31.12.02

Var ad heyra thaer stóru fréttir ad Stefán fari sífellt fríkkandi.
Jaeja, nú er Hrefna farin heim. Vid brolludum ýmislegt ádur en hún fór úr landi. Medal annars fórum vid í leikhús ad sjá My Fair Lady, afskaplega gaman, og út ad borda á kínverskan stad. Maturinn thar var slaemur og thjónustufólkid dálítid sérstakt. Einn thjónanna var eins og mafíósi, gekk um og greip tómar vatnsfloskur og virtist ekki vilja ad neinn taeki eftir. Annar hló ad okkur thegar vid pontudum líter af vatni og kók og spurdi okkur thrisvar hvort vid vildum orugglega svona mikid. Svo fór hann og sagdi hinu thjónustufólkinu frá thessum skrítnu drykkfelldu stelpum. Edda og Hrefna opnudu augu mín fyrir tískufyrirbaeri hér í borg. ALLIR ganga med burberry trefla, regnhlífar, húfur, toskur og svo framvegis. Vid toldum naestum hundrad hluti á thremur klukkutímum í baenum. Ótrúleg tíska sem naer til allra aldurshópa. Annars var ég raend um helgina. Til allrar lukku var ég ekki med mikinn pening í veskinu sem var tekid (budda sem ég hafdi keypt á markadi tveimur klukkutímum ádur, thriggja evru virdi), bara smápeningar en mánadarferdakortid mitt var tekid. Kannski hefur thetta bara dottid úr vasanum..efast samt um thad. Bolvadur lýdurinn í Madrid! Takk fyrir ágaett ár! Alma. p.s. Sá dauda rottu á gangstéttinni fyrir utan húsid mitt. Eva.....er súrrealid ad byrja aftur? dududududuuuu

26.12.02

Halló halló og GLEDILEGA HÁTÍD!!!!! Ég thakka ollum kaerlega fyrir mig, kort og sendingar af ollu tagi. Jólahald í Cebererosgotu fór ágaetlega fram, hnetusteik, salat, graenmetiskássa og brún hrísgrjón á bordum. Frumlegt, en ekki slaemt, nema sveppasósan sem ég gerdi, hún var óaet. Ég held ég leggi eldamennskuna á hilluna. Hédan í frá birti ég bara uppskriftir úr bókum (til daemis Braudréttabók Hagkaups, Takk Valgerdur!) á blogginu mínu. Thetta var ágetiskvoldstund og ég saknadi lambahryggsins ekkert sérlega mikid. Aftur á móti grét ég mondlugrautinn!!!! Góda nótt!

21.12.02

Halló, halló! Wie geht´s? Snjókorn falla á allt og alla nema mig og Spánaaaarbúúúaaaa.....Ég er komin til Barcelona og nýt vedurblídunnar hér. Eftir ad hafa eytt nóttinni vid hlidina á furdufuglslegum manni í rútunni (hann gagnrýndi teppid mitt!!!) og á umferdarmidstod ad borda naetursnarl med bekkjarsystur minni (hún var í rútunni mér til mikillar undrunar) drap ég tímann á rútustodinni og flugvellinum vid lestur barnabóka (Christine Nostlinger er algjor snillingur) thar til Hrefna steig á spaenska grundu. Vid komum okkur fyrir á brádskemmtilegu hosteli stadsettu í hlidargotu Romblunnar thar sem okkur til hjálpar var konan med hárid (út úr faedingarblettinum), indael med eindaemum. Ef einhver er ad leita sér ad kvenkyns maka, thá vitid thid hvert skal fara, á Ideal Youth Hostel. Vid Hrefna eyddum deginum í vitleysu. Fórum fyrst og fengum okkur ad borda á veitingarstad í verslunarmidstod (Sigga og Eva, thar sem tattústofan var thar sem thid vorud ad paela í ad láta húdflúra ykkur) afskaplega bragdvonda rétti. Til ad baeta upp fyrir hraedilegan matinn (og fylla mallakútinn) fengum vid okkur vofflur vid hofnina og settumst á bekk ad slafra í okkur. Á bekknum var kona sem byrjadi ad tala vid okkur, baskneskur sálfraedingur sem vinnur vid einhvers konar mannfraedirannsóknir og skrifar baekur. Hún fór ad tala medal annars um mentalidad (afsakid spaenskuslettu) Spánverja og stuttum ordum tók hún saman úrdrátt úr ollu thví sem ég hef laert í háskólanum hér, taladi um sogu, listasogu, mál, landafraedi Spánar og svo framvegis. Afskaplega áhugavert. OG hún endurtók nákvaemlega thad sem soguprófessorinn minn (sem by the way fór ad raeda vid okkur um kynlíf og ástarsambond sín um daginn) sagdi okkur á fostudaginn. Afskaplega indael kona og sagdi okkur margt snidugt. Vid túristudum svo adeins og skodudum jólamarkadi. Hrefna keypti sér svona líka fína húfu, afskplega kátlega. Vid fórum svo og keyptum mat í súpermarkadi og gengum med heim, sem gekk ekki slysalaust fyrir sig. Vid rákumst á jólasvein (ekki sá fyrsti sem vid rákumst á thann daginn) sem KYSSTI MIG!!!! Thetta var sko enginn Giljagaur, thessi var haettulegur. Annars er thad ofsalega fyndid (er ég ad endurtaka mig?) hvad spaenskir jólasveinar eru dokkir á brún og brá og svo med skjannahvítt skegg. Aegilega hlaegilegt. Jaeja, vid erum búnar ad borda á torgi og aetlum heim í baelid med Bandóstelpunum okkar.....reyndar ekki heim...á hostelid til hárkonunnar. Góda nótt!

