13.12.06
Miskunnsami samverjinn
Ég kláraði eina prófið mitt í dag og ætla á morgun til Glasgow. Þar verður peningum eytt geri ég ráð fyrir. Vonandi sækir ekki að mér skosk níska eða sú níska sem virðist hlaupin í Jónas. Hann sagði mér í skilaboðum að hann hefði eytt 30 krónum í morgunmat; líter af vatni, banana og hnetur, en að hann hafi verið hlunnfarinn í viðskiptum sínum við hnetusölumanninn. Vildi hann borga minna? Ég held að ég muni eyða aðeins meiru í Skotlandi.
11.12.06
Vettlingar og vonska
Út í annað léttara þá bendi ég vinum og ættingjum á þessa bók, sem móðir Norðmannsins skrifaði. Langar einhvern í hana í jólagjöf? Mamma? Sigga? Pabbi? Ég væri a.m.k. sjálf til í að kunna að prjóna jafnflotta vettlinga og finna má á forsíðunni.
9.12.06
Sætir strákar
Annars hugðist ég kynna fyrir lesendum bloggsins míns hverjar verða vistarverur mínar í Kóngsins Kaupmannahöfn. Ég er sem sé búin að finna mér íbúð, sem liggur mjög nálægt Sankt Hans Torv, nánar tiltekið við Læssøesgade. (Gatan mín er sú sem sýnd er með bláu striki) Í fyrsta sinn á ævi minn mun ég búa alein og raunar í frekar stórri íbúð, 47 fermetrum alls. Salernið er örsmátt (sturtuaðstaðan leiðinleg) og eldhúsið lítið en svo er eitt frekar stórt herbergi og nokkuð rúmgóð stofa. Ég er þegar farin að taka á móti pöntunum á gistingu.
6.12.06
Það lifir, það lifir, það lifir enn
Sjóðnum vantar aukið fjármagn til að gera nauðsynlegar breytingar.
Ef til vill er réttast að þessum 90 milljónum verði eytt í að kenna landsmönnum móðurmálið. Ég fæ illt í augun af að lesa þetta. Eina sem gæti afsakað þetta er að tilkynninguna hafi skrifað áhugamanneskja um frjálsa þróun íslenskrar tungu. Ég leyfi mér þó að efast um það. Úff, ég gat bara ekki staðist mátið að benda á þetta.
27.11.06
Í dauðaslitrunum
21.11.06
Til hamingju með daginn!
16.11.06
Frrrrrío
14.11.06
Brjáluð
Það er líklega einhver blanda af ógeðfelldum draumum, afbrýðissemi, reiði, magapínu, reykingahatri, skorti á samfelldum svefni og almennri skapvonsku sem veldur því að ég hef verið hræðilega óskaplega skapvond í dag. Ástkærir íbúðarfélagar mínir héldu fyrir mér vöku milli klukkan 6:00 og 7:30 með öskrum og tali á ýmsum tungum. Krakkarnir fengu nefnilega gesti. Ef ég hefði ekki verið föst við rúmið mitt vegna svefnsýki og eins vegna vopnaleysis, þá hefði ég líklega rokið fram og lamið þau öll með sveðju. Ekki varð úr slíku og í dag er ég bara hér á Tjarnargötunni en ekki á Litla Hrauni. Fýlan hefur þó ekki aðeins slæmar afleiðingar. Vissulega hef ég hrakið frá mér fólk í allan dag, en á móti kemur að ég ryksugaði ganginn (að hluta til vegna þess að ég vildi pirra krakkana með hávaða - að hluta til vegna þess að ég þurfti að losa orku), þreif herbergið mitt aðeins og henti drasli. Svo tók ég skyndiákvörðun og pantaði flug til Kóngsins Kaupmannahafnar. Nú er sem sé planið að halda utan 9. janúar 2007. Húsnæðisleitin gengur þó ekkert, og bætir ekki í mér skapið. Líklega verð ég þekkt sem starfsneminn sem bjó allt sitt vinnutímabil á hosteli.
