10.8.07

Kvart og kvein (kannski best að lesa ekki)

Mér finnst ægilega leiðinlegt að flytja. Það er eiginlega alveg sama hversu stutt er flutt, það er alltaf leiðinlegt. Hræðilegast hlýtur þó að vera að flytja milli landa. Að setja í kassa og ákveða hverju eigi að henda er erfitt verk fyrir fólk eins og mig, sem allt vill geyma. Ekki skánar það við að þrífa íbúðina en ég held að þa allra allra ömurlegasta sé að standa í því veseni sem fylgir því að senda búslóð með skipi milli landa. Þekkið þið einhvern sem tekur að sér að ná nokkrum kössum af drasli og eins og einu rúmi út úr tolli gegn vægu gjaldi? Endilega sendið mér númer!