17.12.02

Ok, ég er komin med einhvers konar hrornunarsjúkdóm, thad er nokkud ljóst. Ok ad ég finni ekki símanúmer aftur og muni ekki hvar ég skrifadi thau en thad sem ég gerdi núna er alveg......Mig langadi svo í ananassafa um daginn med kvoldmatnum og fór ad leita. Ég var alveg viss um ad ég aetti en mundi ekki alveg hvort hann vaeri í ísskápnum eda skápnum, ég hafdi verid ad bauka med hann sama dag, thad mundi ég en ég gat engan veginn fundid safann. Drakk thví vatn. Ádan fann ég safann! Í FRYSTINUM!!!! Mundi thá eftir thví ad ég aetladi ad kaela hann í smástund! Thetta er kalk á slaemu stigi! p.s. Frosinn ananas- og vínberjasafi er alls ekki sem verstur.
Hae, hae! Jólin nálgast! Erud thid komin í jólaskap? Eflaust allir farnir ad hlakka til jólaveislunnar sem Palli aetlar ad halda á threttándanum, ekki satt? Hahhaha....jólaandinn er adeins farinn ad nálgast mín híbýli. Ég skreytti pottaplontuna í stofunni og keypti tíu sentimetra hátt jólatré á fimmtíukall (Edda, allt fyrir thig!) Thetta svínvirkadi. Ekki skemma allar jólagjafirnar sem ég er búin ad fá sendar, ást í kassa, gladningur frá Viggo og ég veit ekki hvad og hvad. Konan á pósthúsinu er farin ad thekkja mig. Ég fór í dag, og hún spurdi mig hvort thetta faeri ekki í venjulegan póst eins og venjulega, hvernig pakkarnir skiludu sér til Finnlands, hversu langan tíma thad taeki og svo framvegis. Aegilega indael. Í dag kom mjúkur pakki frá Jennu í fallegum jólapappír. Mér til mikls ama er ég farin ad thjást af minnisglopum og slódahaetti. Ég skrifa nidur símanúmer í sífellu en finn thau aldrei aftur. Thetta er ordid mjog slaemt. Getur thetta verid vítamínskortur eda er ég bara farin ad eldast? Um daginn var afskaplega áhugaverdur tháttur í sjónvarpinu, EL TEST. Thessi tháttur byggdist upp á greindarvísitoluprófi og í sjónvarpssal voru nokkrir mismunandi hópar sem kepptust um haestu greindarvísitoluna, kennarar, nemendur, hjúkrunarkonur, slokkvilidsmenn, fraegir (ekki thekkti ég nú nema helminginn), skollóttir og ljóskur. Ad auki tók thátt fólk gegnum Internetid og byggdust nidurstodurnar (held ég) einnig upp á thví ad einhverju leyti. Af theim sem kepptu í sjónvarpssal kom sigurvegarinn í einstaklingskeppni úr hópi kennara, thad kom mér ekki mjog á óvart fyrr en ég heyrdi ad hann var leikfimikennari. Go Ragna Lára, go Ragna Lára! Sigurvegararnir voru samt ekki kennararnir (sem by the way hrópudu "Thad borgar sig ad laera, thad borgar sig ad laera", mikil stemmning í salnum), heldur slokkvilidsmennirnir. Thetta hefdi ég ekki ímyndad mér fyrir tháttinn. Eru their hjá neydarlínunni heima svona klárir? Nedstar voru ljóskurnar en á haela theirra komu skallarnir. Mér til mikillar maedu maeldust konur lélegri en karlar (af hverju er ég ad koma thessu á framfaeri?) og fiskar voru ekki sérlega ofarlega af stjornumerkjunum. Ábyggilega einhver villa í gangi! Ást og fridur, Alma.

14.12.02

Sael og blessud! Núna nennir eflaust enginn ad lesa, allir á fullu í prófalestri. Gangi ykkur ollum vel! :o) Núna er ég ad borda jólasmákokur. Ég bakadi nefnilega ádan! Thad tók langan tíma og var pínulítid leidinlegt (miklu skemmtilegra ad baka heima) en útkoman var ekki sem verst midad vid hvad spaenskt hráefni er skrítid. Annars er lítid ad frétta hédan. Steve er ekki enn thá kominn í heimsókn og ekki veit ég hvenaer hann kemur, á von á honum á naestu dogum. Svo virdist sem ég hafi skilid jólaskapid eftir á Íslandi. Getur einhver sent mér thad? Sama hvad ég reyni, gengur leitin ad jólaandanum ekkert. Ég er búin ad kaupa mér jólageisladisk ad hlusta á, opna jóladagatalid med spenningi, fór nidur í bae ad skoda jólaskreytingarnar..hvad meira get ég gert? Reyndar hlakka ég rosalega til thess ad fara til Barcelona ad saekja Hrefnu og Eddu. Thad verdur alveg frábaert. Ég er ekki enn thá búin ad panta hostel eda hótel en er ad skoda moguleikana. Margt kemur til greina! :) Verid hress og kát! Alma palma skítaralma.