Gærkvöldið var annar sæmilega skemmtilegt. Við fengum Danina í heimsókn og haldin var heljar mikil veisla á Óðinsgötunni. Almenn gleði ríkti, og öl og vín flæddi. Kannski ekki viðeigandi á vinnustaðnum. Besta stund kvöldins var þó eflaust þegar klósettið stíflaðist og ég rak handlegginn á kaf niður í leiðslurnar, skvetti klósettvatni utan í allt og alla (mig auðvitað líka) en tókst að lokum að leysa vandamálið. Eftir miðnætti var svo haldið með hópinn á skemmtistaðinn Hressó, og ég kíkti þangað, vonandi í síðasta sinn. Á Hressó spyr maður sig hvert æska landsins stefni. Fyrir utan auðvitað að hlusta á hræðilega tónlist, þá virðist dansinn farinn að líkjast klámdanspíudansinum á MTV. Stúlkur dilla mjöðmunum létt, stífar, um leið og þær strjúka á sér brjóstinn meðan aðrar reyna að lokka athygli pilta með því að kyssa vinkonu og káfa á henni. Og þetta voru EKKI samkynhneigðar stúlkur, ég get svarið fyrir það. Það leið ekki langur tími þar til ég flúði þennan skemmtistað ef skemmtistað má kalla. Kveðjur frá Ölmu jákvæðu.
13.11.06
Einmana á Óðinsgötu
Ég er ægilega einmana hér á vinnustaðnum, ég mætti ein í morgun og tölvan mín neitaði að fara í gang. Eftir að hafa skúrað og tekið aðeins til þá hófst verkefnaleit. Sú leit gengur vægast sagt illa. Þó hef ég tekið örlítið betur til, prentað út miða, beðið eftir afgreiðslu hjá Vodafone (mjög lengi, þeir mega skammast sín), opnað tölvupóstinn og svarað og borðað plokkfisk. Skemmtilegt það.
9.11.06
Mikill missir
Annars fannst mér þessi frétt afskaplega áhugaverð en að sama skapi algjör synd að ekki skuli fylgja mynd af drengum, sem hlýtur að vera kyntröll mikið. Hví ekki að leyfa alþjóð að njóta fegurðar hans? Maður veit nú samt aldrei, kannski eru búlgarskar skólastúlkur okkur Íslendingum fremri og líta aðeins á hinn innri mann og drengurinn er ljótur og illa vaxinn en klár, góður og skemmtilegur. Spurning.
Í dag komu til landsins danskir nordistar, og Nordklúbburinn ætlar að taka á móti hópnum á laugardaginn. Við ætlum að sýna þeim eitthvað af Reykjavík, fara með þau í sund og á safn, og höldum þeim svo norræna veislu um kvöldið. Morgundagurinn fer því í bakstur og undirbúning. Spennó, spennó! Vill einhver vera með?
8.11.06
6.11.06
Til lukku með daginn!
5.11.06
Nýtt blogg eða ekki?
Í gær ákvað ég á síðustu stundu að ganga gegn nauðgunum (var eiginlega hætt við vegna veðurhávaða en þegar ég kom út var blíðviðri) og brunaði upp á Hlemm. Mæting var nokkuð góð, og gangan fór vel fram, þótt ungir menn á leið á djammið hafi gengið samhliða og spurt hvort þetta væri ganga gegn hórum. Þegar heim var komið, í fötum útötuðum í kertavaxi, var íbúðin að fyllast af fólki, sem fagnaði/syrgði heimför Paolos, sambýlings, sem heldur heim til Ítalíu á morgun. Við kíktum svo á Kúlturakaffihúsið og skemmtum okkur vel, en morguninn var helst til erfiður. Ég er farin að halda að aldur minn leyfi ekki skemmtistaðadvöl fram eftir nóttu, svo þreytt hef ég verið í dag. Það reyndi svo á að fara út úr húsi til að fagna afmæli Elsu frænku (elsku, Elsa mín, til lukku með daginn á morgun!) að ég hef haldið mig í rúminu síðan lurkum lamin. Dagar ungæðisins eru liðnir.
