31.10.02

Jó, jó, hó, hó! Liggaliggalái, liggaliggalái, ég er komin í helgarfrí! Á morgun er einhver helgidagur, Dagur hinna daudu eda eitthvad svoleidis. Thá fer fólk víst í kirkjugardinn med blóm og heilsar upp á látna aettingja og vini thótt sá sidur sé reyndar ad hverfa. Ég aetla ekki ad fara í neinn kirkjugard, bara ad njóta thess ad vera í fríi. Planid var ad fara kannski til Barcelona med Arnari Rapp og félogum en vid haettum vid thar sem vid efudumst um ad fá mida svona seint. Í stadinn er paeling ad fara til Alcalá de Henares eda hvad thad nú heitir ad sjá leikhús úti á gotu. Í gaer gerdi ég dálítid merkilegt! Ég fór og hitti hóp af Íslendingum á einhverju kaffihúsi hér í borg. Thad var satt best ad segja alveg ágaett. Meirihlutinn af fólkinu er ad laera honnun af einhverju tagi; kvikmyndahonnun (piltarnir í hópnum), innanhúsarkitektúr og fatahonnun. Ad auki komu tveir gamlir MR-ingar sem eru Erasmusskiptinemar vid einn af háskólunum hér, man ekki hvad thaer heita...thaer eru ári eldri en ég og voru líka á nýmáladeild tvo. Gaman gaman! Reyndar var ekkert skemmtilegt vid midaldra Nordmanninn sem kom og taladi vid okkur. Hann var óged!!! Sá sagdist ekki geta slitid augun af brjóstunum á einni stelpunni (sem var med smá brjóstaskorusýningu) og sagdi haldarann hennar afar flottan. Vid mig sagdi hann "Vaknadu, vaknadu" og baetti sídar vid ad ég vaeri med klórilegt bak og baudst til ad klóra thad. OJOJOJOJ! Muna ad fara aldrei til Oslo! Rosa beibí er farin til Segovia og aetlar ad eyda helginni thar en lofadi reyndar ad koma snemma á sunnudaginn svo ad vid gaetum farid í bíó (paelingin var ad fara í svona thrívíddarbíó) eda gera eitthvad skemmtilegt. Getur einhver hjálpad mér? Mig vantar hugmyndir ad ritgerd um hrydjuverk! Endilega endilega sendid mér punkta, helst á spaensku. :O) Alma. p.s. Samband mitt vid ávaxtasalann er í hradri thróun. Sídast thegar ég fór spurdi hann mig í hvad ég notadi rúsínurnar, hvort ég byggi til bollur úr theim eda hvad. Thegar ég sagdist borda thaer med múslíi eda einar og sér vard hann afar hneyksladur og sagdi Nordurlandabúa ekki kunna ad borda. Hann reyndi svo ad fá mig til ad skipta um rúsínutegund og gaf mér smakk. Ég hef eflaust hneykslad hann enn meira í morgun thegar ég gekk fram hjá honum (og heilsadi) med morgunmatinn í lófanum, rúsínur. :)

26.10.02

Hó, hó, hó! Laugardagar eru gódir thví ad thá get ég sofid út! Ég nýtti mér thad í morgun, svaf til klukkan ellefu, alveg dásamlegt! :o) Ég er búin ad vera í hálfgerdri leti í dag, laera adeins, fara út í búd ad versla í matinn og svo fór ég reyndar ádan á videóleiguna. Hún er dálítid langt í burtu, sem er reyndar fínt til ad rannsaka adeins hverfid, sem ég bý í. Thetta hverfi er alls ekki eins slaemt og ég hélt í upphafi. Thad eru ágaetir gardar í nágrenninu, falleg hús og thad er ekkert svo skítugt, nema kannski vid mína gotu af thví ad hún er eins konar verslunargata. Úrvalid á videóleigunni er vaegast sagt omurlegt! Myndirnar eru gamlar og fáar. Vid Rosa fórum saman á videóleiguna í gaer (thetta er nýtt áhugamál hér) og thurftum meira ad segja ad fara tvisvar. Í seinna skiptid krafdist Rosa thess ad vid taekjum straetó! :) Hún krafdist thess líka ad vid myndum taka "The Kid" med Bruce Willis, sagdi hana alveg frábaera. Hún hafdi svo sem ekki rangt fyrir sér, thetta var skemmtileg mynd og audveld ad skilja. Arnar kom í heimsókn og horfdi med okkur og vid endudum á thví ad elda kvoldmat, algjora veislu satt best ad segja: Salat aka vips, tortilla española, kartoflur í ofni og fleira. Smakkadist afskaplega vel. Jaeja, pizzan er í ofninum og thvotturinn í thvottavélinni. Sjáumst sídar! Alma. p.s. Í kvold graedi ég klukkutíma, klukkan thrjú verdur tvo....held ég. :) p.p.s. Var ég búin ad segja ykkur ad ég er farin ad vingast vid einn af ávaxtasolunum í gotunni. Ég kaupi reglulega af honum rúsínur og átti í upphafi í erfidleikum med ad muna nafnid á theim. Sídast spjolludum vid heilmikid saman um Ísland og saltfisk. :)

