6.11.06

Til lukku með daginn!

Þessi tvö eiga afmæli í dag og óska ég þeim innilega til hamingju! Það er ekki laust við að maður sé stoltur af þessu unga og fallega fólki. Grattis Kari!

5.11.06

Nýtt blogg eða ekki?

Miklar vangaveltur hafa farið fram í þykku höfði mínu að undanförnu um hvort rétt sé að sækja um skilnað við blogger.com eftir nokkuð farsælt fjögurra ára samband. Erjur og vandamál hafa komið upp að undanförnu, og engin lausn verið sjáanleg. Ég íhugaði framhjáhald (almalabama.blog.is), en sá svo að ef til vill er gamli góði blogger bara bestur. Því leita ég sátta við blogger og vona að samband okkar verði farsælt.
Í gær ákvað ég á síðustu stundu að ganga gegn nauðgunum (var eiginlega hætt við vegna veðurhávaða en þegar ég kom út var blíðviðri) og brunaði upp á Hlemm. Mæting var nokkuð góð, og gangan fór vel fram, þótt ungir menn á leið á djammið hafi gengið samhliða og spurt hvort þetta væri ganga gegn hórum. Þegar heim var komið, í fötum útötuðum í kertavaxi, var íbúðin að fyllast af fólki, sem fagnaði/syrgði heimför Paolos, sambýlings, sem heldur heim til Ítalíu á morgun. Við kíktum svo á Kúlturakaffihúsið og skemmtum okkur vel, en morguninn var helst til erfiður. Ég er farin að halda að aldur minn leyfi ekki skemmtistaðadvöl fram eftir nóttu, svo þreytt hef ég verið í dag. Það reyndi svo á að fara út úr húsi til að fagna afmæli Elsu frænku (elsku, Elsa mín, til lukku með daginn á morgun!) að ég hef haldið mig í rúminu síðan lurkum lamin. Dagar ungæðisins eru liðnir.

10.10.06

Dásamleg sambúð (formáli)

Þrátt fyrir að hafa flutt af óðalssetrinu á Kleppsvegi í júní, hefa lesendur þessarar síðu ekki fengið að heyra um dásemdir nýja bústaðar míns. Núna bý ég sem sé í herbergi nærri Ráðhúsi Reykjavíkur, í fallegustu götu Reykjavíkur, að mínu mati. Síðan ég flutti hefur fólk komið og farið; hér hafa búið um skeið Svíi, Íslendingur, bandarísk stúlka, Finni, strákur frá Kanada og svo Ítali, flestallt hið indælasta fólk. Í byrjun hausts breyttist þjóðernisskiptingin í íbúðinni og íbúðin er hætt að vera stúdentaíbúð. Núna búum við hér spænsk stelpa, ítalskur strákur og Pólverji. Í gær bættist svo við spænsk stelpa, sem mun flytja í herbergi Ítalans þegar hann fer um næstu mánaðamót.

Dásamleg sambúð (i)

Frá því að ég flutti inn, hef ég átt í ákveðinni baráttu við heimilistæki íbúðarinnar. Örbylgjuofninn er frá síðustu öld og hefur aðeins tvær stillingar; afþíðing og hár hiti. Eitthvað efast ég þó um að hitinn sé sérlega hár. Ofninn og eldavélin hrökkva í gang eftir þörfum, en það versta er þvottavélin. Mér tókst aðeins að þvo eina vél í fyrirrennara þvottavélarinnar, sem keypt var eftir að sú gamla hætti að vilja fara í gang. Ég varð afar glöð þegar íbúðareigandinn kvaðst hafa keypt nýja og var staðráðin í að fara aldrei aftur með þvott heim á Klepp og að grynnkað yrði á óhreinatausbunkanum. Ég gerði nokkrar tilraunir en vélina gat ég ekki opnað og eins virtist hún ekki tengd. Mamma fékk því að njóta þess að fá mig í heimsókn öðru hverju með stóra poka fulla af óhreinu taui. Eftir einhverjar vikur var vélin þó tengd og aftur gladdist húsmóðirin í mér og fyrstu tilraunir voru gerðar með tryllitækið. Í fyrstu virtist vélin aldrei fara almennilega af stað, bleytti aðeins helminginn af fötunum svo að ég heimsótti múttu og pápa með hálfblautan þvott. Nú er hins vegar öldin önnur. Það er ég viss um að tauið er orðið vel blautt eftir sólarhringsveru í vélinni. Þvottavélin nefnilega stoppar ekki. Að sögn sambýlinga minna er þetta títt vandamál og þau mæla með því að stelast í vél nágrannanna þar sem þvottur tekur aðeins þrjátíu mínútur í stað þrjátíu klukkustundanna sem það tekur á spánnýju Ariston-druslunni okkar.

Dásamleg sambúð (ii)

Nóg um baráttu við heimilistæki. Fyrir utan miða frá nágrönnum á efri hæðinni, sem ekki eru glaðir með að sambýlingar mínir stelist í þrjátíu mínútur í þvottavélina þeirra, hefur sambúðin gengið vél. Vissulega er pólska fjölskyldan á móti ægilega hávær og að sögn Pólverjans, sem býr hér, helst til hrokafull. Kvikmyndahátíðin hefur einnig verið fremur nálægur nágranni á stundum, við heyrt kvikmyndatónlistina, sem væri hún í heyrnartólum á eyrum okkar. Þetta hefur þó ekkert pirrað mig í samanburði við klikkhausinn, sem býr í næsta stigagangi. Kynni okkar í íbúðinni við kauða hófust í gær þegar hann lamdi á glugga spænsku stúlkunnar til að fá athygli. Vinkona hennar, sem beið fyrir utan, fékk strax að heyra skammir frá þessum elskulega Íslendingi, sem sagðist ekki líða það að við héldum teiti hér í íbúðinni. Vert er að taka fram að síðan ég flutti hingað, hefur illu heilli lítill sem enginn gleðskapur verið haldinn hér og aldrei svo að nágrannar gætu mögulega hafa heyrt í okkur. Nágranninn dásamlegi hóf svo að drulla yfir spænsku stúlkuna og ítalska strákinn á ensku, með íslenskum orðum blönduðum inn á milli. Ég sat inni og heyrði allt en fór ekki niður fyrr en sú spænska bað mig að koma niður og blandast í leikinn. Tilraunir mínar til að róa manninn höfðu ekkert að segja, hann hafði aðeins áhuga á að ræða við þá spænsku og Ítalann, og satt best að segja langaði hann, held ég, mest að slást við þau.

Dásamleg sambúð (iii)

Hann hótaði barsmíðum ef við héldum partý, sagðist áður hafa lamið Spánvera sem bjó hér og hélt partý (rétt er að hann lamdi franskan strák) og sagði Spánverja óþolandi kvikindi sem vaða um og þykjast eiga heiminn. Við þessi ummæli æstist Spánarelskandi hjartað mitt en ég hélt ró minni. Þegar kauði hélt svo áfram og sagðist styðja ETA og vera hrifinn af hryðjuverkaárásum á Spán, átti ég enn erfiðara með mig. Á endanum hugsaði ég með mér að ef við myndum ekki bara drífa okkur heim og hætta að hlusta á manninn yrðu slagsmál og ýtti ég því sambýlingum mínum inn í íbúð og lokaði hurðinni, meðan sá íslenski æpti fyrir utan og lamdi á hurðina, æstur að halda rifrildinu áfram. Mér er hreinlega spurn: Hvað er að fólki? Næst þegar kauði mætir og hefur hótarnir hringi ég á lögguna.

9.10.06

Blogger æ blogger

Því miður vill blogger ekki birta það sem ég var búin að skrifa, ekki skamma mig fyrir bloggleysi. Skammið blogger.com

3.10.06

Óþarfi?

Okkur þótti fróðlegt að sjá í Noregi að fólk nýtir sér jafnvel náttúrhamfarir sér til gróða. Það er ég viss um að margir hafa gabbast til þess að fá upplýsingar um tsunami í norska símanúmerið sitt.

21.9.06

Ég er eins og ég er...

Þetta hafði mig lengi grunað, og núna loksins er komin niðurstaða. Ég er hommi.
You scored as Gay.

Gay

65%

Straight

60%

Bisexual

30%

Lesbian

10%
Are you Bisexual, Straight, gay/lesbian? created with QuizFarm.com

6.9.06

Heja Norge

Ég er komin heim frá Helsinki og átti ég þar mjög góða daga þökk sé frábærum ferðafélögum, að mörgu leyti spennandi dagskrá og þess hvað borgin er ágæt. Takk Reykjavíkurdeildungar! Við Bjarnheiður erum reyndar ekki enn búnar að ná úr okkur skjálftann eftir að njósnarinn (konan með V-laga rassinn og þykku gleraugun) birtist í morgunmatnum á Hótel Helka og hóf að spyrja samferðamann okkar út í ferðir okkar. Helst til gróft.
Nú erum við að fara til Osló að breiða út fögnuðinn. Á mánudaginn hefst svo alvaran. Sjáumst!