10.10.06
Dásamleg sambúð (formáli)
Þrátt fyrir að hafa flutt af óðalssetrinu á Kleppsvegi í júní, hefa lesendur þessarar síðu ekki fengið að heyra um dásemdir nýja bústaðar míns. Núna bý ég sem sé í herbergi nærri Ráðhúsi Reykjavíkur, í fallegustu götu Reykjavíkur, að mínu mati. Síðan ég flutti hefur fólk komið og farið; hér hafa búið um skeið Svíi, Íslendingur, bandarísk stúlka, Finni, strákur frá Kanada og svo Ítali, flestallt hið indælasta fólk. Í byrjun hausts breyttist þjóðernisskiptingin í íbúðinni og íbúðin er hætt að vera stúdentaíbúð. Núna búum við hér spænsk stelpa, ítalskur strákur og Pólverji. Í gær bættist svo við spænsk stelpa, sem mun flytja í herbergi Ítalans þegar hann fer um næstu mánaðamót.
Dásamleg sambúð (i)
Frá því að ég flutti inn, hef ég átt í ákveðinni baráttu við heimilistæki íbúðarinnar. Örbylgjuofninn er frá síðustu öld og hefur aðeins tvær stillingar; afþíðing og hár hiti. Eitthvað efast ég þó um að hitinn sé sérlega hár. Ofninn og eldavélin hrökkva í gang eftir þörfum, en það versta er þvottavélin. Mér tókst aðeins að þvo eina vél í fyrirrennara þvottavélarinnar, sem keypt var eftir að sú gamla hætti að vilja fara í gang. Ég varð afar glöð þegar íbúðareigandinn kvaðst hafa keypt nýja og var staðráðin í að fara aldrei aftur með þvott heim á Klepp og að grynnkað yrði á óhreinatausbunkanum. Ég gerði nokkrar tilraunir en vélina gat ég ekki opnað og eins virtist hún ekki tengd. Mamma fékk því að njóta þess að fá mig í heimsókn öðru hverju með stóra poka fulla af óhreinu taui. Eftir einhverjar vikur var vélin þó tengd og aftur gladdist húsmóðirin í mér og fyrstu tilraunir voru gerðar með tryllitækið. Í fyrstu virtist vélin aldrei fara almennilega af stað, bleytti aðeins helminginn af fötunum svo að ég heimsótti múttu og pápa með hálfblautan þvott. Nú er hins vegar öldin önnur. Það er ég viss um að tauið er orðið vel blautt eftir sólarhringsveru í vélinni. Þvottavélin nefnilega stoppar ekki. Að sögn sambýlinga minna er þetta títt vandamál og þau mæla með því að stelast í vél nágrannanna þar sem þvottur tekur aðeins þrjátíu mínútur í stað þrjátíu klukkustundanna sem það tekur á spánnýju Ariston-druslunni okkar.
Dásamleg sambúð (ii)
Nóg um baráttu við heimilistæki. Fyrir utan miða frá nágrönnum á efri hæðinni, sem ekki eru glaðir með að sambýlingar mínir stelist í þrjátíu mínútur í þvottavélina þeirra, hefur sambúðin gengið vél. Vissulega er pólska fjölskyldan á móti ægilega hávær og að sögn Pólverjans, sem býr hér, helst til hrokafull. Kvikmyndahátíðin hefur einnig verið fremur nálægur nágranni á stundum, við heyrt kvikmyndatónlistina, sem væri hún í heyrnartólum á eyrum okkar. Þetta hefur þó ekkert pirrað mig í samanburði við klikkhausinn, sem býr í næsta stigagangi. Kynni okkar í íbúðinni við kauða hófust í gær þegar hann lamdi á glugga spænsku stúlkunnar til að fá athygli. Vinkona hennar, sem beið fyrir utan, fékk strax að heyra skammir frá þessum elskulega Íslendingi, sem sagðist ekki líða það að við héldum teiti hér í íbúðinni. Vert er að taka fram að síðan ég flutti hingað, hefur illu heilli lítill sem enginn gleðskapur verið haldinn hér og aldrei svo að nágrannar gætu mögulega hafa heyrt í okkur. Nágranninn dásamlegi hóf svo að drulla yfir spænsku stúlkuna og ítalska strákinn á ensku, með íslenskum orðum blönduðum inn á milli. Ég sat inni og heyrði allt en fór ekki niður fyrr en sú spænska bað mig að koma niður og blandast í leikinn. Tilraunir mínar til að róa manninn höfðu ekkert að segja, hann hafði aðeins áhuga á að ræða við þá spænsku og Ítalann, og satt best að segja langaði hann, held ég, mest að slást við þau.