23.10.02

Jaeja, thad er langt sídan ég skrifadi sídast. Ég er nú búin ad bralla ýmislegt sídan thá. Á laugardaginn sídasta fór ég í ferd á slódir Don Quijote. Illu heilli hittum vid ekki á hann sjálfan en vid skodudum safn í einhverju thorpi og bókasafn sem hafdi ad geyma thýdingar á Don Quijote á ýmsum tungumálum, medal annars íslensku, sem var áritad af Vigdísi Finnbogadóttur. Ég fylltist vitanlega miklu stolti af ad sjá thetta. Vid fórum líka á einhverja fleiri stadi en satt best ad segja kann ég ekki nofnin....vid skodudum vindmyllur, fórum á veitingarstad ad borda hádegismat (rosalega gód tortilla española og hreaódýr). Á veitingastadnum sat ég gegnt vatni og útsýnid var dásamlegt. Vid Daninn, sem sat vid hlidina á mér (ég kynntist konunni hans einmitt thegar ég var ad skoda íslenska Don Quijote og hún danska) vorum baedi mjog hrifin. Ég aefdi mig adeins í ad tala donsku vid thau en thad gekk bolvanlega. Thegar ég reyndi ad segja eitthvad komu bara spaensk ord upp í hugann. Í dag var tungumálakennarinn veikur svo ad ég fór nidur í kaffiteríuna med amerískri stelpu sem er med mér í bekk. Thad vaeri ekki í frásogu faerandi nema vegna thess ad konan í kaffiteríunni....nei á barnum (btw ég sá fullt af áfengisfloskum thar, thad er víst haegt ad kaupa vodka, viskí og det hele) var ótrúlega dónaleg. Sú ameríska pantadi sér fyrst og ég aetladi svo ad panta en konan fór eitthvad. Ég beid góda stund, tholinmód, en faerdi mig svo til svo ad ég fengi afgreidslu. Kella sagdist thá hafa spurt mig hvort ég vildi eitthvad en ég hafi thagad. Ég sagdist ekki hafa heyrt en thad skipti engu máli...en hún sagdi thá: "Thú bara skildir ekki!" og sídar útskýrdi hún thad líka fyrir theirri amerísku ad hún hefdi sko spurt mig og ég ekki skilid. Ljóti dóninn...ég er nú ekki svo heimsk ad ég skilji ekki svona einfalda hluti. Svona geta Spánverjar verid....hunddónalegir....en sem betur fer eru their flestir afskaplega indaelir og jákvaedir. Jaeja, er farin í háttinn. Ahh...já ef einhver vill mynd af húsinu mínu, thá get ég sent. Thúsund kossar! Alma.

