3.11.04

Töff -engin spurning-

Já, konan sem tekur sama straetó og ég á morgnana er lifandi godsogn ad mínu mati. Thetta er afskaplega venjuleg kona, brúnhaerd med brún augu, held ég, og ekki áberandi ad neinu leyti nema thví ad hún gengur í einhverjum flottasta jakka sem ég hef séd. Munid thid eftir Hensongallatímabilinu og apaskinnsgollunum? Jakkinn, sem konan gengur í, er ad ég held frá svipudu tímabili. Hann er úr einhvers konar glansandi efni, líklega vatnsheldu, sem vaeri ekki í frásogu faerandi nema vegna thess ad litirnir eru FRÁBAERIR; neonbleikur, neonfjólublár, neongraenn og svo hetta í neonappelsínugulu. Ef einhver getur sagt mér hvar ég fae svona jakkka, vinsamlegast hafid samband!
Annars var ég í Sevilla um helgina og skemmti mér konunglega. Thetta var ferd skipulogd af Erasmusnemendafélaginu svo ad andrúmsloftid var afar althjódlegt. Vedrid var leidinlegt en thad gerdi ekkert til. Haldid var stórt partý á báti sem sigldi med okkur um Guadalquivir, fyrir thad botellón, dómkirkjuskodunarferd, Alcazar, partý á heimavistinni, út á diskótek og svo var komid vid í Córdoba á leidinni heim. Maeli med arabíska veitingastadnum rétt hjá moskunni, thjónninn er rooosasaetur!
Ad enn odru. Ég vil fá jólagjafaóskalista frá ykkur, takk. Gjafirnar verda ad vera mjog léttar.