Dásamleg sambúð (iii)
9.10.06
Blogger æ blogger
3.10.06
Óþarfi?
23.9.06
21.9.06
Ég er eins og ég er...
You scored as Gay.
|
6.9.06
Heja Norge
Nú erum við að fara til Osló að breiða út fögnuðinn. Á mánudaginn hefst svo alvaran. Sjáumst!
1.9.06
Bjarnheidur og Alma segja fra
Hofudborgamot er skemmtilegt fyrirbaeri. Saman safnast jafnaldrar fra hofudborgum Nordurlandanna og njota samvista vid operusong, kokteilbod og leidsogutura. Kannski ber ad taka fram ad ekki er um jafnaldra okkar ad raeda. Ef til vill eru fjorir undir fimmtugu med i for og tha erum vid vissulega medtaldar. Hinir hlaupa a sjotugu og upp ur. Ekki virdist thetta tho koma ad sok. Vid vinkonurnar litum ekki ut fyrir ad vera deginum yngri en attatiu ara. Vid forum idulega i hattinn fyrir klukkan halftiu og erum oftar en ekki komnar a faetur vid solaruppras. Gott thykir okkur ad fa okkur lettan hadegislur og eins dottum vid i ferdum milli stada. Aetli okkur se gefid roandi?
I gaer hittum vid unglambid Silju sem leidsagdi okkur um Tallinn. Ferdin var hin besta, vid kynntum okkur helstu nyjungar i hargreidslu eistneskra uthverfakvenna, fordudumst porupilta sem horfdu a okkur undarlega og fylgdu okkur hvert fotmal, nutum rigningar (TAKK SILJA!) og ududum i okkur eistnesku godgaeti a bord vid silungsponnukokur og kartoflukulur. Kona nokkur fylgdi okkur alla ferdina og heim a hotel. Vid hofum dalitlar ahyggjur af ad hun se spaejari enda enda gekk su um med monster-stora myndavel i vatnsheldu hylki og fekk afgreidslu hja litt aludlegu thjonustudomunum a ponnukokukaffihusinu a ofurhrada. Pantadi eitthvert ykkar spaejara med stor gleraugu og V-laga rass til ad elta okkur?
I kvold misstum vid thvi midur af operutonleikum sem einn samferdamanna likti vid hrydjuverk. I stadinn bordudum vid a veitingastad thar sem skreytingarnar samanstodu af traktorum og vinnuvelum. Nu var hotelstjorinn ad koma fram og segja okkur ad hypja okkur upp i fot svo ad vid verdum ad kvedja. Ast fra Helsinki.
27.8.06
Getraun
18.8.06
Lífið leikur við mig...
- Farið á Nasa á homma- og lesbíuball. Ég er farin að halda að ég sé hommi.
- Verið með Jordi og Carlos í heimsókn.
- Borðað hjónabandssælu á Smárabraut 14. Sú var lystilega vel bökuð.
- Hnerrað og hóstað og hnerrað og hóstað. Bráðum ætla ég að hætta.
- Séð regnboga við Gullfoss og manndrápshver í Hveragerði.
- Þrifið kúk af dyrakarminum heima hjá mér. Hver klínir slíku á annarra manna hús?!?
- Ekki bloggað.
- Keypt skólabækur fyrir eitt fag fyrir 13 þúsund krónur. Séu hin fögin eins þá fer ég á hausinn.
- Tekið til á skrifstofunni fyrir krabbaveislu á menningarnótt.
- Hitt stelpurnar í bekknum.