13.10.02

Hó, hó, hó! Sunnudagur í dag! Enginn skóli! :) Í gaer fór ég til Toledo med Arnari, Virginiu (konunni, sem hann býr med) og Ines (portúgolsk vinkona Virginiu). Vid fórum frekar snemma og eyddum ollum deginum thar. Thetta er tilvalinn stadur fyrir dagsferd frá Madrid, bara í klukkutíma fjarlaegd. Thegar thid (thetta á ekki adeins vid nánustu aettingja og vini, Hlíf!!) komid í heimsókn getum vid farid til Toledo, ok? :O) Toledo er ofbodslega falleg borg, ein af theim fallegri sem ég hef séd. Gamli hlutinn afmarkast af múrveggjum og borgin er eiginlega uppi á eins konar haed. Byggingarnar eru af ollum toga, frá hinum ýmsu tímabilum og ýmissa áhrifa nýtur vid. Sumt undir sterkum áhrifum frá múslimum, annad frá kristnum. Ég hélt ad ekki vaeri til staerri dómkirkja á Spáni en sú í León, thad er thangad til í gaer. Dómkirkjan í Toledo er miklu staerri...og magnadri. Virginia sagdi mér reyndar ad thad vaeru til enn thá staerri, í Santiago de Compostela (Sigga og Eva, vid thangad) og einhverjum fleiri borgum. Thessi var gígantísk, med fullt af litlum kapellum, mjog hátt til lofts og risastórt gull...altari eiginlega. Ég veit samt ekki alveg hvad thad myndi kallast. Thetta altari var skreytt med myndum, eiginlega svipmyndum úr aevi Jesú. Mjog áhrifamikid! Vid skodudum líka eitthvert gydingasafn og fórum í klaustur!!!! :) Ég hef ekki ordid jafnsodd hér á Spáni og í gaer, thríréttadur middegisverdur er of mikid fyrir mig. Eftirrétturinn var eiginlega eins og grjónagrautrinn hennar ommu, bara ekki eins gódur. Jaeja, jaeja...heyrumst sídar!

10.10.02

Jaeja, núna aetla ég ad segja ykkur adeins meira af skólanum. Spennandi, ekki satt? Ég kom heim í dag uppgefin og langadi ekkert ad halda áfram í thessum skóla. Smám saman jafnadi ég mig nú og ég vona ad thetta gangi allt saman betur á morgun. Í dag fór ég nefnilega í "Seminario de Cultura española" sem er sem sé einhvers konar menningartími. Prófessorinn, kona á besta aldri, taladi á 150 kílómetra hrada og ég nádi varla ordi af thví sem hún sagdi, ef til vill ekki skrítid thar sem stjórnmálaordafordi minn er afar takmarkadur, baedi í íslensku og spaensku. ¡Qué triste! Mér líst ágaetlega á hina nýju kennarana, sem ég er búin ad hitta. Konan, sem kennir spaenska tungu, virkar mjog vel á mig og listasogukennarinn er fínn líka. Sogukennarinn gerdi lítid annad en ad hraeda okkur í fyrsta tímanum, sagdi thetta erfidasta fagid, og bunadi út úr sér alls konar upplýsingum. Ég er samt komin med bók í sogu svo ad thad aetti ad reddast. Vonum thad! Kennarinn sem kennir mér textarýni...eda hvad sem thad myndi kallast á íslensku, virdist brjálud. Hún talar med nedri góm (sem ekki er til bóta vardandi skilning) og er alltaf ad spyrja nemendur ad einhverju skrítnu. Vitid thid hvad? Ég var í skólanum um daginn seinni part dags...um níuleytid um kvoldid reyndar, og gekk fram hjá thar sem kaffistofan er (eda barinn eins og thad kallast víst) og hvad haldid thid???? Nemendur sátu thar fyrir utan og drukku bjór. Ekki nóg med ad reykt sé á gongunum, nei, nei, áfengisleysla í thokkabót. Ég er alveg hlessa!!! :) Ég er búin ad finna mér tungumálaskipti, thad er strák sem ég tala vid á ensku og hann vid mig á spaensku. Thad verdur gód aefing. Svo aetla ég líka ad fara á aukanámskeid (fyrir vitlausa nemendur) thrjá klukkutíma á viku. Púff....púff..nóg ad gera. Verid dugleg ad skrifa. Pelm.

9.10.02

Fúff....vika búin af skólanum og ég búin ad prófa naestum alla tímana. Sumir kennararnir eru brandari!!! Thetta minnir mig helst á MR, á spaensku, sem vitanlega breytir miklu. Nú er ég farin ad thurfa ad laera adeins heima en thad er dálítid flókid án bóka. Búbbsípúbbs. Skrifa meira sídar!

6.10.02

Hó, hó! Ég aetla ekki ad skrifa mikid í thetta sinn, enda kominn tími til ad reyna ad laera eitthvad. Í morgun fór ég á sunnudagsmarkad med Rósu (hún er stelpan sem ég bý med, fyrir ykkur sem ekki vitid) og skemmti mér vel. Thetta var rosalega stór markadur, minnti helst á Portobello Road í London, thar sem haegt var ad kaupa allt milli himins og jardar; buxur, ruslahugadót, sokka, toskur, veski, olmuboli, odruvísi boli, geisladiska (svona óloglegar útgáfur, thrír fyrir sex evrur!!!), naerbuxur, skart og svo framvegis. Mig langar ad bidja ykkur um eitt. Viljid thid senda mér myndir? Myndir af ykkur helst eda póstkort? Mig langar svo í eitthvad á veggina. Their eru svo tómir!!! :) Jaeja, nú fer ég ad laera thví ad ég aetla ad horfa á Gran Hermano (aka Big Brother) í kvold, fyrsti thátturinn! Mín afsokun fyrir auknu sjónvarpsglápi er sú ad ég noti sjónvarpid sem taeki til ad laera spaensku....:))) Med ást og soknudi, Almapalma.