1.9.06

Bjarnheidur og Alma segja fra

Vid stollurnar sitjum a Hotelli Helka i Helsinki a nattfotunum einum saman, nei, raunar ljugum vid nuna. Bjarnheidur er vissulega klaedd i graen- og blakoflott nattfot og Alma i ljosbla karlhatarnattfot, en su fyrri baett vid dressid mjog penu svortu pilsi og hin sidarnefnda konukapu og hvitum sumarskom. Medan vid bidum thess ad vid okkur yrdu gerdar athugasemdir i mottokunni, pissadi strakur utan i gluggann a hotelinu. Bjarnheidi lukkadist thvi midur ekki ad sja gersemar hans. Astaeda thess ad vid sitjum her i mottoku hotelsins, en ekki uppi a 5. haed undir roandi loftmynd af finnskum votnum vid hlid ferdafelaga okkar sem er a sjotugsaldri er su ad vid vorum i hlaturskasti og vildum ekki vekja tha agaetu konu.
Hofudborgamot er skemmtilegt fyrirbaeri. Saman safnast jafnaldrar fra hofudborgum Nordurlandanna og njota samvista vid operusong, kokteilbod og leidsogutura. Kannski ber ad taka fram ad ekki er um jafnaldra okkar ad raeda. Ef til vill eru fjorir undir fimmtugu med i for og tha erum vid vissulega medtaldar. Hinir hlaupa a sjotugu og upp ur. Ekki virdist thetta tho koma ad sok. Vid vinkonurnar litum ekki ut fyrir ad vera deginum yngri en attatiu ara. Vid forum idulega i hattinn fyrir klukkan halftiu og erum oftar en ekki komnar a faetur vid solaruppras. Gott thykir okkur ad fa okkur lettan hadegislur og eins dottum vid i ferdum milli stada. Aetli okkur se gefid roandi?
I gaer hittum vid unglambid Silju sem leidsagdi okkur um Tallinn. Ferdin var hin besta, vid kynntum okkur helstu nyjungar i hargreidslu eistneskra uthverfakvenna, fordudumst porupilta sem horfdu a okkur undarlega og fylgdu okkur hvert fotmal, nutum rigningar (TAKK SILJA!) og ududum i okkur eistnesku godgaeti a bord vid silungsponnukokur og kartoflukulur. Kona nokkur fylgdi okkur alla ferdina og heim a hotel. Vid hofum dalitlar ahyggjur af ad hun se spaejari enda enda gekk su um med monster-stora myndavel i vatnsheldu hylki og fekk afgreidslu hja litt aludlegu thjonustudomunum a ponnukokukaffihusinu a ofurhrada. Pantadi eitthvert ykkar spaejara med stor gleraugu og V-laga rass til ad elta okkur?
I kvold misstum vid thvi midur af operutonleikum sem einn samferdamanna likti vid hrydjuverk. I stadinn bordudum vid a veitingastad thar sem skreytingarnar samanstodu af traktorum og vinnuvelum. Nu var hotelstjorinn ad koma fram og segja okkur ad hypja okkur upp i fot svo ad vid verdum ad kvedja. Ast fra Helsinki.

27.8.06

Getraun

Hér kem ég með litla getraun fyrir lesendur mína. Síðasti skilafrestur lausna er mánudagurinn 4. september. Spurning vikunnar er: Hver er litli drengurinn á myndinni, sá sem situr hægra megin við kennslukonuna?
Llevo mil años sin escribir en español así que creo que ya es la hora. No sé cómo ha pasado tan rápido este verano; ahora empiezan las clases en la universidad, me toca escribir el reportaje final en mi trabajo y mañana voy a Estocolmo para ir a una reunión de Nordjobb donde hablaremos sobre cómo ha ido el verano. No les divertiré a mis colegas con mis historias sobre lo horrible (aunque al mismo tiempo fantástico) ha sido el verano. Estaré en Estocolmo hasta el miercolés, así que me da tiempo para ir a H&M antes de volar a Helsinki donde se celebra la reunión de las capitales. Tenemos un día libre así que hemos decidido ir a Tallinn con una amiga finlandesa. Será divertido. Hoy no puedo escribir nada interesante así que sólo doy el enlace de mi página de fotos. Acabo de poner más fotos allí.

18.8.06

Lífið leikur við mig...

...það er engin spurning. Á síðustu dögum hef ég:

- Farið á Nasa á homma- og lesbíuball. Ég er farin að halda að ég sé hommi.
- Verið með Jordi og Carlos í heimsókn.
- Borðað hjónabandssælu á Smárabraut 14. Sú var lystilega vel bökuð.
- Hnerrað og hóstað og hnerrað og hóstað. Bráðum ætla ég að hætta.
- Séð regnboga við Gullfoss og manndrápshver í Hveragerði.
- Þrifið kúk af dyrakarminum heima hjá mér. Hver klínir slíku á annarra manna hús?!?
- Ekki bloggað.
- Keypt skólabækur fyrir eitt fag fyrir 13 þúsund krónur. Séu hin fögin eins þá fer ég á hausinn.
- Tekið til á skrifstofunni fyrir krabbaveislu á menningarnótt.
- Hitt stelpurnar í bekknum.

Hvað með þig?

6.8.06

Ferðin í myndum en ekki máli

Keflavík - London - Dublin - Wicklow - Hollywood - Paris - Bordeaux - Hossegor - Mont de Marsan - Hossegor - Paris - Keflavík

26.7.06

Jalili, je t'aime

Í dag er níundi dagur ferðalags og hver dagur hefur verið öðrum betri. Írland stóðst nánast væntingarnar (sem voru miklar) þótt eins og alvitað er eflaust orðið hafi vonbrigðin varðandi fáa rauðhærða menn verið talsvert stór. Þeir sem við sáum voru samt vel og fallega rauðhærðir, eldhærðir satt best að segja. Við Valgerður gistum eina nótt á hóteli í London og lentum ekki í neinu af því sem virðist afar algengt miðað við síður eins og Tripadvisor, hvorki kynferðislegri áreitni, ógeðslega skítugu herbergi né vondum morgunmat. Nei, herbergið okkar var hið fínasta, konurnar í móttökunni lítið fyrir að áreita og enski morgunverðurinn ljúffengur. Rosa og Dónal tóku á móti okkur í Dublin og brunuðu beint á írskan pöbb með okkur. Þau skötuhjúin sýndu mikla gestrisni, viku úr rúmi fyrir okkur og Dónal keyrði með okkur um uppsveitir landsins, ægilega fallegt allt þar. Við keyrðum m.a.s. gegnum Hollywood, sem er aðeins öðruvísi en ég hafði ímyndað mér. Ég kom til Parísar snemma á sunnudagsmorgun og hitti vin sem keyrði með mig milli Eiffel turnsins, Sigurborgans og Hins Heilaga Hjarta og keyrði mig svo á farfuglaheimilið mitt. Líklega mæli ég ekki eins mikið með því eins og hótelinu í London. Ég lærði að það borgar sig ekkert að panta gistingu fyrirfram a.m.k. ekki fyrir mig. Ég er nefnilega lukkunar pamfíll, það er engin spurning, ef til vill klíndist þessi heppni á mig í landi lukkunnar, Írlandi. Ég nefnilega hitti yndislegan mann í fallega hverfinu við farfuglaheimilið mitt, sem var svo ljúfur að bjóða mér gistingu hjá sér eftir sjö mínútna kynni. Algjör bömmer að vera þegar búin að borga fyrir farfuglaheimilið. Ég vona bara að Jalili verði í sambandi við mig. Æðislegt að eiga kærasta í hinum helstu stórborgum.
Núna er ég í Frakklandi og eftir að hafa lifað af bílferðina frá Bordeaux til strandhússins hennar Cla þá held ég að ég lifi allt af. Lofthitinn var um það bil 40-43°c og ég átti bágt með að halda meðvitund. Sjáumst!

23.7.06

Sjalfbodalidi oskast...

...til ad saekja mig a flugvollinn i Keflavik eda a BSI a sunnudaginn eftir viku.

13.7.06

Skammastu þín!

Sá eða sú sem sendi mér ábendingu um frétt með mynd af stórri og ljótri slöngu (og hræðilega hættulegri) má skammast sín. Það er ljótt að stríða minni máttar!

12.7.06

Gaman ó já gaman

Það var gaman í Sviðnum. Freyja tók myndir og Henrik gerði það líka. Hér getið þið skoðað þær. Kannski já kannski set ég myndirnar mínar einhvern daginn á netið. Til hvers annars að vera með smugmug? Takið eftir myndunum af yrðlingunum, Sigga fær kannski einn slíkan í innflutningsgjöf frá uppáhaldssystur sinni.

6.7.06

Aðstoð óskast!

Lítil stúlka sem ég þekki er að flytja inn með kærastanum sínum. Eftir áratugi á heimili þar sem engin gæludýr eru leyfð, hlakkar litla stúlkan mikið til þess að geta verið með dýr á nýja heimilinu, blokkaríbúð í Laugarneshverfinu. Mig langar svo mikið að gleðja þessa skottu með því að gefa henni geit. Veit nokkur hvar slíkar er að fá?

3.7.06

Buena chica

Esta vez le dedico la foto al padre de esa chica guapísima que lee mi blog según dice su hija. Os mando muchos saludos a los tres. Pronto nos vemos!

29.6.06

kt. 160583-5179

Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég varð glöð að hitta Lárus Þorvaldsson kt. 160583-5179, um helgina. Og kauði bara nýbúinn að eiga afmæli. Til hamingju Lárus! Megi þér vegna vel í sundlaugabyggingum í framtíðinni.