Hvað með þig?
6.8.06
Ferðin í myndum en ekki máli
26.7.06
Jalili, je t'aime
Núna er ég í Frakklandi og eftir að hafa lifað af bílferðina frá Bordeaux til strandhússins hennar Cla þá held ég að ég lifi allt af. Lofthitinn var um það bil 40-43°c og ég átti bágt með að halda meðvitund. Sjáumst!
23.7.06
Sjalfbodalidi oskast...
17.7.06
13.7.06
Skammastu þín!
12.7.06
Gaman ó já gaman
6.7.06
Aðstoð óskast!
3.7.06
Buena chica
29.6.06
kt. 160583-5179
27.6.06
Letibloggarinn í stuttu máli
Letibloggarar eins og ég nenna ekki að skrifa samfelldan texta. Segi því frá því sem á daga mína hefur drifið í stuttu máli:
- Ég flutti á Tjarnargötuna og er núna með nýja nágranna á borð við Katrínu samstarfskonu og Hlíf og Auði, sem ég reyndar veit ekki alveg hvar eiga heima.
-Nordjobb gekk á Esjuna, ég fór kannski hálfa leið upp. Spurning hvort tími sé kominn á að koma sér í form? Hver vill hreyfa sig með mér?
- Ég tók að mér bráðskemmtilegt skúringarstarf. Hvað er betra en að vakna kl. 6:45 til að tæma rusl og skúra gólf? Ég get ekki beðið eftir því að hætta þarna.
- Framtíðaráformin réðust að einhverju leyti.
- Þessa dagana minä puhun suomea kotissa...eða hvernig sem maður segi það.
- Ég held ég bara hætti að skrifa, þetta er svo leiðinlegt....
16.6.06
12.6.06
9.6.06
Árshátíð nunnufélagsins
31.5.06
Hamingjuóskir á afmælisdaginn, 30.5
29.5.06
Það er komið nóg
[18:46:53] (Ónefnd vinstúlka) says: en hvða eruð þið að gera ennþá í vinnunni?
[18:47:44] Alma Sigurðardóttir says: það er endalaus andskotans helvítis djöfulsins vinna
....áfram hélt samtalið.....
[18:50:29] Alma Sigurðardóttir says: ég er ekki helvítis andskotans dugleg
Hver vill flýja með mér til hlýrra karabískra eyja?
28.5.06
¡Feliz cumpleaños!
Me voy
25.5.06
Stundum segja stjörnurnar hreinlega allt of mikið. Ég veit ekkert hvað ég vil eða hvert ég stefni. Eiginlega vildi ég óska þess að maður gæti ráðið fólk í að taka mikilvægar ákvarðanir eins og framtíðarplön fyrir sig. Ef til vill væri bara ráðið að stefna að því í framtíðinni að opna slíka þjónustu?
24.5.06
Ertu kátur sem slátur?
Rómans rímar við frómas
Annars hef ég lítið að segja þótt gjarnan hefði ég viljað grynnka á egómaníunni með því að skrifa örlítinn texta sem færa myndi þessar tvær myndir af sjálfri mér aðeins neðar á síðunni. Frá litlu er hins vegar að segja, ég hefði getað bablað mörg orð um Júróvisjón og eins gæti ég rætt um það hvers ægilega köldu andar utan dyra en ég held ég sleppi því í bili og leyfi fólki að njóta þess að vera til í stað þess að lesa bullið frá mér.
16.5.06
14.5.06
13.5.06
Te quiero Twix blanco, te quiero
10.5.06
Borg óttans
Svo ég snúi að öðru þá á ég miða á Litlu hryllingsbúðina og leita eftir félaga til að koma með mér. Hver vill með?
