 39 stiga hita, Shakira í banastuði.
-lært að þekkja nokkra fastakúnna í Vínbúðinni, hver öðrum verr lyktandi.
-hangið á kaffihúsum tímunum saman í stað þess að lesa spænska málfræði.
-kynnst fullt af skemmtilegu fólki og nokkrum leiðinlegum, og fundið mér MAAAAARGA leynilega ástmenn.
-verið með í virkjun Nordklúbbsins.
-fattað af hverju Scarpe-gönguskórnir heita þessu nafni.