27.6.06

Letibloggarinn í stuttu máli


Letibloggarar eins og ég nenna ekki að skrifa samfelldan texta. Segi því frá því sem á daga mína hefur drifið í stuttu máli:

- Ég flutti á Tjarnargötuna og er núna með nýja nágranna á borð við Katrínu samstarfskonu og Hlíf og Auði, sem ég reyndar veit ekki alveg hvar eiga heima.
-Nordjobb gekk á Esjuna, ég fór kannski hálfa leið upp. Spurning hvort tími sé kominn á að koma sér í form? Hver vill hreyfa sig með mér?
- Ég tók að mér bráðskemmtilegt skúringarstarf. Hvað er betra en að vakna kl. 6:45 til að tæma rusl og skúra gólf? Ég get ekki beðið eftir því að hætta þarna.
- Framtíðaráformin réðust að einhverju leyti.
- Þessa dagana minä puhun suomea kotissa...eða hvernig sem maður segi það.
- Ég held ég bara hætti að skrifa, þetta er svo leiðinlegt....

12.6.06

Breytingar

Hjálparhendur óskast á mánudagskvöld 12. júní og jafnvel önnur kvöld í vikunni! Áhugasömum bent að hafa samband við höfund bloggsins.

9.6.06

Árshátíð nunnufélagsins

Hressar nunnur á Dubliners í fylgd Paddy O'Brian

Nunnufélag höfuðborgarsvæðisins auglýsir sumarferð félagsins, sem farin verður í júílímánuði. Er þetta stærsta og veigamesta ferðin, sem félagið hefur skipulagt, og er förinni að þessu sinni heitið til Dyflinar, höfuðborgar fyrirheitna landsins. Lagt verður af stað 18. júlí og dvalið í fimm daga. Nánari dagskrá verður auglýst síðar en þegar eru nokkrir dagskrárliðir ákveðnir þótt aðaltilgangur ferðarinnar sé vitanlega sá að njóta fegurðar írskra karlmanna. Paddy O'Brian, góðvinur stofnfélaga, hefur lofað að sýna okkur góða bari þar sem auðvelt er að finna myndarlega rauðhærða karlmenn. Áhugasömum er bent á að hafa samband gegnum netfangið egelskaraudhaerda@gmail.com.

31.5.06

Hamingjuóskir á afmælisdaginn, 30.5

Ég óska systur minni í nunnuskap og lífsráðgjafa, Valgerði Guðrúnu Halldórsdóttur innilega til hamingju með 24 ára afmælið. Húrra, húrra, húrra!

29.5.06

Það er komið nóg

Ég held að ég sé komin með nóg í bili miðað við eftirfarandi samtöl. Það fer að koma tími á að drífa sig heim úr vinnunni:

[18:46:53] (Ónefnd vinstúlka) says: en hvða eruð þið að gera ennþá í vinnunni?
[18:47:44] Alma Sigurðardóttir says: það er endalaus andskotans helvítis djöfulsins vinna

....áfram hélt samtalið.....

[18:50:29] Alma Sigurðardóttir says: ég er ekki helvítis andskotans dugleg

Hver vill flýja með mér til hlýrra karabískra eyja?

28.5.06

¡Feliz cumpleaños!

Hoy es un día especial. Es el cumpleaños de Gianluca del Campo también conocido como Giancarlo Romano. No sólo cumple años, sino también ha ganado el título muy deseado del hunk del año. Le mando mis felicitaciones desde mi isla nevada y muchos besos. Espero que coma tanto pastel que se ponga malo.

Me voy

Me gusta Islandia hasta cierto punto al menos y Reykjavík no está nada mal. No obstante estoy pensando en trasladarme a otro país, sí, en serio sería una idea estupenda. Esta primavera ha empezado con buen tiempo, casi calor, sol y todo. Los islandeses salían a la calle para celebrarlo, en los cafés había mesas fuera, en las heladerías había colas de dos kilometros y las piscinas y estaban llenas de gente que tenía ganas de broncearse. Toda una felicidad, y qué pasa? Después de una semana de temperaturas de verano empezó a hacer frío. Al principio parecía que el otoño ya había llegado pero cuando empezó a nevar notamos que era algo más grave. Ahora yo estoy en casa tan resfriada que apenas oigo nada y con fiebre, 3 días antes de que llegue junio. No sé a quién me tengo que quejar, pero eso tiene que cambiar, si no me traslado a Tehran.

25.5.06

Fiskur (19. febrúar - 20. mars): Þú ert rugluð og týnd sál og hefur ekki hugmynd um hvernig þú átt að nýta hæfileika þína eða í hvaða átt þú átt að fara. Þú vilt vera alls staðar og upplifa allt. En þar sem þetta er ómögulegt, þá fer allt í vitleysu. En það gerir ekkert til, þú ert sérfræðingur í sjálfsblekkingum og því að flýja raunveruleikann.
(Af mbl.is)


Stundum segja stjörnurnar hreinlega allt of mikið. Ég veit ekkert hvað ég vil eða hvert ég stefni. Eiginlega vildi ég óska þess að maður gæti ráðið fólk í að taka mikilvægar ákvarðanir eins og framtíðarplön fyrir sig. Ef til vill væri bara ráðið að stefna að því í framtíðinni að opna slíka þjónustu?

24.5.06

Ertu kátur sem slátur?

Við vinstúlka mín áttum í heitum umræðum um málskilning og því langar mig að fá að heyra hvað ykkur dettur í hug þegar eftirfarandi er sagt?

Rómans rímar við frómas

Annars hef ég lítið að segja þótt gjarnan hefði ég viljað grynnka á egómaníunni með því að skrifa örlítinn texta sem færa myndi þessar tvær myndir af sjálfri mér aðeins neðar á síðunni. Frá litlu er hins vegar að segja, ég hefði getað bablað mörg orð um Júróvisjón og eins gæti ég rætt um það hvers ægilega köldu andar utan dyra en ég held ég sleppi því í bili og leyfi fólki að njóta þess að vera til í stað þess að lesa bullið frá mér.

13.5.06

Te quiero Twix blanco, te quiero

He comido mi último twix blanco y ahora la gran preocupación de mi vida es que no sé si volveré a probar uno en lo que queda de mi vida. La estrecha realación entre Twix blanco y yo empezó en Copenhague cuando iba en camino para Madrid, al empezar mi año Erasmus. Me compré dos Twix en el aeropuerto y desde entonces no ha habido vuelta. Twix blanco es el gran amor de mi vida. La relación no ha sido siempre fácil, ha habido tiempos de pocos encuentros causados por falta de importación en ciertos países, pero también ha habido unos momentos maravillosos como los cinco días que pasamos juntos en Estambul y las semanas después de ese viaje. Al llegar a fin el año 2005, había habido unos meses de sequía, pero un día estando en un supermercado de lujo en mi propia ciudad veo una caja grande llena de twix blanco. Cado uno costó 1€20 pero tanto quería a mi twix que me compré diez. Poco a poco otras tiendas y supermercados empezaron a vender twix blanco y yo siempre he procurado tener unos cuantos en mi habitación. Ahora ya no me quedan. Adiós Twix blanco, siempre ocuparás una parte de mi corazón!

10.5.06

Borg óttans

Margir segja Reykjavík vera hættulausa borg enda glæpatíðni fremur lág í borginni í samanburði við aðrar evrópskar borgir. Eftir heimsókn mína í Hitt húsið í dag er ég ekki viss um að borgarbúar séu jafnsaklausir og fólk vill láta. Ég fór hlaupandi út úr staðnum á flótta frá starfsmanni þar sem sagði mig illgjarna og reyndi að beita mig ofbeldi. Hvet ég borgarbúa og ferðamenn sem koma til Reykjavíkur til að hafa varann á, ofbeldið er augljóslega mætt til landsins. Verið varkár!

Svo ég snúi að öðru þá á ég miða á Litlu hryllingsbúðina og leita eftir félaga til að koma með mér. Hver vill með?

8.5.06

Norrænt sambýli

Hefur þig alltaf langað að eiga lítinn bróður? Þarftu að bæta dönskuna þína vegna starfa erlendis? Ertu farinn að ryðga í finnskum gufubaðsvenjum? Er þá ekki tilvalið að bjóða lausa herbergið á heimili þínu til leigu til geðugs nordjobbara? Ég bið alla, jafnt konur sem karla, að kanna hvort þeir þekki einhverja sem eru tilbúnir að leigja ungu norrænu fólki, sem kemur hingað til lands til vinnu í nokkrar vikur eða mánuði og græða þannig örlitla peninga. Nauðsynlegt er að húsnæðinu fylgi aðgangur að eldhúsi, þvottaaðstöðu og baðherbergi. Þekkir þú einhvern sem gæti verið að leita að meðleigjanda, leigjanda eða grænlenskri systur, hafðu þá samband við mig á alma@norden.is

Sin ganas

Nunca he tenido menos ganas de ir de viaje como el martes pasado y el miércoles por la mañana aún pensaba en dormir para perder el vuelo a Copenhague. Mi mala leche me pasó al llegar a Copenhague. Hacía 20 grados y Nyhavn era más bonito que nunca. Llegamos a Malmö por la noche y fuimos a casa de nuestra jefa donde ibamos a dormir, un piso en la 16a planta que tenías vistas hasta Copenahague casi. Por la noche quedamos con un chico groenlandés con el que cenamos y nos contó cosas muy interesantes sobre Groenlandia y estropeó en parte la imagen mala que tenía de la situación en el país. Era un chico encantador y le gustaba mucho contar cosas de su país. El día después fuimos a la isla Ven que pertenece a Suecia pero está cerca de tanto Suecia como Dinamarca. Seguía haciendo muy buen tiempo así que en cada momento libre nos sentamos fuera del edificio en el que teníamos el curso para broncearnos un poco (sí, sí, sé que es algo imposible para mí). El curso estaba bien y la isla muy tranquila, casi igual de tranquila como los dos chicos daneses con los que compartimos una casita. Yo pensé que chicos de 19 años hacían much ruído y eran muy vivos. Estos no. Apenas nos hablaban y parecían tenernos miedo los pobres. Lo mejor de todo el viaje era comer pizza en Copenhague el sábado por la noche, después tomar un helado y luego el concierto de Radiohead que era fantástico. El días después nos portamos como islandesas verdaderas y utilizamos la última hora de nuestra estancia en Dinamarca para ir a un mercado de diseñadores, y casi perdemos el vuelo. Hubiera sido gracioso y divertido para contar. Ahora toca la vida normal, otra vez al trabajo y a trabajar mucho.