8.5.06
Norrænt sambýli
Sin ganas
3.5.06
Slæmar fréttir
Mér tekur það afar sárt að færa ykkur þær afar slæmu fréttir sem hér fylgja. Frá og með morgundeginum og fram á sunnudaginn næsta verð ég á ferðalagi og mun því ekki kæta almúgann með skemmtilegum færslum og ekki heldur með yndisþokkafullri nærveru minni hér á Íslandi. Ástkær bróðir minn mun enn á ný njóta návistar minnar, sem og samstarfsmenn mínir í Nordjobb-verkefninu, sem ég mun hitta á ey nokkurri, er ber nafnið Ven. Ég veit að þetta kemur sem högg á ykkur sem rétt eruð að ná ykkur eftir langa fjarveru á Spáni og í Danmörku, en ég vona að það huggi ykkur að þessu sinni verður ferðin stutt og eins að engin ferðalög eru plönuð á næstu mánuðum. Megi æðri máttur fylgja ykkur á erfiðum tímum.
Ástarkveðja,
Alma.
26.4.06
España ay oh España
-he ido en coche por toda Dinamarca y también cruzado la frontera alemana e ido de compras en Alemania.
-he ido con dos amigas mías al palacio de la reina danesa en Aarhus para celebrar su cumpleaños. Se celebraba esperando fuera del palacio durante una hora y media y luego saludándole cuando salía al balcón. ¿Interesante?
-Eva y yo cenamos en el primer restaurante pakistani que fue abierto en Copenhague hace unos 25 o 30 años. Nos dio dolor de tripa.
-hemos pasado cuatro días en Barcelona, Gianluca, Giancarlo, Clarisse y yo. Estuvo muy bien a pesar de que Giancarlo é basso, brutto e anche grassso.
-un chico francés español nos invitó a una fiesta y creo que no hemos dado buena impresión a los pobres chicos de la fiesta. No viajarán nunca a Islandia o a Italia.
-he dado direcciones a un taxista que según yo (que llevaba tres días en la ciudad) no iba el camino correcto a nuestro hotel, y el pobre no dijo ni una palabra, sólo siguió unos 200 metros y abrió la puerta fuera de nuestro hotel.
-le robaron el monedero a Clarisse, y la dejaron así sin dinero, tarjetas y todo. Una mierda.
-el lado positivo del robo era denunciar. Que nos dejaron mear en los lavabos de los policías y los policías eran guapos y supersimpáticos, uno de ellos contándonos todo sobre su esposa (la puta) y las tradiciones de Cataluña mientras mucha gente esperaba fuera en la sala de espera.
-he vuelto a Madrid y he visto a Paloma, el futuro padre de mis hijos (que por cierto ya compró un piso para preparar la venida del bebé) y por supuesto he visto también a Jordi. Ahora toca quedar con más gente.
Hay fotos del viaje en la página de Gianluca si a alguien le interesa.
20.4.06
En España
Unnt er ad ná í mig í símanúmerinu +34678188188 fram til 28. apríl. Ódýrara fyrir mig thar ed eg er svo vinsael ad ég hef ekki vid ad svara smsum og simtolum.
17.4.06
Tur til Danmark
Síðustu nótt eyddum við Eva í Skælskör á Sjálandi. Við vorum heppnar að fá gistingu þar (þrátt fyrir að hafa bókað hjá Malene) þar eð fasistaeigandinn Jan lokaði móttökunni rétt eftir að við komum. Við fengum þó lykla að herbergi, eða ætti ég að kalla það frystiklefa þar sem orka, vatn og flest allt annað en pláss var sparað eftir mætti. Skælskör er samt flottur bær og þar er hægt að fá rosalega góða pítsu á veitingastaðnum Memo's, með steik og bernaisesósu sem álegg. Allir til Skælskör á næsta páskadag!
Heimsókn til Óla bróður míns
12.4.06
Ertu þá farin?
9.4.06
3.4.06
1.4.06
Those were the days
28.3.06
Leiðinlegt líf?
- Farið á frábæra tónleika hjá feimnasta tónlistarmanni Svíþjóðar, José González. Það var varla að hann þyrði að kynna lögin.
- Snætt humar og aðra dásamlega rétti á tapasbarnum íklædd rósóttum kjól frá Ösp.
- Lent í eignardeilu við móður mína um rúmið mitt. Það er bara svo þægilegt!
- Farið í sumarbústað til að funda og sofnað á fundinum, já steinsofnað.