7.12.02

Halló! Hvernig gengur desember hjá ykkur? Hjá mér gengur hann ágaetlega, átti reyndar í vandraedum med ad opna sjounda gluggann á dagatalinu. Mmmm er ad borda pizzuafgang sídan í gaer. Vid Rosa bjuggum til pizzu, sem lukkadist alveg prýdilega. Gaman fyrir ykkur ad vita thad! :o) Á fimmtudaginn sýndi hópur úr spaenskum fraedum atridi úr spaenskum leikritum í leikhúsinu heimspekideildarinnar. Thad tókst rosalega vel, sérstaklega ef midad er vid hversu lítinn tíma thau hofdu. Thau sýndu medal annars atridi úr Krámpack, leikriti um tvo stráka sem sem eru ad uppgotva samkynhneigd sína (afskaplega áhugavert og skondid) auk thess sem rússnesk stelpa flutti eintal úr einhverju verki, sem ég skildi ekki neitt í. Í gaer var frídagur á Spáni, dagur stjórnarskrárinnar eda eitthvad svoleidis, eiginlega sautjándi júníinn hjá theim. Yndislegt ad geta hangid heima og gert ekki neit. Ég fór ekki út úr húsi! :) Sjáumst, Alma.

2.12.02

Ég gleymdi ad segja ykkur frá dálitlu undarlegu. Vid Rosa leigdum spólu á laugardagskvoldid og fórum á nýja videoleigu sem búid er ad opna í gotunni. Vid vorum heillengi tharna ad velja og eyddum líka longum tíma í ad búa til skírteini fyrir Rosu. Pilturinn sem var ad vinna tharna (Sudur-ameríkani, heyrdum thad á framburdinum) rétti okkur svo moppu og sagdi ad vid gaetum líka valid úr thessum myndum en sjálfur smeygdi hann sér svo bak vid. Hvad haldid thid ad mappan hafi innihaldid? Klámmyndir!!!! Lítum vid út fyrir ad vera klámsódar? Í dag beid mín stórt umslag í póstkassanum (beyglad ad venju, ég lem brádum bréfberann), dagatal med myndum af Íslandi frá Jennu! Ég aetla ad fara ad monta mig af landinu mínu! :)
Halló palló! Til hamingju elsku Britney mín! Og Sigga, til hamingju med gaerdaginn! Gledilegan desember thid hin! Mér finnst afskaplega ánaegjulegt ad thessi mánudur sé kominn, sérstaklega núna síddegis í dag thegar ég er búin í soguprófinu. Tilraunir mínar til ad koma mér í jólaskap hafa samt sem ádur ekki gengid sem skyldi. Jóladagatalid og adventukransinn (skál med fjórum sprittkertum sem ég keypti í "Todo cien" -allt á hundrad kall-) reyndar hjálpadi pínulítid. Eftir prófid gekk ég í Metró med jólatónlist í eyrunum en einhvern veginn var jólastemmningin ekki alveg ad fanga mig í sólskininu og audar gangstéttirnar minntu ekki neitt á jólin. Núna krossa ég bara fingur og bid til Geirs ad thad snjói. Annars er lítid sem ekkert ad frétta. Ég eyddi helginni í sogulestur og skemmti mér sídur en svo vid thá idjuna. Á fostudaginn fór ég reyndar í El Corte Inglés (búd á morgum haedum thar sem faest allt milli himins og jardar) og gerdi jólainnkaupin, fyrsta hluta jólainnkaupanna, réttara sagt og hitti svo hann Jose intercambiostrák. Nú er ég bara ordin leidinleg svo ad ég haetti. Verid hress og kát og ekkert fát! (Thad er á tali hjá mér! )

24.11.02

Ohhhhh, leidindi og eintóm leidindi. Yahoo.com virkar ekki og ég get ekki lesid oll skemmtilegu emailin sem thid hafid ORUGGLEGA sent mér um helgina. :o) Ég fór med Rosu til Segovia á fostudaginn og vid komum heim núna seinnipartinn. Mamma hennar er ofurindael, beid okkar med kvoldmat. Heima hjá Rosu er yfirleitt alltaf thríréttad. Eins gott ad ég dvaldi ekki lengur hjá henni, ég hefdi sprungid úr spiki. Í Segovia sá ég helstu túristastadina, vatnsleidsluna (acueducto), dómkirkjuna og kastala. Einnig skodudum vid nýja húsid hennar Sote, en helsta tómstundagaman Rosu og félaga virdist vera ad skoda nýju húsin sem thetta lid er ad kaupa sér. Húsid hennar Sote var ekki alveg jafnstórt og húsid hennar Lídíu (vinkonu hennar Rosu í Guadalajara) en samt ábyggilega tvofold íbúdin okkar á Kleppsveginum. Sote var samt ekki flutt inn frekar en Lídia, hvorug á húsgogn! Vid hittum líka born bródur hennar Rosu, Díonu 2ja ára og Jorge 6 ára. Thau eru yndisleg baedi tvo. Díana er ad byrja ad tala og laerdi ad segja nafnid mitt, annad nafnid sem hún laerir. Rosa fékk aftur á móti nafnid Rana, sem er einhver persóna úr "Sesamy Street". Vid fórum adeins út baedi kvoldin, medal annars á nordur-afrískt kaffihús thar sem fólk reykti berjavín med hálfgerdum hasspípum, algjorlega fyrir ofan minn skilning. Strákarnir í Segovia eru ekki jafnsaetir og piltarnir í Cáceres. Ae, ae, ég var alveg búin ad gleyma thví ad thett á ad vera matreidsludagbók. Jaeja, ég get sagt ykkur ad ég bordadi saltfisk í tómatsósu, afskaplega áhugavert. Annad sem ég áttadi mig á tengist matarvenjum Spánverja. Svo virdist sem their blandi nánast aldrei tveimur réttum á disk. Ef thú bidur um lambalaeri , faerdu bara kjot, ekkert graenmeti eda kartoflur. Eitthvad fyrir thig, Eva! Nenni ekki ad skrifa meira. Maeli med thessari sídu, thetta er saetur strákur: http://www.portalmix.com/triunfo/manuelcarrasco/biografia.shtml