3.5.06

Slæmar fréttir

Kæru lesendur,
Mér tekur það afar sárt að færa ykkur þær afar slæmu fréttir sem hér fylgja. Frá og með morgundeginum og fram á sunnudaginn næsta verð ég á ferðalagi og mun því ekki kæta almúgann með skemmtilegum færslum og ekki heldur með yndisþokkafullri nærveru minni hér á Íslandi. Ástkær bróðir minn mun enn á ný njóta návistar minnar, sem og samstarfsmenn mínir í Nordjobb-verkefninu, sem ég mun hitta á ey nokkurri, er ber nafnið Ven. Ég veit að þetta kemur sem högg á ykkur sem rétt eruð að ná ykkur eftir langa fjarveru á Spáni og í Danmörku, en ég vona að það huggi ykkur að þessu sinni verður ferðin stutt og eins að engin ferðalög eru plönuð á næstu mánuðum. Megi æðri máttur fylgja ykkur á erfiðum tímum.
Ástarkveðja,
Alma.

26.4.06

España ay oh España

En los últimos días:

-he ido en coche por toda Dinamarca y también cruzado la frontera alemana e ido de compras en Alemania.
-he ido con dos amigas mías al palacio de la reina danesa en Aarhus para celebrar su cumpleaños. Se celebraba esperando fuera del palacio durante una hora y media y luego saludándole cuando salía al balcón. ¿Interesante?
-Eva y yo cenamos en el primer restaurante pakistani que fue abierto en Copenhague hace unos 25 o 30 años. Nos dio dolor de tripa.
-hemos pasado cuatro días en Barcelona, Gianluca, Giancarlo, Clarisse y yo. Estuvo muy bien a pesar de que Giancarlo é basso, brutto e anche grassso.
-un chico francés español nos invitó a una fiesta y creo que no hemos dado buena impresión a los pobres chicos de la fiesta. No viajarán nunca a Islandia o a Italia.
-he dado direcciones a un taxista que según yo (que llevaba tres días en la ciudad) no iba el camino correcto a nuestro hotel, y el pobre no dijo ni una palabra, sólo siguió unos 200 metros y abrió la puerta fuera de nuestro hotel.
-le robaron el monedero a Clarisse, y la dejaron así sin dinero, tarjetas y todo. Una mierda.
-el lado positivo del robo era denunciar. Que nos dejaron mear en los lavabos de los policías y los policías eran guapos y supersimpáticos, uno de ellos contándonos todo sobre su esposa (la puta) y las tradiciones de Cataluña mientras mucha gente esperaba fuera en la sala de espera.
-he vuelto a Madrid y he visto a Paloma, el futuro padre de mis hijos (que por cierto ya compró un piso para preparar la venida del bebé) y por supuesto he visto también a Jordi. Ahora toca quedar con más gente.

Hay fotos del viaje en la página de Gianluca si a alguien le interesa.

20.4.06

En España

Hasta el 28 de abril uso este número de móvil: 678 188 188
Unnt er ad ná í mig í símanúmerinu +34678188188 fram til 28. apríl. Ódýrara fyrir mig thar ed eg er svo vinsael ad ég hef ekki vid ad svara smsum og simtolum.

17.4.06

Tur til Danmark

Við Eva erum komnar til Kaupmannahafnar eftir að hafa keyrt um Danmörku endilanga og alla leið til Þýskalands. Aðalástæða ferðarinnar var sú að við vildum fagna afmælisdegi drottningar með henni, og þar eð hún ákvað að fagna í Árósum var ferðinni heitið þangað. Við Eva hittum Ragnheiði Ástu og mæltum okkur mót við hana á afmælisdeginum. Þrátt fyrir að mæta um það bil einum og hálfum tíma fyrir planaða tímasetningu náðum við ekki að slá Dönunum við með stundvísinni, góður hópur beið þegar fyrir utan hliðið við höllina. Við biðum svo í mjög góðu veðri og veifuðum svo drottningu, hennar ektamanni, syni, sonarsyni og tengdadóttur í samtals 2 mínútur held ég. Mjög gaman, sérstaklega þar sem við vorum í fremstu röð. Að sögn mér fróðari sást íslenski fáninn í sjónvarpinu og einnig glitti í okkur stallsystur á annarri rás. Höfum engu að síður ekki orðið varar við aukna athygli vegna þessa. Annars er ég mjög hrifin af Árósum og vonast eftir að koma þangað aftur. Ragnheiður Ásta er líka snillingur!!!
Síðustu nótt eyddum við Eva í Skælskör á Sjálandi. Við vorum heppnar að fá gistingu þar (þrátt fyrir að hafa bókað hjá Malene) þar eð fasistaeigandinn Jan lokaði móttökunni rétt eftir að við komum. Við fengum þó lykla að herbergi, eða ætti ég að kalla það frystiklefa þar sem orka, vatn og flest allt annað en pláss var sparað eftir mætti. Skælskör er samt flottur bær og þar er hægt að fá rosalega góða pítsu á veitingastaðnum Memo's, með steik og bernaisesósu sem álegg. Allir til Skælskör á næsta páskadag!

Heimsókn til Óla bróður míns

Hæ allir saman, nú er ég í heimsókn hjá Óla stóra bróður mínum. Það er búið að vera gaman í Danmörku. Við ferðuðumst um Jótland og Sjálland auk þess að fara til Þýskalands. Nú er hápunktur ferðarinnar. Erum í heimsókn hjá Óla stóra bróður. Hann er sértaklega fallegur og yndislegur. Íbúðin hans er geðveikt flott og greinilegt að vel er gengið um á þeim bænum. Við Eva Dögg fengum besta mat sem ég hef á ævi minni smakkað hjá Óla. Sunna kærastan hans aðstoði hann lítillega við matargerðina. Ég verð hjá Óla í tvo daga og það verður tvímælalaust skemmtilegasti hluti ferðalagsins. Mig langar mest að hætta við að fara til Spánar og vera bara hjá Óla því hann er svo frábær. Hann er búinn að gefa mér fullt af góðum ráðum hérna í Danmörku sem varða ferðlög og lífið í heild. Hann er ótrúlega klár og mér finnst að hann ætti að vera forsætisráðherra.

12.4.06

Ertu þá farin?

Já, ég er farin og kem ekki heim í bráð. Ferðinni er heitið til Danmerkur og Spánar og verður gott að flýja líf sitt hér á skeri. Heimkoma er væntanleg 29. apríl næstkomandi. Annars óska ég afmælisbörnum dagsins innilega til hamingju með daginn. Amma er 80 ára í dag og Finnur 7 ára. Til lukku!

1.4.06

Those were the days

No sé qué me pasa. Echo mucho de menos a mis queridos amigos Erasmus y quiero volver a mi vida del año pasado. En la foto se ve a Clarisse, Cliff y yo en un restaurante en Granada. Por casualidad todos llevabamos chaquetas rojas y parecíamos un grupo de estudiantes del mismo colegio o algo así. Ojalá que pudiera viajar atrás en el tiempo. Menos mal que pronto voy a ver a mi amor francés y al italiano más gracioso del mundo en la ciudad de Barcelona. Barcelona here I come!

28.3.06

Leiðinlegt líf?