- Rúntað um Akranes um miðjan dag á laugardegi og átt erfitt með að finna réttu leiðina í þokunni og spurt tvo sérkennilega karlmenn með bjórflösku í hendi vegar þar sem þeir sátu og spjölluðu í bifreið sinni.
- Horft á lokin í keilumóti og fengið ókeypis í keilu á eftir. Tapaði svo fyrir Valgerði í kvennaflokki eftir öfluga lokabaráttu.
- Farið á skauta með sex ára vini mínum, sem sagðist eiga japanska bekkjarsystur, sem hefði verið seld. Spurning að lögreglan fari að kanna mansal í Fossvoginum?
- Farið á Café Óliver og stutt þá skoðun mína að sá staður sé lítið spennandi.
- Hitt menn í röð á hamborgarabúllu, sem allir héldu bæði mig og Ösp undir tvítugu.
- Rætt við leigubílstjóra alla leiðina heim um aðgerðir er farþegar æla í bíl. (Þær eru víst mjög einstaklingsbundnar, hver bílstjóri hefur sína reglu. Bílstjórinn minn sagði mér samt ljóta sögu af bílstjóra, sem lenti illa í því þegar farþegi kastaði upp yfir innréttinguna. Óheppinn sá!)
- Ákveðið að fara að læra frönsku.
- Borðað andstyggilegar reyktar tófúbollur og heitið því að snæða slíkt ekki aftur.
Segið svo að líf mitt sé ekki spennandi!
22.3.06
20.3.06
Sálufélagi í sjoppu
Helginni eyddi ég í Munaðarnesi í þeim tilgangi að funda með stjórn Nordklúbbsins. Oft eru ferðalög gott efni í frásögn, en þetta ferðalag átti fáa spennandi hápunkta. Við keyrðum reyndar um Akaranes í leit að strætóstoppustöðinni en sáum eiginlega ekki neitt fyrir þoku. Einnig borðuðum við vonda borgara í Hyrnunni og böðuðum okkur í heita pottinum. Fundurinn var reyndar ágætur, mikil umræða, þótt skömmin ég hafi sofnað eftir að hafa sagt við krakkana: Ég er ekki sofandi, bara með lokuð augun að hlusta. Ekki alveg! Í kvöld fór ég svo í bíó í góðum félagsskap og eftir bíóið gerðist loksins nokkuð frásagnarhæft. Ég fann sálufélaga minn! Sá vinnur í sjoppu í Vesturbænum og sagðist því miður vera búinn með allt venjulegt kók og aðeins eiga ógeðslegt dietdrasl eftir, og sagði það með virkilegum andstyggðartóni. Svo gaf hann ríflega í bland í poka. Ætli þessi maður sé andstæðingur heilsufríka? Ég held að við gætum átt samleið í lífinu og ég hefði eflaust beðið hans á staðnum, ef ekki hefði verið fyrir ungan aldur hans. Ég verð líklega að bíða í tvö, þrjú ár, þangað til hann verður átján ára.
7.3.06
Til hamingju Ísland...nei mamma!
6.3.06
Poca vida
4.3.06
Leiðin að hjarta mínu
The Keys to Your Heart |
In love, you feel the most alive when your partner is patient and never willing to give up on you. You'd like to your lover to think you are stylish and alluring. You would be forced to break up with someone who was emotional, moody, and difficult to please. Your ideal relationship is lasting. You want a relationship that looks to the future... one you can grow with. Your risk of cheating is zero. You care about society and morality. You would never break a commitment. You think of marriage as something that will confine you. You are afraid of marriage. In this moment, you think of love as something you don't need. You just feel like flirting around and playing right now. |
1.3.06
Útskriftin mikla
28.2.06
Athyglisvert
You scored as Sociology. You should be a Sociology major!