21.11.02

Jaeja, thetta blogg er ekki lengur dagbók mín frá Madrid. Nei, ég aetla ad breyta thví. Ég vil verda nýja Nigella Lawson og geri rád fyrir thví ad Matreidslublogg Olmu sé fyrsta skrefid. Erud thid ekki alveg á thví? Í dag reyndi ég ad búa til spaenska tortillu, eggjakoku med kartoflum fyrir thá sem ekki thekkja inn á spaenska matargerdarlist. Thetta var mín fyrsta tilraun eftir ad hafa fylgst med Rosu búa til tortillur af mikilli list. Thad gekk vaegast sagt illa. Ég gat steikt kartoflurnar, thaer virtust ekki vera vandamálid og allt thar til ég thurfti ad snúa kokunni vid. ÉG MISSTI HANA!!! Helmingurinn af tortillunni datt sem sagt á eldavélina. Ekki gott mál thad! Thrátt fyrir thad, bragdadis thad sem mér tókst ad veida upp á ponnuna afskaplega vel og ég er bara nokkud stolt af fyrstu tortillunni minni. Bídid bara thangad til ad ég kem heim og býd ykkur í mat! Annars vildi ég deila med ykkur uppskrift, ekki ad tortillunni, sú uppskrift er leyndarmálid mitt, heldur ad túnfiskspasta. Thad sem thid thurfid er eftirfarandi: slatti af pasta (fyrir einn til tvo) dós af túnfiski í jurtaolíu egg (eitt stykki er ágaett) paprika (skorin í bita, gjarnan raud eda graen) salt pipar eitthvad gott krydd....perejil til daemis....veit ekki hvad thad er á íslensku Adferd: Pastad er sett í pott og naestum sodid, rétt ádur en thad er sodid er nefnilega rád ad baeta paprikunni út í. Paprika og pasta er látid malla orlitla stund í vidbót og vatnid svo síad frá. Thessu er svo skellt aftur í pottinn med túnfisknum, sem best er ad mauka adeins í ádur, og egginu (orlítid pískudu vitanlega) er svo hellt út í. Kryddinu er svo baett út í thegar thig lystir. Látid malla í orfáar mínútur og er svo tilbúid á diskinn......mmmmmmmmmm.....:) Finnst ykkur túnfiskur kannski vondur? Thad fannst mér reyndar thangad til í Madrid. Á morgun fer ég til Segovia med Rosu. Hún spurdi mig í dag hvers vegna ég vaeri ekki spenntari, á morgun vaeri ég ad fara til bestu borgar Spánar. Stór ord thad! Ást, Alma.

20.11.02

Húrra, húrra, húrra! Edda aetlar ad koma í heimsókn um jólin!!! Thad er stadfest! Vid pontudum saman far fyrir hana ádan. Hvenaer komid thid hin? Hrefna, vinnufélagi minn úr Álfalandi, kemur líka, thad var reyndar ákvedid fyrir longu. Gaman, gaman!

19.11.02

Thad er roooosalega mikil rigning í Madrid. Konan á nedri haedinni verdur ábyggilega fokill af thví ad ég er med saengurfotin mín hangandi hálfpartinn fyrir glugganum hjá henni og ekki eru thau ad fara ad thorna á naestunni. Ég fór í ferdalag um helgina med Rosu og skólafélogum. Vid fórum til Extremadura, sem er ein af fátaekustu sýslum (autonoma) Spánar, ekki svo langt frá landamaerunum vid Portúgal. Vid heimsóttum thrjá stadi, Cáceres, Mérida og Trujillo. Segir thad ykkur eitthvad? Mérida er gomul rómversk borg og thar sáum vid medal annars rómverkst leikhús og hringleikhús....hmm kann ekki alveg ad thýda thetta "anfiteatro". Leikhúsid var rosalega flott. Ég myndi sýna ykkur mynd en ég GLEYMDI MYNDAVÉLINNI HEIMA!!!!!!!! Arrrgh! Vid gistum í Cáceres, sem er saemilega áhugaverdur baer listalega séd og thar er skemmtilegur arkitektúr. Thad áhugaverdasta thar var samt hversu myndarlegir piltar voru thar. Rosa, Anja og ég fórum út ad fá okkur ad borda um kvoldid og fórum svo á bara ad dansa pínulítid og ég get svarid thad, nánast allir karlmennirnir á barnum voru myndarlegir. Í Cáceres myndast sérkennileg stemmning eftir midnaetti. Ungmenni baejarins safnast thá saman á adaltorginu og drekka. Thegar vid komum út af barnum var torgid fullt, í tvofaldri merkingu ordsins. Ég held ég sé ad fá hálsbólgu, ábyggilega eftir ad sofa í ískalda hótelherberginu í ferdalaginu.....bless bless!

12.11.02

Úff, ég fae heimskutilfinningu af ad lesa blogg annarra, sérstaklega Siggu systur. Vildi bara segja ykkur ad Miguel var pínulítid óthekkur í dag. Ást, Alma.