Nei, eigum við nokkuð að vera með svoleiðis neikvæðni? Þótt ekki margt frásagnarvert hafi á daga mína drifið að undanförnu, hef ég engu að síður haft það ágætt. Ef til vill er best að nýta stikkorðafrásagnarmátann um allt það sem ég hef tekið mér fyrir hendur að undanförnu:

- Farið á frábæra tónleika hjá feimnasta tónlistarmanni Svíþjóðar, José González. Það var varla að hann þyrði að kynna lögin.
- Snætt humar og aðra dásamlega rétti á tapasbarnum íklædd rósóttum kjól frá Ösp.
- Lent í eignardeilu við móður mína um rúmið mitt. Það er bara svo þægilegt!
- Farið í sumarbústað til að funda og sofnað á fundinum, já steinsofnað.
- Rúntað um Akranes um miðjan dag á laugardegi og átt erfitt með að finna réttu leiðina í þokunni og spurt tvo sérkennilega karlmenn með bjórflösku í hendi vegar þar sem þeir sátu og spjölluðu í bifreið sinni.
- Horft á lokin í keilumóti og fengið ókeypis í keilu á eftir. Tapaði svo fyrir Valgerði í kvennaflokki eftir öfluga lokabaráttu.
- Farið á skauta með sex ára vini mínum, sem sagðist eiga japanska bekkjarsystur, sem hefði verið seld. Spurning að lögreglan fari að kanna mansal í Fossvoginum?
- Farið á Café Óliver og stutt þá skoðun mína að sá staður sé lítið spennandi.
- Hitt menn í röð á hamborgarabúllu, sem allir héldu bæði mig og Ösp undir tvítugu.
- Rætt við leigubílstjóra alla leiðina heim um aðgerðir er farþegar æla í bíl. (Þær eru víst mjög einstaklingsbundnar, hver bílstjóri hefur sína reglu. Bílstjórinn minn sagði mér samt ljóta sögu af bílstjóra, sem lenti illa í því þegar farþegi kastaði upp yfir innréttinguna. Óheppinn sá!)
- Ákveðið að fara að læra frönsku.
- Borðað andstyggilegar reyktar tófúbollur og heitið því að snæða slíkt ekki aftur.

Segið svo að líf mitt sé ekki spennandi!

22.3.06

¡Felicidades niño!

Hoy es el cumpleaños de Jordi (vease en la foto). Cumple tantos años que no se puede decirlo en una página blog como esta. Felicidades mi niño, y espero que tengas un buen día y que no me mates por haber publicado tu foto en el blog.

20.3.06

Sálufélagi í sjoppu

Ég er farin að vera jafnlöt og bloggarar, sem ég gagnrýndi áður, og skammast mín ekki einu sinni fyrir það. Kannski þetta verði eins og með pennavinina. Í upphafi var ég svo spennt að fá bréf að pennavinir mínir fengu svar afar fljótt, ætíð skrifað sama dag og ég fékk bréfið frá þeim en undir lokin hætti ég hreinlega alveg að skrifa og gaf ekki einu sinni skýringu. Nennti þessu hreinlega ekki lengur. Nú er þó svo komið að ég hef ekkert að segja. Líf mitt er orðið rútínukennt, ég vakna, fer í vinnu, fer heim úr vinnu, hvíli mig eða hitti mögulega vini, ef ég þarf ekki að vinna meira, hangi í tölvunni og fer aftur að sofa. (Ég tek það ekki fram en vitanlega eyði ég löngum stundum í át líka.) Þetta er tæplega frásagnarhæft, því miður.
Helginni eyddi ég í Munaðarnesi í þeim tilgangi að funda með stjórn Nordklúbbsins. Oft eru ferðalög gott efni í frásögn, en þetta ferðalag átti fáa spennandi hápunkta. Við keyrðum reyndar um Akaranes í leit að strætóstoppustöðinni en sáum eiginlega ekki neitt fyrir þoku. Einnig borðuðum við vonda borgara í Hyrnunni og böðuðum okkur í heita pottinum. Fundurinn var reyndar ágætur, mikil umræða, þótt skömmin ég hafi sofnað eftir að hafa sagt við krakkana: Ég er ekki sofandi, bara með lokuð augun að hlusta. Ekki alveg! Í kvöld fór ég svo í bíó í góðum félagsskap og eftir bíóið gerðist loksins nokkuð frásagnarhæft. Ég fann sálufélaga minn! Sá vinnur í sjoppu í Vesturbænum og sagðist því miður vera búinn með allt venjulegt kók og aðeins eiga ógeðslegt dietdrasl eftir, og sagði það með virkilegum andstyggðartóni. Svo gaf hann ríflega í bland í poka. Ætli þessi maður sé andstæðingur heilsufríka? Ég held að við gætum átt samleið í lífinu og ég hefði eflaust beðið hans á staðnum, ef ekki hefði verið fyrir ungan aldur hans. Ég verð líklega að bíða í tvö, þrjú ár, þangað til hann verður átján ára.

7.3.06

Til hamingju Ísland...nei mamma!

Dagurinn í dag er mömmu. Hún fæddist nefnilega á þessum sama degi fyrir nákvæmlega þrjátíu og sjö árum síðan. Ég óska mömmu innilega til hamingju með afmælið og eins með að sjónvarpið sé komið aftur í lag!

6.3.06

Poca vida

Hoy ha sido un día raro. He empezado yendo al dentista, pero dándome cuenta mientras esperaba que no tenía hoy la cita sino el miércoles. El día pasó rápido en el trabajo y trajo las buenas noticias que mi amiga Freyja va a trabajar en la misma oficina durante dos meses este verano. Hurra!!! A las tres tuve una reunión en un café en el centro y al salir se me olvidó pagar así que una de las chicas de la reunión tuvo que pagar mi cuenta. He cocinado (la cosa más rara de todo el día) y luego fui con mis amigos a un café donde pasamos la noche haciendo metáforas de pollas y coños utilizando hamburguesas, salchichas y melones. Qué vida más interesante! Lo más curioso hoy tiene que ser el email que acabo de recibir a mi dirección de la universidad. Es de un tío polaco que me pregunta sobre un cantante que participó en la preselección de eurovision. Quiere más información y no la encuentra así que decidió escribirme para pedirla. Y luego dicen que yo tengo poca vida...

4.3.06

Leiðin að hjarta mínu

The Keys to Your Heart
You are attracted to obedience and warmth.

In love, you feel the most alive when your partner is patient and never willing to give up on you.

You'd like to your lover to think you are stylish and alluring.

You would be forced to break up with someone who was emotional, moody, and difficult to please.

Your ideal relationship is lasting. You want a relationship that looks to the future... one you can grow with.

Your risk of cheating is zero. You care about society and morality. You would never break a commitment.

You think of marriage as something that will confine you. You are afraid of marriage.

In this moment, you think of love as something you don't need. You just feel like flirting around and playing right now.

Draumur það væri

Væri heimurinn ekki betri staður ef allir væru jafnglaðir og þetta fríða fólk?

1.3.06

Útskriftin mikla

Ég útskrifaðist úr Háskóla Íslands um helgina og heimsótti mig margt góðra manna bæði um daginn og eins um kvöldið, sem ég raunar eyddi heima hjá Kjartani, samútskriftarnema mínum. Veisluhöld heppnuðust vel og höfðu ónefndir skiptinemar orð á því að hið annars fremur rólega partý, sem Kjartan hélt, hafi verið SVAKALEGT og góð mynd af því hvað Íslendingar skemmta sér villt. Það er erfitt að dæma um hvað hafi verið besta gjöfin, en þessar koma til greina:
Ástarsögur frá Völlu og Ingu. Ég hlakka sérstaklega til að lesa Heppilegt fórnarlamb og Föðurímyndin.
Allar stelpur verða að eiga Birgittudúkku. Ég er mjög fegin því að hún kemur með viðeigandi skarti. Það hefði verið hræðilegt ef dúkkan hefði komið með óviðeigandi skarti, fólk myndi líta mig hornauga þegar ég geng með hana um miðbæ Reykjavíkur.
Þótt veislan hafi verið að mörgu leyti vel heppnuð, þá voru ekki allir jafnglaðir. Þessi litli strákur varð skíthræddur þegar Kjartan hóf að strippa fyrir veislugesti:
Hann var samt duglegur og fór ekki að gráta. Þessi hörkutól horfðu aftur á móti bara á Kjartan yfirvegaðar og nutu þess að sjá hann hrista bossann framan í gestina, kannski örlítið hneykslaðar.
Veislunni lauk á kristilegum tíma, án alvarlegra óhappa (Mér tókst ekki einu sinni að hella niður, brjóta flösku, gleraugu eða neitt í þeim dúr) og allir voru kátir í lok veislunnar. Takk kærlega fyrir mig!

28.2.06

Athyglisvert

You scored as Sociology. You should be a Sociology major!

Anthropology

100%

Sociology

100%

Linguistics

92%

Journalism

83%

Mathematics

75%

Psychology

75%

Art

75%

English

67%

Theater

67%

Dance

58%

Engineering

50%

Philosophy

50%

Biology

42%

Chemistry

25%
What is your Perfect Major? (PLEASE RATE ME!!<3) created with QuizFarm.com

27.2.06

Mala influencia

Temo haber sido muy mala influencia el fin de semana pasado. Mi amigo y yo hicimos una fiesta para celebrar haber terminado la carrera oficialmente e invité a "mi" estudiante de intercambio (soy persona de contacto para ella) y elle vino con un amigo alemán. Pareció pasarlo bien en la fiesta, yo le di vino y al amigo cerveza, y tal vez algo más, y mi amigo islandés seguramente les invitó algunas copas. Muy tarde nos fuimos para el centro y los dos nos acompañaron y vi que estaban ya bastante contentos. Yo, siempre buena chica, volví a casa poco después porque el día después tenía que madrugar pero mi estudiante de intercambio se fue con mis amigos a otro bar. Hoy he recibido un email de ella en el que me dice que volvió a casa a las seis, y no se acuerda de haberlo hecho antes. Se lo pasó bomba pero temió por la salud de su amigo alemán porque bebió mucho. ¿Se convertirá en mí la pobre? Espero que su año Erasmus le sea más saludable que el mío.