|
27.2.06
Mala influencia
24.2.06
19.2.06
Bloggleikur
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina
-Áleggsmeistari hjá Telepizza í Madrid
-Tómstundafulltrúi hjá Nordjobb á Íslandi
-Au pair í Cambridge
-Starf við umönnun aldraðra hjá heimaþjónustunni í Mariehamn
Fjórar myndir sem ég get horft á aftur og aftur
-Love Actually
-Todo sobre mi madre (Allt um móður mína)
-Italiensk for begyndere
-The Parent Trap (gamla)
Fjórir staðir sem ég hef búið á um ævina
-Í Reykjavík, á móti Kleppi -Torggatan 32 í Maríuhöfn -Sterndale Close í Girton, Englandi -Canillejas í Madrid
Fjórir sjónvarpsþættir sem ég horfi á
(þessar upplýsingar eru rangar þar sem ég horfi orðið aldrei á sjónvarp)
-Judging Amy
-Sex and the City (á DVD)
-Friends
-Cheers (þetta gerði ég raunar bara í haust)
Fjórar netsíður sem ég skoða daglega
-www.madrit.blogspot.com
-www.gmail.com
-www.mail.hi.is
-www.hotmail.com
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum
-Sviðnur í Breiðafirði
-Istanbúl
-Baskaland
Fernt matarkyns sem ég held upp á
-Hvítt twix
-Bleikja
-Kjúklingaborgari
-Humar
Fjórir staðir sem ég vildi heldur vera á núna
-Madrid
-Bólið hans Gaels
-Istanbúl
-Við sundlaugarbakka á lúxushóteli í Argentínu
Fjórir bloggarar sem ég skora á að svara sömu spurningum
-Jónas bandói
-Svalgerður
-Hlíf
-Bjarnheiður
14.2.06
Elt af óheppni
-Hella heitri súpu yfir klofið á sér og taka ekki eftir því.
-Færa tösku og valda því í leiðinni að poki fullur af bjórdósum dettur og verður að mjög blautum poka.
-Kaupa böku og missa helminginn af fyllingunni á gólfið.
-Skellast utan í handfang í rútu með nefinu.
-Hella niður fullu kókglasi í flugvél.
-Ganga á vegglampa.
-Brjóta gleraugu á tveggja metra háum manni.
Flestir þeir sem þekkja mig vel og lesa þetta hugsa sjálfsagt að þetta passi allt vel við mig en ég held að ég hafi slegið met með því að takast að framkvæma þetta allt á einni helgi. Þrátt fyrir allt þetta skemmti ég mér konunglega í Finnlandi. Veðrið var fallegt allan tímann og það var gott að vera úti í kuldanum, spila golf í klofháum snjó, ganga á tveggja manna skíðum og þramma um á snjóþrúgum um skóga Lapplands. Gufubaðið var líka notalegt, sérstaklega af því að það var svo kalt. Ég rúllaði mér um í snjónum að vanda íklædd bikiníi og synti um í jökulkaldri sundlaug, sem þó var innandyra. Í þetta skiptið ákvað ég að vera ekki með í íslaugasundi, þar eð það fór fram klukkan átta um morgun og var án gufubaðs. Sé ekki eftir því. Held að hápunktar ferðarinnar hafi verið eftirpartýin í ósnyrtilegum húsakynnum okkar Bjarnheiðar og eins var gaman að dansa í karókí. Annars var þetta ferðalag mikið ferðalag, svo ég orði þetta illa. Við eyddum ófáum tímunum í rútuferðir, ægilega mörgum í flug og svo bið eftir flugi og annað í þeim dúr. Þegar við komum til Arlanda á sunnudeginum vorum við Jónas orðin svo þreytt á þessu flandri að við ákváðum að senda Bjarnheiði eina til Uppsala og fengum okkur hótelherbergi á flugvellinum. Einhverra hluta vegna lét ég ímyndunaraflið hlaupa með mig í gönur og bjóst við einhverju í dúr við lúxushótel sem ég hef sjaldan dvalið á en ekki var sú nú raunin. Herbergið var samblanda af fangaklefa (bara ekki einu sinni með glugga á hurðinni) og káetu á Viking Line. Það eina sem vantaði var bara vélarhljóðið við höfuðgaflinn. Ég held ég skelli mér bara inn í Stokkhólm næst þegar ég þarf að gista.