24.11.04
Ferdasaga?
Mér finnst eiginlega hálfleidinlegt ad skrifa ferdasogur svona longu eftir á. Reyni samt ad byrja adeins. Ferdalagid til Sviss var hid besta. Vid flugum til Genfar á fimmtudagsmorgni og gistum á hosteli thar eina nótt. Planid hafdi verid ad vera thar thrjár naetur en vid haettum skyndilega vid vegna thess hversu starfsmadur hostelsins var dónalegur. Ég sé ekkert eftir thví. Genf er afar falleg borg og útsýnid yfir vatnid glaesilegt. Kuldinn thar var reyndar gífurlegur og verdlag svakalegt. Sumt var dýrara en heima á Íslandi!!!!! Vid tímdum thar af leidandi ekki ad fara á veitingastadi og bordudum bara mat úr súpermorkudum og tvisvar á McDonald´s. Mér finnst thad reyndar skammarlegt en ég hugga mig vid thad ad á McDonald´s voru asískir dagar og ég prófadi baeti Tariaky borgara og karrýkjúklingapítu. Á fostudaginn heimsóttum vid adsetur Sameinudu thjódanna í Genf undir dyggri leidsogn Pascals, sem er geysimyndarlegur tungumálamadur. Hann taladi fallega ensku, fronsku og svo thýsku. Vonandi talar hann ekki líka spaensku thar ed hann hefur thá getad heyrt tal okkar Jordi um hann. Slíkt kaemi sér illa fyrir okkur. Eftir Sameinudu thjódirnar og rússnesku kirkjuna fórum vid med lest til Lausanne (thar var Júróvisjón haldid) thar sem vid gistum á hreinasta hosteli sem ég hef stigid inn í, med útsýni yfir Genfarvatn úr herbergjunum (og svalir í sumum herbergjum) og í thokkabót var starfsfólkid ótrúlega indaelt. Ég maeli eindregid med stadnum. Lausanne er falleg borg og jafnvel skemmtilegri en Genf. Útsýnid er frábaert og allt mjog hreint. Goturnar samt afar brattar, naestum eins og í Istanbúl. Frá Lausanne tókum vid svo lest til Montreaux og gengum thadan ad kastala sem er í svona klukkutíma gongufjarlaegd. Montreaux er fyrrum heimabaer Freddy Mercurys og thar má finna styttu af honum.....aei...thetta er svo leidinlegt ad ég haetti. Au revoir!