10.11.02

Gódan og blessadan daginn! Jaeja, langri og strangri viku lokid. Einhverra hluta vegna fannst mér ég hafa óhemjumikid ad gera. Eftir á ad hyggja var thetta fremur róleg vika. Mér líst bara ágaetlega á enskukennslustarfid mitt. Strákurinn er kátur og pínulítill grallaraspói. Gaman ad honum! Pabbinn er líka elskulegur en mommuna hef ég ekki hitt aftur. Ég er ekki viss um ad henni hafi litist á mig í upphafi. :oI Ég fór í spaenskt bíó í fyrsta sinn á fostudaginn med Jose, intercambiovini mínum. Vid sáum mynd sem heitir "Bienvenidos a Cullinwille" eda eitthvad álíka. "Welcome to Cullinwille" á ensku, held ég. Ég maeli ekki med henni. Hafid thid séd hana? Fannst ykkur hún ekki frekar dauf og stutt? Eftir bíóid fórum vid svo á einhvern bar í pínustund. Thad var ágaett, baetti upp ad vid Rosa gátum ekki farid út í gaerkvoldi eins og vid hofdum fyrirhugad í langan tíma. Hún thurfti ad vinna. Loksins loksins fór ég í mjog áhugaverdan tíma í skólanum; "Teatro". Thad er hluti af menningartímunum sem vid forum í (vid klárudum "stjórnmál og samfélag", hjúkket!) og verdur naesta einn og hálfan mánudinn. Kannski munum vid aefa einhver leikhúsatridi. Kennaranum fannst thad mun áhugaverdara en ad vid myndum glósa spaenska leikhússogu. Ég er honum hjartanlega sammála. Vonandi hinir í bekknum líka. Jaeja, thetta er nú hálflélegt hjá mér í thetta skiptid, allt í brotum. Látid í ykkur heyra! pelm.

6.11.02

.www.weirdspain.blogspot.com Tharna á ad vera eitthvad......thjáist reyndar af hugmyndaleysi. Fyrirgefid!
Halló, halló! Ég hef ekkert komist almennilega á Inernetid í vikunni svo ad thetta fer ad kallast vikubók en ekki dagbók. Ekki gott mál! Aetli einhver lesi thetta núordid? Thad hefur verid dálítid mikid ad gera hjá mér thessa vikuna eftir annars frekar rólega helgi. Reyndar fórum vid Rosa í Retiro á sunnudaginn, samkvaemt ferdabókum er daemigert hjá Spánverjum ad rolta thar um á sunnudogum. Thad var enda heilmikid af fólki og mikid um ad vera, tónlist og gotulistafólk á hverju strái. Á mánudaginn byrjadi ég í nýju vinnunni minni! Já, ég er búin ad finna vinnu. Aldeilis fréttir! Ég var farin ad efast um ad ég fengi nokkra vinnu (var búin ad saekja um á einhverjum stodum og fékk ýmist ekkert svar eda mjog neikvaett) en loksins fann ég thetta. Reyndar er thetta frekar lítil vinna; fjórir klukkutímar á viku vid ad kenna níu ára strák ensku. Í dag fór ég í thridja sinn og píndi piltinn dálítid, mér líst bara vel á thetta! Thad er líka thaegilegt ad hann býr hér vid hlidina á mér. Vid sjáum samt hvernig thetta gengur. Foreldrarnir uppgotva vonandi ekki enskukunnáttuleysi mitt...heheh Á ég annars ad segja ykkur frétt vikunnar? Operación Triunfo gengid (ég veit ekki hvort thetta á ad vera í einu, tveimur eda thremur ordum..Hlíf??? :) lenti í slysi og thad var ekki haegt ad hafa "gala" á mánudagskvoldid. En sú sorg! Ég var búin ad hlakka til! :o( Til allrar hamingju verdur thátturinn í kvold...húrrah! Mamma hans Jordi er hér og aetlar ad gista. Jordi er ad fara í augnadgerd á morgun og hún fer med honum. Eftir thessa adgerd tharf hann, held ég, ekki ad nota gleraugu. ¡Qué bien! Bless, Alma. p.s. Ég aetla ad búa til nýtt blogg....ég sýni ykkur urlid sídar.