19.2.06

Bloggleikur

Einhverra hluta vegna eyðast út færslur hjá mér, kannski er komin ritskoðari til starfa hjá blogger.com. Annars er Een nýr bloggleikur kominn í gang og Helga skoraði á mig að taka þátt í þessum. Hér koma svörin mín.

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina
-Áleggsmeistari hjá Telepizza í Madrid
-Tómstundafulltrúi hjá Nordjobb á Íslandi
-Au pair í Cambridge
-Starf við umönnun aldraðra hjá heimaþjónustunni í Mariehamn

Fjórar myndir sem ég get horft á aftur og aftur
-Love Actually
-Todo sobre mi madre (Allt um móður mína)
-Italiensk for begyndere
-The Parent Trap (gamla)

Fjórir staðir sem ég hef búið á um ævina
-Í Reykjavík, á móti Kleppi -Torggatan 32 í Maríuhöfn -Sterndale Close í Girton, Englandi -Canillejas í Madrid

Fjórir sjónvarpsþættir sem ég horfi á
(þessar upplýsingar eru rangar þar sem ég horfi orðið aldrei á sjónvarp)
-Judging Amy
-Sex and the City (á DVD)
-Friends
-Cheers (þetta gerði ég raunar bara í haust)

Fjórar netsíður sem ég skoða daglega
-www.madrit.blogspot.com
-www.gmail.com
-www.mail.hi.is
-www.hotmail.com

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum
-Sviðnur í Breiðafirði
-Istanbúl
-Baskaland


Fernt matarkyns sem ég held upp á
-Hvítt twix
-Bleikja
-Kjúklingaborgari
-Humar

Fjórir staðir sem ég vildi heldur vera á núna
-Madrid
-Bólið hans Gaels
-Istanbúl
-Við sundlaugarbakka á lúxushóteli í Argentínu

Fjórir bloggarar sem ég skora á að svara sömu spurningum
-Jónas bandói
-Svalgerður
-Hlíf
-Bjarnheiður

Til hamingju Ísland með Silvíu

14.2.06

Fotos de Finlandia / Myndir frá Finnlandi

Mirad aquí. /Sjáið hér!

Elt af óheppni


-Hella heitri súpu yfir klofið á sér og taka ekki eftir því.
-Færa tösku og valda því í leiðinni að poki fullur af bjórdósum dettur og verður að mjög blautum poka.
-Kaupa böku og missa helminginn af fyllingunni á gólfið.
-Skellast utan í handfang í rútu með nefinu.
-Hella niður fullu kókglasi í flugvél.
-Ganga á vegglampa.
-Brjóta gleraugu á tveggja metra háum manni.

Flestir þeir sem þekkja mig vel og lesa þetta hugsa sjálfsagt að þetta passi allt vel við mig en ég held að ég hafi slegið met með því að takast að framkvæma þetta allt á einni helgi. Þrátt fyrir allt þetta skemmti ég mér konunglega í Finnlandi. Veðrið var fallegt allan tímann og það var gott að vera úti í kuldanum, spila golf í klofháum snjó, ganga á tveggja manna skíðum og þramma um á snjóþrúgum um skóga Lapplands. Gufubaðið var líka notalegt, sérstaklega af því að það var svo kalt. Ég rúllaði mér um í snjónum að vanda íklædd bikiníi og synti um í jökulkaldri sundlaug, sem þó var innandyra. Í þetta skiptið ákvað ég að vera ekki með í íslaugasundi, þar eð það fór fram klukkan átta um morgun og var án gufubaðs. Sé ekki eftir því. Held að hápunktar ferðarinnar hafi verið eftirpartýin í ósnyrtilegum húsakynnum okkar Bjarnheiðar og eins var gaman að dansa í karókí. Annars var þetta ferðalag mikið ferðalag, svo ég orði þetta illa. Við eyddum ófáum tímunum í rútuferðir, ægilega mörgum í flug og svo bið eftir flugi og annað í þeim dúr. Þegar við komum til Arlanda á sunnudeginum vorum við Jónas orðin svo þreytt á þessu flandri að við ákváðum að senda Bjarnheiði eina til Uppsala og fengum okkur hótelherbergi á flugvellinum. Einhverra hluta vegna lét ég ímyndunaraflið hlaupa með mig í gönur og bjóst við einhverju í dúr við lúxushótel sem ég hef sjaldan dvalið á en ekki var sú nú raunin. Herbergið var samblanda af fangaklefa (bara ekki einu sinni með glugga á hurðinni) og káetu á Viking Line. Það eina sem vantaði var bara vélarhljóðið við höfuðgaflinn. Ég held ég skelli mér bara inn í Stokkhólm næst þegar ég þarf að gista.

6.2.06

Lost in Føroyar

Tengo buenas noticias y malas noticias. Las buenas noticias son que los chicos aquí en las islas no están mal. Hay muchos muy muy feos pero el resto suele ser bastante guapos, no guapos como Gael, pero guapos. La mala noticia es que me contó la chica finlandesa que el feroés guapo no está comprometido. Está casado. Yo me pregunté por qué un chico tan joven haría una locura así y la respuesta: Viene de un pueblo muy religioso donde no está bien vivir en pecado. El pobre! Hoy vuelvo a casa, si habrá vuelos, y la verdad es que echo de menos a mi cama enorme y tengo ganas de estar en casa. Lo malo es que me quedo sólo un día, el miercolés voy a Suecia y desde allí a Finlandia. Besos desde Tórshavn!

5.2.06

Fólk i Føroyar

Eg held ad Thórshøfn sé einn fyndnasti stadur heims, a.m.k. fyrir Íslendinga. Tungumálid er svo hrikalega fyndid ad ég held ad samferdarmenn mínir hér hljóti ad halda ad ég sé klikkud, hlæjandi med sjálfri mér sí og æ. Eitt thad fyndnasta finnst mér barnafataverslunin B&B Baby og barnaútgerd. Í gær fórum vid út ad borda og kíktum svo á næturlíf Thórshafnar, sem virtist lifna vid álíka seint og í Reykjavík. Smám saman fór thó ad tínast inn stód karlmanna, en konurnar (réttara sagt unglingsstelpurnar) létu bída eftir sér fram eftir kveldi. Vid kynntumst Færeyingum, adallega einum, sem voru adeins búnir ad fá sér nedan í thví og ákvad einn theirra ad splæsa bjór á lidid (alls sjø manns), algerlega óhád thví hvort fólk langadi í øl edur ei. Svo reyndi sá hinn sami ad spjalla vid alla naerstadda. Eg raeddi vid hann goda stund um thad ad Íslendingar og Færeyingar væru ein stór fjølskylda (hann hafdi búid i Hafnarfirdi) og eins ræddi hann vid Finna um menningu beggja thjóda. Eg held ad frasi kvøldins hafi einmitt komid í theirri umrædu: ,,You kill bambi, we kill whales".

2.2.06

Fyrsti dagur i Føroyar

Ég held ad mér heimskara fólk sé erfitt ad finna. Mér tókst ad ruglast á nafninu á hótelinu mínu og fékk far í risataxa á hótel sem var svo ekkert mitt hótel, hét m.a.s. allt annad og var talsvert í burtu frá rétta hotelinu svo ad ég thurfti ad taka annan leigubíl. Annars hef ég thad fínt hér. Einhverra hluta vegna minnir Tórshavn mig á tvo stadi; Barcelona (ad ofan) og Stykkishólm. Allt er óskøp gamaldags, en fallegt ad sama skapi. Einveru minni hér á eynni er lokid í bili, hinir komu í dag og í kvøld er førinni heitid i heimsókn hjá Norræna félaginu hér. Thad er Alma sem talar frá Thórshøfn.

30.1.06

Las Islas Faeroes - Føroyar

Después de cuatro meses sin viajar, voy a salir de mi isla. Siempre es una gran cosa para los habitantes de una isla salir de su isla, pero esta vez es un poco raro, porque voy a ir a otra isla más pequeña, o más bien unas islas más pequeñas, LAS ISLAS FAEROES. No decidí yo misma ir a este sitio, sino mis jefes en Malmö. Vamos a hacer un curso en mi trabajo, e iré sola desde Islandia. Los vuelos para Tórshavn pueden ser muy costosos, pero de alguna manera, mis jefes han conseguido un billete muy barato con vuelo directo. Lo único malo es que yo tendré que quedarme dos días sola en las islas, o tal vez no sea malo. He estado pensando en cosas que pueda hacer. Posiblemente vaya a ver a un amigo de mi padre, para regalarle una botella de coñac, pero fuera de eso, no tengo ningunos planes. Tal vez vaya pasando por las calles en busca del faeroés guapo que vi en octubre o mejor voy a ver la ciudad. Lo que sé es que no estaré en casa durante los próximos cinco días. Adiós!

23.1.06

Leiðinlegasti dagur ársins?

Í Morgunblaðinu má lesa um það að dagurinn í dag eigi að vera sá versti á árinu. Þrátt fyrir erfiðan morgun sökum þreytu, þá er ég nú alls ekki sammála enda væri það ljótt. HLÍF Á AFMÆLI! Til hamingju með árin 25!

Enn einn leikur

Jæja, enn einn leikur. Svarið mér þessu í kommentakerfinu, og setjið svo á bloggið ykkar til að ég geti svarað um ykkur.

