15.11.04
Saelgaetisfíkn
Ég er hálfpartinn eftir mig eftir thessa helgi thrátt fyrir að hafa verið nokkuð róleg, aldrei thessu vant. Á fostudaginn leigdi ég stórmyndina "Recién Casados" (="just married" held ég á ensku) og át nammi uppi í sófa med Jordi. Ég maeli ekkert sérstaklega med thessari mynd thótt kaerastinn hennar Demi Moore (nv. eda fv.) sé nokkud saetur. Á laugardaginn skellti ég mér í baeinn ad kaupa jólagjafir og endadi á thví ad kaupa mér bol og kjól. THID VERDID AD SEGJA MÉR HVAD THID VILJID!!! Um kvoldid fór ég svo út ad borda med Clarisse og foreldrum hennar á frábaeran baskneskan veitingastad. Ég held ad samband okkar sé komid á alvarlegt stig úr thví ad ég var kynnt fyrir foreldrunum. Annars eru their eru mjog indaelir og med álíka skemmtilegan húmor og Clarisse sjálf.
Eftir matinn fór ég ad hitta krakka sem ég thekki pínulítid í theirri trú ad fleiri Erasmusnemar myndu koma. Sú vard ekki raunin. Ég var eini útlendingurinn en félagsskapurinn var gódur svo ad thad kom alls ekki ad sok. Vid aetludum á diskótek nálaegt Moncloa en haettum skyndilega vid thegar upp kom ad karlmadurinn sem var med í for hefdi thurft ad borga fimmtíu evrur til ad komast inn, stúlkur aftur á móti fengu ókeypis. Myndi svona kynjamisrétti vidgangast á Íslandi? Mér finnst thetta til háborinnar skammar, satt best ad segja. Ég man eftir svipudu í Stokkhólmi (af ollum stodum) en thar var verdmunurinn lítill. Úr thví ad vid haettum vid thetta diskótek ákvádum vid ad fara í partý hjá einhverjum ítolskum gaeja, sem ég veit ekki enn thá hver er. Eftir langa lestarferd og álíka langa leit fundum vid íbúdina, sem hefdi ekki verid erfitt hefdum vid bara hlustad eftir hávada. Ég segi ekki annad en ¡Vesalings nágrannarnir! Á stadnum var plotusnúdur og búid var ad setja plast á gólfid (eins gott, ég er svo dugleg ad sulla). Íbúdin var trodin af fólki en thetta var samt bara nokkud gaman! Tharna var mergd af Ítölum og nokkrir Erasmusar. Vid ákvádum svo ad fara í baeinn, nokkur, en á endanum tókum vid bara straetó heim. Fólk var ordid of threytt...tsk tsk. Jaeja, nóg í bili....kyss kyss.