31.10.02

Jó, jó, hó, hó! Liggaliggalái, liggaliggalái, ég er komin í helgarfrí! Á morgun er einhver helgidagur, Dagur hinna daudu eda eitthvad svoleidis. Thá fer fólk víst í kirkjugardinn med blóm og heilsar upp á látna aettingja og vini thótt sá sidur sé reyndar ad hverfa. Ég aetla ekki ad fara í neinn kirkjugard, bara ad njóta thess ad vera í fríi. Planid var ad fara kannski til Barcelona med Arnari Rapp og félogum en vid haettum vid thar sem vid efudumst um ad fá mida svona seint. Í stadinn er paeling ad fara til Alcalá de Henares eda hvad thad nú heitir ad sjá leikhús úti á gotu. Í gaer gerdi ég dálítid merkilegt! Ég fór og hitti hóp af Íslendingum á einhverju kaffihúsi hér í borg. Thad var satt best ad segja alveg ágaett. Meirihlutinn af fólkinu er ad laera honnun af einhverju tagi; kvikmyndahonnun (piltarnir í hópnum), innanhúsarkitektúr og fatahonnun. Ad auki komu tveir gamlir MR-ingar sem eru Erasmusskiptinemar vid einn af háskólunum hér, man ekki hvad thaer heita...thaer eru ári eldri en ég og voru líka á nýmáladeild tvo. Gaman gaman! Reyndar var ekkert skemmtilegt vid midaldra Nordmanninn sem kom og taladi vid okkur. Hann var óged!!! Sá sagdist ekki geta slitid augun af brjóstunum á einni stelpunni (sem var med smá brjóstaskorusýningu) og sagdi haldarann hennar afar flottan. Vid mig sagdi hann "Vaknadu, vaknadu" og baetti sídar vid ad ég vaeri med klórilegt bak og baudst til ad klóra thad. OJOJOJOJ! Muna ad fara aldrei til Oslo! Rosa beibí er farin til Segovia og aetlar ad eyda helginni thar en lofadi reyndar ad koma snemma á sunnudaginn svo ad vid gaetum farid í bíó (paelingin var ad fara í svona thrívíddarbíó) eda gera eitthvad skemmtilegt. Getur einhver hjálpad mér? Mig vantar hugmyndir ad ritgerd um hrydjuverk! Endilega endilega sendid mér punkta, helst á spaensku. :O) Alma. p.s. Samband mitt vid ávaxtasalann er í hradri thróun. Sídast thegar ég fór spurdi hann mig í hvad ég notadi rúsínurnar, hvort ég byggi til bollur úr theim eda hvad. Thegar ég sagdist borda thaer med múslíi eda einar og sér vard hann afar hneyksladur og sagdi Nordurlandabúa ekki kunna ad borda. Hann reyndi svo ad fá mig til ad skipta um rúsínutegund og gaf mér smakk. Ég hef eflaust hneykslad hann enn meira í morgun thegar ég gekk fram hjá honum (og heilsadi) med morgunmatinn í lófanum, rúsínur. :)

26.10.02

Hó, hó, hó! Laugardagar eru gódir thví ad thá get ég sofid út! Ég nýtti mér thad í morgun, svaf til klukkan ellefu, alveg dásamlegt! :o) Ég er búin ad vera í hálfgerdri leti í dag, laera adeins, fara út í búd ad versla í matinn og svo fór ég reyndar ádan á videóleiguna. Hún er dálítid langt í burtu, sem er reyndar fínt til ad rannsaka adeins hverfid, sem ég bý í. Thetta hverfi er alls ekki eins slaemt og ég hélt í upphafi. Thad eru ágaetir gardar í nágrenninu, falleg hús og thad er ekkert svo skítugt, nema kannski vid mína gotu af thví ad hún er eins konar verslunargata. Úrvalid á videóleigunni er vaegast sagt omurlegt! Myndirnar eru gamlar og fáar. Vid Rosa fórum saman á videóleiguna í gaer (thetta er nýtt áhugamál hér) og thurftum meira ad segja ad fara tvisvar. Í seinna skiptid krafdist Rosa thess ad vid taekjum straetó! :) Hún krafdist thess líka ad vid myndum taka "The Kid" med Bruce Willis, sagdi hana alveg frábaera. Hún hafdi svo sem ekki rangt fyrir sér, thetta var skemmtileg mynd og audveld ad skilja. Arnar kom í heimsókn og horfdi med okkur og vid endudum á thví ad elda kvoldmat, algjora veislu satt best ad segja: Salat aka vips, tortilla española, kartoflur í ofni og fleira. Smakkadist afskaplega vel. Jaeja, pizzan er í ofninum og thvotturinn í thvottavélinni. Sjáumst sídar! Alma. p.s. Í kvold graedi ég klukkutíma, klukkan thrjú verdur tvo....held ég. :) p.p.s. Var ég búin ad segja ykkur ad ég er farin ad vingast vid einn af ávaxtasolunum í gotunni. Ég kaupi reglulega af honum rúsínur og átti í upphafi í erfidleikum med ad muna nafnid á theim. Sídast spjolludum vid heilmikid saman um Ísland og saltfisk. :)

23.10.02

Jaeja, thad er langt sídan ég skrifadi sídast. Ég er nú búin ad bralla ýmislegt sídan thá. Á laugardaginn sídasta fór ég í ferd á slódir Don Quijote. Illu heilli hittum vid ekki á hann sjálfan en vid skodudum safn í einhverju thorpi og bókasafn sem hafdi ad geyma thýdingar á Don Quijote á ýmsum tungumálum, medal annars íslensku, sem var áritad af Vigdísi Finnbogadóttur. Ég fylltist vitanlega miklu stolti af ad sjá thetta. Vid fórum líka á einhverja fleiri stadi en satt best ad segja kann ég ekki nofnin....vid skodudum vindmyllur, fórum á veitingarstad ad borda hádegismat (rosalega gód tortilla española og hreaódýr). Á veitingastadnum sat ég gegnt vatni og útsýnid var dásamlegt. Vid Daninn, sem sat vid hlidina á mér (ég kynntist konunni hans einmitt thegar ég var ad skoda íslenska Don Quijote og hún danska) vorum baedi mjog hrifin. Ég aefdi mig adeins í ad tala donsku vid thau en thad gekk bolvanlega. Thegar ég reyndi ad segja eitthvad komu bara spaensk ord upp í hugann. Í dag var tungumálakennarinn veikur svo ad ég fór nidur í kaffiteríuna med amerískri stelpu sem er med mér í bekk. Thad vaeri ekki í frásogu faerandi nema vegna thess ad konan í kaffiteríunni....nei á barnum (btw ég sá fullt af áfengisfloskum thar, thad er víst haegt ad kaupa vodka, viskí og det hele) var ótrúlega dónaleg. Sú ameríska pantadi sér fyrst og ég aetladi svo ad panta en konan fór eitthvad. Ég beid góda stund, tholinmód, en faerdi mig svo til svo ad ég fengi afgreidslu. Kella sagdist thá hafa spurt mig hvort ég vildi eitthvad en ég hafi thagad. Ég sagdist ekki hafa heyrt en thad skipti engu máli...en hún sagdi thá: "Thú bara skildir ekki!" og sídar útskýrdi hún thad líka fyrir theirri amerísku ad hún hefdi sko spurt mig og ég ekki skilid. Ljóti dóninn...ég er nú ekki svo heimsk ad ég skilji ekki svona einfalda hluti. Svona geta Spánverjar verid....hunddónalegir....en sem betur fer eru their flestir afskaplega indaelir og jákvaedir. Jaeja, er farin í háttinn. Ahh...já ef einhver vill mynd af húsinu mínu, thá get ég sent. Thúsund kossar! Alma.