1. Hver ert þú?
2. Erum við vinir?
3. Hvenær hittumst við fyrst og hvernig?
4. Ertu hrifinn af mér?
5. Langar þig að kyssa mig?
6. Láttu mig hafa gælunafn og útskýrðu afhverju þú valdir það
7. Lýstu mér í einu orði.
8. Hvernig leist þér á mig þegar þú sást mig fyrst?
9. Lýst þér ennþá á mig þannig?
10. Hvað minnir þig á mig?
11. Ef þú gætir gefið mér eitthvað hvað myndi það vera?
12. Hversu vel þekkiru mig?
13. Hvenær sástu mig síðast?
14. Hefur þig einhverntímann langað til að segja mér eitthvað en ekki getað það?
15. Ætlarðu að setja þetta á bloggið þitt svo ég geti skrifað um þig?

22.1.06

Fimm sérkennilegar ávanar

Nú er kominn nýr leikur í gang, a.m.k. í bloggheimum Spanjóla, og ég ætla að þýða þennan sem Oria skipaði mér að taka þátt í.

1. Ég hata að bursta tennurnar, þótt vitanlega geri ég það. Mér finnst það taka allt of langan tíma og því reyni ég að eyða þessum tíma í annað á leiðinni. Ýmist geng ég inn í sjónvarpsherbergi og horfi á eitthvað meðan ég bursta, eða að ég fer inn til mömmu og hlusta á samtöl hennar og systur minnar. Hvorug er hrifin af athæfinu og segja þær báðar að maður eigi að bursta tennur inni á baðherbergi.

2. Yfirleitt þegar ég fer á klósettið heima hjá mér, þá loka ég ekki hurðinni. Einhverra hluta vegna finnst mér það ægilega notalegt. Reyndar loka ég henni oftast ef gestir eru heima og eins er hef ég hana mismikið opna. Þetta er heldur ekki vinsælt heima.

3. Ég glápi gjarnan á fólk úti á götu, fólk sem ég þekki ekkert og ég horfi lengi. Líklega er fólk hrætt við mig út af þessu.

4. Eftir bað eða sturtu, skelli ég mér alltaf í slopp og stripplast svo um húsið í góða stund. Sökum óútskýranlegra gena minna, tekst mér alltaf að láta eins og eitt brjóst sleppa út og almenningur fær því að njóta þess, sér til takmarkaðrar gleði.

5. Ég er hrikalega slæm með að heilsa ekki fólki, sem ég þekki úti á götu. Þetta hefur valdið reiði manna og er von á bót. Samt kannski ekki, ég gerði þetta síðast í gær.

Nú er mál að velja fórnarlömb í leikinn. Eftirtaldir eru vinsamlegast beðnir um að segja lesendum sínum frá fimm sérkennilegum ávönum. (Ég nenni ekki að hvetja fólk í kommentakerfinu eins og skipunin segir)
Heilög Valgerður
Páll á nýju síðunni
Lubba og Eva
Cliff
Magdalena, dóttir vinnufélaga

Otro meme

El otro meme que me pasó Oria es más divertido creo.

Cinco extraños hábitos míos.

1. No me gusta gastar mi tiempo en cepillarme los dientes. Eso no entiendo que no lo hago, sino que mientras me los lavo voy andando por la casa. A veces entro en la habitación donde tenemos la tele o en el dormitorio de mis padres. No hace falta ni mencionar que a mi madre no le gusta nada.

2. Meo con la puerta abierta en mi casa. No es algo que hago siempre, siempre, y depende cuánto está abierta la puerta. Pero me gusta más tenerla algo abierta. Muy triste, y no popular entre mis familiares.

3. Mirar a la gente, pero mucho. A veces doy miedo, mucho miedo, creo.

4. Después de bañarme o ducharme, siempre me pongo un albornoz y voy andando por la casa. Por haber sido bailarina erótica en mi última vida, suelo dejarles ver como una teta desnuda o al menos una pierna a mis familiares a los cuales no les gusta eso.

5. No saludar a gente que conozco es algo que hago muy a menudo y también algo que pienso dejar, lo más pronto posible. No obstante, sólo hoy por la universidad he visto a unas tres o cuatro personas que conozco y no les salude. Muy mal.

No voy a mandar a nadie que haga un meme aquí, tal vez lo traduzca y se lo pido a gente que tiene blogs en islandés.

18.1.06

Meme

Oria me pasó el siguiente meme sobre la influencia de la mujer en la blogosfera, qué mujeres escriben bitácoras temáticas y por qué ha de ser actualidad.
Tanto Oria como la chica que se le pasó el memo hablan de que ya es hora que llegue el día en que fuera una noticia un blog escrito por una mujer. No sé si será realidad islandesa únicamente, pero no veo una carencia de blogs escritos por mujeres, al menos no en islandés. Tal vez sea el caso en España pero yo creo que mi lista de enlaces dice más que míl palabras, si calculo bien 25 entre 34 de los de mi lista son escritos por mujeres. Os pregunto a los españoles, ¿De verdad se nota una diferencia en número entre blogueros femeninos y masculinos? Acabo poniendo unos blogs de mujeres que me parecen bien escritos.

Una amiga de una amiga -Siempre leo su blog que está escrito en inglés por ser sincero, divertio y a la vez muy bien escrito.

La amiga -Escribe a menudo cosas que me hacen reir. Espero que no vaya a haber censura ahora que su madre descubrió el blog.

Ahora pongo dos blogs de gente para mí completamente desconocida, los cuales leo de vez en cuando. Me da mucho corte admitirlo pero bueno, no van a poder leer eso, supongo.
Una jovencita que se enferma a menudo y la reina del hielo

La que me pasó este meme también escribe un blog interesante, y con un tema y también mi hermana y su amiga escriben un blog muy divertido para mencinoar algunas más.

Les paso este meme a las chicas que leen este blog y escriben un blog en español. Hmm...nadie que conozca yo salvo la persona que me lo pasó...pero bueno. Da igual. El otro meme tendrá que esperar.

16.1.06

Para mis españolitos

Llevo míl años sin escribir nada para mis lectores hispanos por lo cual os voy a aburrir con unas palabritas. Como siempre no tengo nada de contar así que voy sumando mi vida en las últimas dos semanas:

-Empezé mi nuevo trabajo y después de un día y medio tuve que pedir días libres para poder entregar el borrador de mi trabajo final de carrera.
-Cuidé a mis niños y el má pequeño me dijo que le pareció maravilloso el libro que le regalé. Es un amor.
-Recibí un mensaje del señor Pene después de varios meses muy temprano por la mañana y no pude dormirme otra vez.
-Entregué el borrador del trabajo final.
-Volví al trabajo y me dieron 38 hojas en sueco para traducir.
-No le dije a la coordinadora en Malmö que nunca he estudiado sueco, lo único que sé es de vivir en Åland durante siete semanas = poco!
-Casi sufro un ataque de nervios por el trabajo final, y mis encuentros con la profesora entran en la parte de mi vida denominada: "Cosas que arrepiento y fracasos totales".
-Mi profesora me mandó un email diciéndome que voy a graduar el 25 de febrero.
-Me devolvió el trabajo mi profesora para corregirlo.
-Celebré con beber tres noches seguidas (nada de borracheras madrileñas no obstante) pasándolo muy bien.

Ahora casi he terminado la traducción y tendría que estar con el trabajo final, pero la pereza que me da me es superior. Alguien quiere hacerlo por 200 Euros? Creo que me voy a dormir, de todos modos tengo cortados dos dedos y me duele la tripa después de cenar morcilla de hígado mala.

15.1.06

Til lukku!

Stúlkan sem gjarnan felur vökva í veski sínu á afmæli í dag. Flestir ímynda sér eflaust hvernig stúlkan muni halda upp á daginn, en kannski er best að hafa sem fæst orð um það. Forsvarsmenn La historia de mi vida óska dömunni innilega til hamingju með daginn og vona að hún haldi veislu sem fyrst. (Best væri að boðið yrði upp á kökur). Lengi lifi fröken veski, húrra, húrra, húrra!

13.1.06

Back to the past

Valla sendi mér búta úr gömlum tölvupóstssendingum sem fóru fram milli okkar fyrir sex árum síðan. Þá þótti okkur eftirsótt að vera nörd og kepptum okkar á milli. Hér birti ég búta úr bréfinu, og ber það saman við nútímann. Úff hvað hlutirnir breytast á stuttum tíma. Það er við hæfi að atriðin séu þrettán.

,,6. 1. 2000

Sælar stúlkur!

Þið báðuð um samkeppni (reyndar ekki) og fenguð hana. Ég ætla hér að koma með einhver rök fyrir því af hverju ég er nörd og þar af leiðandi af hverju ég er meira nörd en þið. Gjörið þið svo vel!