13.10.02

Hó, hó, hó! Sunnudagur í dag! Enginn skóli! :) Í gaer fór ég til Toledo med Arnari, Virginiu (konunni, sem hann býr med) og Ines (portúgolsk vinkona Virginiu). Vid fórum frekar snemma og eyddum ollum deginum thar. Thetta er tilvalinn stadur fyrir dagsferd frá Madrid, bara í klukkutíma fjarlaegd. Thegar thid (thetta á ekki adeins vid nánustu aettingja og vini, Hlíf!!) komid í heimsókn getum vid farid til Toledo, ok? :O) Toledo er ofbodslega falleg borg, ein af theim fallegri sem ég hef séd. Gamli hlutinn afmarkast af múrveggjum og borgin er eiginlega uppi á eins konar haed. Byggingarnar eru af ollum toga, frá hinum ýmsu tímabilum og ýmissa áhrifa nýtur vid. Sumt undir sterkum áhrifum frá múslimum, annad frá kristnum. Ég hélt ad ekki vaeri til staerri dómkirkja á Spáni en sú í León, thad er thangad til í gaer. Dómkirkjan í Toledo er miklu staerri...og magnadri. Virginia sagdi mér reyndar ad thad vaeru til enn thá staerri, í Santiago de Compostela (Sigga og Eva, vid thangad) og einhverjum fleiri borgum. Thessi var gígantísk, med fullt af litlum kapellum, mjog hátt til lofts og risastórt gull...altari eiginlega. Ég veit samt ekki alveg hvad thad myndi kallast. Thetta altari var skreytt med myndum, eiginlega svipmyndum úr aevi Jesú. Mjog áhrifamikid! Vid skodudum líka eitthvert gydingasafn og fórum í klaustur!!!! :) Ég hef ekki ordid jafnsodd hér á Spáni og í gaer, thríréttadur middegisverdur er of mikid fyrir mig. Eftirrétturinn var eiginlega eins og grjónagrautrinn hennar ommu, bara ekki eins gódur. Jaeja, jaeja...heyrumst sídar!

10.10.02

Jaeja, núna aetla ég ad segja ykkur adeins meira af skólanum. Spennandi, ekki satt? Ég kom heim í dag uppgefin og langadi ekkert ad halda áfram í thessum skóla. Smám saman jafnadi ég mig nú og ég vona ad thetta gangi allt saman betur á morgun. Í dag fór ég nefnilega í "Seminario de Cultura española" sem er sem sé einhvers konar menningartími. Prófessorinn, kona á besta aldri, taladi á 150 kílómetra hrada og ég nádi varla ordi af thví sem hún sagdi, ef til vill ekki skrítid thar sem stjórnmálaordafordi minn er afar takmarkadur, baedi í íslensku og spaensku. ¡Qué triste! Mér líst ágaetlega á hina nýju kennarana, sem ég er búin ad hitta. Konan, sem kennir spaenska tungu, virkar mjog vel á mig og listasogukennarinn er fínn líka. Sogukennarinn gerdi lítid annad en ad hraeda okkur í fyrsta tímanum, sagdi thetta erfidasta fagid, og bunadi út úr sér alls konar upplýsingum. Ég er samt komin med bók í sogu svo ad thad aetti ad reddast. Vonum thad! Kennarinn sem kennir mér textarýni...eda hvad sem thad myndi kallast á íslensku, virdist brjálud. Hún talar med nedri góm (sem ekki er til bóta vardandi skilning) og er alltaf ad spyrja nemendur ad einhverju skrítnu. Vitid thid hvad? Ég var í skólanum um daginn seinni part dags...um níuleytid um kvoldid reyndar, og gekk fram hjá thar sem kaffistofan er (eda barinn eins og thad kallast víst) og hvad haldid thid???? Nemendur sátu thar fyrir utan og drukku bjór. Ekki nóg med ad reykt sé á gongunum, nei, nei, áfengisleysla í thokkabót. Ég er alveg hlessa!!! :) Ég er búin ad finna mér tungumálaskipti, thad er strák sem ég tala vid á ensku og hann vid mig á spaensku. Thad verdur gód aefing. Svo aetla ég líka ad fara á aukanámskeid (fyrir vitlausa nemendur) thrjá klukkutíma á viku. Púff....púff..nóg ad gera. Verid dugleg ad skrifa. Pelm.

9.10.02

Fúff....vika búin af skólanum og ég búin ad prófa naestum alla tímana. Sumir kennararnir eru brandari!!! Thetta minnir mig helst á MR, á spaensku, sem vitanlega breytir miklu. Nú er ég farin ad thurfa ad laera adeins heima en thad er dálítid flókid án bóka. Búbbsípúbbs. Skrifa meira sídar!

6.10.02

Hó, hó! Ég aetla ekki ad skrifa mikid í thetta sinn, enda kominn tími til ad reyna ad laera eitthvad. Í morgun fór ég á sunnudagsmarkad med Rósu (hún er stelpan sem ég bý med, fyrir ykkur sem ekki vitid) og skemmti mér vel. Thetta var rosalega stór markadur, minnti helst á Portobello Road í London, thar sem haegt var ad kaupa allt milli himins og jardar; buxur, ruslahugadót, sokka, toskur, veski, olmuboli, odruvísi boli, geisladiska (svona óloglegar útgáfur, thrír fyrir sex evrur!!!), naerbuxur, skart og svo framvegis. Mig langar ad bidja ykkur um eitt. Viljid thid senda mér myndir? Myndir af ykkur helst eda póstkort? Mig langar svo í eitthvad á veggina. Their eru svo tómir!!! :) Jaeja, nú fer ég ad laera thví ad ég aetla ad horfa á Gran Hermano (aka Big Brother) í kvold, fyrsti thátturinn! Mín afsokun fyrir auknu sjónvarpsglápi er sú ad ég noti sjónvarpid sem taeki til ad laera spaensku....:))) Med ást og soknudi, Almapalma.

5.10.02

Jaeja, fyrstu skólavikunni er lokid..haha...kannski ekki sérlega heilleg vika en engu ad sídur get ég sagt svo. Ég hitti engan nýja kennara á fostudaginn, fór bara í somu tímana aftur og skemmti mér mátulega. Fjarvera kúrekans frá Texas olli mér skiljanlega vonbrigdum en ég held fast í thá von ad hann hafi verid veikur og komi aftur eftir helgi og thá vonandi med hatt. :) Í dag fór ég í skodunarferd um Madrid med hóp úr skólanum. Listasogukennarinn okkar var "guide" og fraeddi okkur (adallega samt thá sem skildu hann almennilega) um sogu Madridarborgar og gekk med okkur ad hollinni, plaza mayor og á fleiri sniduga stadi. Aegilega skemmtilegt! Ég kynntist adeins fólkinu sem tharna var, taladi vid amerískar stelpur sem reyndar eru í odrum bekk, vid breska stelpu eda eiginlega konu sem er búin ad búa sex ár hérna!!!! Thad kveikir í mér dálitlar efasemdir um ad ég hafi nokkud ad gera í thessu námi. En vid sjáum hvad setur.... Eftir túrinn fór ég med nokkrum samnemendum mínum á kaffihús thar sem adalumraeduefnid var Rússland; rússneskt menntakerfi í samanburdi vid menntakerfid í londum Vestur-Evrópu, mismunandi hugsunarháttur og fleira. Ekki lítid háfleygt en engu ad sídur mjog áhugavert. Vantadi kannski fíflaskapinn! Jaeja...ég aetla ad fara ad spjalla vid Rósu mína....ég er hundthreytt eftir langan dag (sem btw endadi med ljúffengum kvoldverdi sem Jordi eldadi í tilefni thess ad hann fékk gesti). Verid nú dugleg ad skrifa! Besos, Alma.

3.10.02

Hó hó fyrsta skóladeginum er lokid, Gudi sé lof. (Ekki Geir samt..hohohoho). Ég hafdi kvidid honum dálítid mikid vegna thess ad efadist um ad ég gaeti skilid nokkud af thví sem kennararnir segdu. Raunin var onnur, samt ekki algjorlega onnur. Ég skildi talsvert en thó mismunandi eftir kennurum. Einhvern veginn fór thad sem bókmenntakennarinn sagdi fyrir ofan gard og nedan en ég nádi flestu thví sem heimspekikennarinn (ok thad heitir reyndar ekki heimspeki, heldur saga spaenskrar hugsunar en thad er eiginlega bara saga heimspekinnar á Spáni, virdist mér) sagdi enda madurinn nokkud myndarlegur og thótti mér naudsynlegt ad hlusta vel. Ég fór líka í landafraedi og leist svona líka vel á kennarann thar, midaldra konu...ekki af thví ad hún vaeri myndarleg samt...:) Eitt skil ég samt ekki. Svo virdist sem vid thurfum ekki ad kaupa neinar baekur....frekar skrítid en eflaust kemur thetta allt í ljós. Bekkurinn minn virkar ok. Medal nemenda er piltur frá Houston, Texas!!! Flott, ekki satt? Svo eru Rússar og Thjódverjar, Búlgarar, fleiri Bandaríkjamenn, Kínverji, Pólverji, Japani, Króati......hmm...allra tjóda kvikindi satt best ad segja. Thad er engin(n) Nordurlandabúi, a.m.k. ekki í mínum hópi. Svo ad ég svari uppáhaldsspurningunni hennar ommu, thá gengur sambúdin vel. Lífid er óskop rólegt hér á bae en allir saemilega kátir. Í kvold aetlum vid...a.m.k. ég ad horfa á Pop Stars, sem er svona...."búatilhljómsveit-tháttur". Thetta er sídasti thátturinn svo ad thad verdur spennandi. ¡Hasta luego! Alma. p.s. Thad er "The Weakest Link" í sjónvarpinu núna...spaensk útgáfa!!!