1. Ég er MR-ingur. -Jú, það erum við allar en því er ekki að neita að það er ákveðinn nördaljómi yfir því að vera í lærða skóla. -Ég er ekki lengur þar, núna bara í Háskólanum og m.a.s. á leiðinni út þaðan.
2. Fatastíll minn er blanda af Hagkaup, Vero Moda og Kolaportinu. -segir sig sjálft hvað er nördalegt við það. -Ég er nú alveg hætt að versla í Kolaportinu og fataskápurinn minn er að lang mestu leyti úr H&M.
3. Mín helsta skemmtun er að fara á skyndibitastaði og borða. -Sumt breytist aldrei. Þetta hefur bara aukist ef eitthvað er.
4. Ég hangi á Netinu....á ircinu líka oooog ég skoða mbl.is reglulega. -Ástandið á þessu er ósköp svipað, nema að núna er msn-ið tekið við af ircinu. Mbl.is skoða ég enn þá reglulega, og fullt af öðrum síðum.
5. Ég drekk ekki, djamma ekki og stunda enga skemmtistaði...(nema auðvitað Ak-Inn). -Þetta hefur breyst, ég er víst farin að lifa fremur spilltu lífernu. Svo er ég alveg hætt að fara á Ak-inn, fer bara á Aktu taktu.
6. Aldrei hefur Stöð 2 verið keypt á heimili mínu svo að ég hef alist upp við þá menningu að horfa á bandarískar myndir frá árinu ´83 og norsk-kanadískar myndir á föstudagskvöldum. -Tilkoma Skjás eins bjargaði heilmiklu svo að ég er ekki algjörlega út úr öllu sjónvarpsefni. Erum samt enn án Stöðvar 2 og mér gæti ekki verið meira sama. Held að ég hafi hreinlega lært að elska norsk-kanadískar myndir.
7. Um síðustu áramót heimsótti ég vinkonu mína í klukkutíma og sat með henni inni í eldhúsi hjá afa hennar og ömmu og drakk kók. Svo fór ég heim að sofa! -Núorðið djamma ég raunar oft um áramót...en þetta voru hin fínustu áramót hjá vinkonu minni.
8. Um þarsíðustu áramót tók ég átta videóspólur með þessari sömu vinkonu og vini okkar. -Þetta hef ég ekki endurtekið, ekki enn.
8. Uppáhaldsstaðurinn minn er rúmið mitt...og það er ekki vegna þess að ég stundi villta ástarleiki þar...þvert á móti. -Rúmið er enn uppáhaldsstaðurinn minn, sérstaklega nýja rúmið mitt. Voðalega lítið um ástarleiki í lyfturúminu.
9. Ég hef farið á briddsnámskeið...og mér fannst rosalega gaman. -Síðasta námskeið sem ég tók var í Háskólanum. Hef ekki spilað bridds síðan, en væri nú alveg til í að prófa aftur.
10. Þegar ég var lítil fór ég á tölvunámskeið sem tók fyrir stærðfræðireikning með tölvum. -toppið þetta! -Hmmm...
11. Ég kíki á tölvupóstinn minn um það bil tvisvar á dag en fæ kannski í mesta lagi eitt bréf á dag - frá netklúbbi Flugleiða og ættingjum. -Ég kíki oftar en tvisvar á dag, en fæ óttalega ómerkilegan póst yfirleitt. Nema kannski í dag, þegar ég fékk gömul bréf frá Völlu.
12. Mér finnst gaman að fara í Elko og Rúmfatalagerinn á sunnudögum. -Ég HATA að fara í þessar búðir á sunnudögum. Það er algjör martröð!
13. Ein áramótin (einhvern tímann eftir að ég var orðin að minnsta kosti fjórtán, fimmtán ára) gisti ég heima hjá ömmu minni og við horfðum á sjónvarpsstöð sem sjónvarpaði beint frá forstofunni (Þar er öryggismyndavél) næstum alla nóttina."-Þessi rás var góð!

12.1.06

Próf lífs míns

Í dag í vinnunni fékk ég sent próf lífs míns og ákvað að taka það, alls óhrædd og án nokkurrar vitneskju um það sem mín beið. Prófið, sem raunar var vel undirbúið og orðað við Dalai Lama á einhvern hátt, samanstóð af fimm spurningum, hver annarri betri. Meðal annars voru notaðir litir og lýsingarorð til að finna út sannleika lífs hvers og eins. Prófið var gott og blessað en niðurstöðurnar voru sláandi. Þarna gat ég til að mynda fundið út forgangsröðina fimm atriðum í lífinu; fjölskyldu, heiðri/stolti, ást, peningum og starfsferli. Hjá mér var fjölskyldan efst, svo kom heiðurinn/stoltið, því næst peningar og svo ást og starfsferill. Einnig raðaði ég lýsingarorðum á undursamlegan máta og fékk út að ég er mjúk (ætli þeir sjái í gegnum tölvuna að ég er með aukakíló?), að maki minn er lævís (því er ég sammála, hann er svo lævís að honum hefur tekist að fela sig fyrir mér í ansi hreint langan tíma) og að óvinir mínir séu óhreinir. Ætli þetta þýði það að ég eigi að forðast fólk sem lyktar illa? Líf mitt í heildina er iðandi, og hvað haldið þið, kynlífið mitt er vont. Eftir þetta lífspróf, er nokkuð ljóst að ástarsambönd eru ekkert fyrir mig, ástin neðarlega í forgangsröðinni og kynlífið vont. Svo er manneskjan sem ég fékk út að ég elska ekki á lausu. Valla, það er engin von á að þú komir út á markaðinn á næstunni er það?

3.1.06

Feliz cumpleaños, guapa!


Hún á afmæli í daaaaag.
Hún á afmæli í daaaaag.
Hún á afmæli hún Claaaaaa.
Hún á afmæli í daaaag.

Hún er tuttugu og þriggja í daaag.
Hún er tuttugu og þriggja í daag.
Hún er tuttugu og þriggja hún Claaaarisse.
Hún er tuttugu og þriggja í daaag.

Felicidades. Espero que tengas un buen día y que tengas la oportunidad de comer algo igual de rico como el día que te hice la foto en Madrid. También espero verte pronto niña. Bisous!

2.1.06

Gleði á nýju ári

Lesendum mínum óska ég þess að árið 2006 verði fullt af gleði, glaumi og góðum stundum og þakka að sama skapi fyrir liðið ár.

Gamlárskvöld er liðið og var hið skemmtilegasta. Upp úr stendur fyrsta og önnur stöð í Freyjuleikunum, dans á Hressó, fimm þúsund karlinn og fallegi Austurríkismaðurinn. Ég er glöð að ég var ekki heima að læra, þótt vitanlega sjái ég eftir því núna þegar ég reyni að koma skikki á ritgerðarandskotann. Það væri gaman að skoða færslur síðasta hausts og sjá í hve mörgum færslum mér tekst að nefna BA-ið ekki. Örugglega fáum. Talsvert velti ég fyrir mér að setja mér áramótaheit, svona til að brjóta svo í annarri viku janúar ef ekki fyrr. Ég skellti inn nokkrum hugmyndum á spænsku, til dæmis um að ferðast minna, spara pening fyrir íbúð og finna mér kærasta, og læra að segja nei. Allt finnst mér þessar hugmyndir út í hött, yfirleitt vegna þess að ég veit að þetta mun ekki rætast.

Síðasta hugmyndin situr samt í mér, aðallega vegna þess að systir mín kallaði mig push-over. Þar af leiðandi er ég að pæla í að reyna að segja bara alltaf það sem mér finnst, nei þegar það á við og aldrei að láta valta yfir mig. Hin nýja sterka Alma mun láta skoðanir sínar í ljós og satt mun aldrei kyrrt liggja. Ef ég stend við þetta spái ég því að vinahópurinn minn muni lágmark minnka um helming fyrir næstu áramót, kannski ágætt til að spara í jólagjöfum, þá þarf ég ekki að skipta um trú fyrir næstu jól. Annars er líklegra að ég standi ekkert við þetta, betra bara að vera ekki með neitt heit eins og venjulega.

1.1.06

Nochevieja

Ya pasó, la noche del año que todos esperan y para tantos acaba siendo una gran decepción, tal vez por eperar que siempre sea la noche más divertida de todas y de mucha juerga. Para mí, la verdad nunca ha sido una noche muy especial, a veces divertida, pero para nada la mejor noche del año.
En 2004 estuve en la Puerta del Sol a medianoche en nochevieja, lo cual de hecho fue algo un poco especial, pero este año hice lo típico, fui a la fiesta de cumpleaños de mi tía, a otra fiesta en casa de mi amigo, pero también a otra fiesta en un club en el centro. En Islandia la gente suele emborracharse mucho en nochevieja y todo el mundo está bien preparado con un montón de fuegos artificiales que causan un cielo completamente alumbrado y un ruído insoportable, al menos para mí. Todo eso es bonito, pero también se puede criticarlo un poco. De la noche de ayer tengo dos ejemplos, los cuales explican por qué digo que tal vez haya aspectos para mejorar. Lo primero, cuando salimos a darnos un paseo mi prima y yo, vi a una familia que estaba preparando los fuegos artificiales, los padres y el hijo de tres años. A veces pienso que la gente es tonta, pero muy tonta. También había unos niños de diez o doce años que encendieron unas cosillas que iban en dirección horizontal y acabó en la parte trasera de un vehículo. Muy bonito. Lo segundo es lo que vimos al entrar en el club, un chico con una herida en la frente, que estaba tumbado en el suelo vomitando y gente diciendo: "Lo mejor es dejarlo ahí para que vomite". Es que la gente es tonta.
A pesar de esas críticas mías, me lo pasé bomba ayer, y estoy contenta de haber decidido salir en vez de quedarme en casa estudiando. Estaba de muy buen humor, bailé mucho y vi a muchos amigos, y mi amiga y yo hablamos con el chico más guapo que he visto..este a
ño al menos. Feliz 2006 a todos!