5.10.02

Jaeja, fyrstu skólavikunni er lokid..haha...kannski ekki sérlega heilleg vika en engu ad sídur get ég sagt svo. Ég hitti engan nýja kennara á fostudaginn, fór bara í somu tímana aftur og skemmti mér mátulega. Fjarvera kúrekans frá Texas olli mér skiljanlega vonbrigdum en ég held fast í thá von ad hann hafi verid veikur og komi aftur eftir helgi og thá vonandi med hatt. :) Í dag fór ég í skodunarferd um Madrid med hóp úr skólanum. Listasogukennarinn okkar var "guide" og fraeddi okkur (adallega samt thá sem skildu hann almennilega) um sogu Madridarborgar og gekk med okkur ad hollinni, plaza mayor og á fleiri sniduga stadi. Aegilega skemmtilegt! Ég kynntist adeins fólkinu sem tharna var, taladi vid amerískar stelpur sem reyndar eru í odrum bekk, vid breska stelpu eda eiginlega konu sem er búin ad búa sex ár hérna!!!! Thad kveikir í mér dálitlar efasemdir um ad ég hafi nokkud ad gera í thessu námi. En vid sjáum hvad setur.... Eftir túrinn fór ég med nokkrum samnemendum mínum á kaffihús thar sem adalumraeduefnid var Rússland; rússneskt menntakerfi í samanburdi vid menntakerfid í londum Vestur-Evrópu, mismunandi hugsunarháttur og fleira. Ekki lítid háfleygt en engu ad sídur mjog áhugavert. Vantadi kannski fíflaskapinn! Jaeja...ég aetla ad fara ad spjalla vid Rósu mína....ég er hundthreytt eftir langan dag (sem btw endadi med ljúffengum kvoldverdi sem Jordi eldadi í tilefni thess ad hann fékk gesti). Verid nú dugleg ad skrifa! Besos, Alma.

3.10.02

Hó hó fyrsta skóladeginum er lokid, Gudi sé lof. (Ekki Geir samt..hohohoho). Ég hafdi kvidid honum dálítid mikid vegna thess ad efadist um ad ég gaeti skilid nokkud af thví sem kennararnir segdu. Raunin var onnur, samt ekki algjorlega onnur. Ég skildi talsvert en thó mismunandi eftir kennurum. Einhvern veginn fór thad sem bókmenntakennarinn sagdi fyrir ofan gard og nedan en ég nádi flestu thví sem heimspekikennarinn (ok thad heitir reyndar ekki heimspeki, heldur saga spaenskrar hugsunar en thad er eiginlega bara saga heimspekinnar á Spáni, virdist mér) sagdi enda madurinn nokkud myndarlegur og thótti mér naudsynlegt ad hlusta vel. Ég fór líka í landafraedi og leist svona líka vel á kennarann thar, midaldra konu...ekki af thví ad hún vaeri myndarleg samt...:) Eitt skil ég samt ekki. Svo virdist sem vid thurfum ekki ad kaupa neinar baekur....frekar skrítid en eflaust kemur thetta allt í ljós. Bekkurinn minn virkar ok. Medal nemenda er piltur frá Houston, Texas!!! Flott, ekki satt? Svo eru Rússar og Thjódverjar, Búlgarar, fleiri Bandaríkjamenn, Kínverji, Pólverji, Japani, Króati......hmm...allra tjóda kvikindi satt best ad segja. Thad er engin(n) Nordurlandabúi, a.m.k. ekki í mínum hópi. Svo ad ég svari uppáhaldsspurningunni hennar ommu, thá gengur sambúdin vel. Lífid er óskop rólegt hér á bae en allir saemilega kátir. Í kvold aetlum vid...a.m.k. ég ad horfa á Pop Stars, sem er svona...."búatilhljómsveit-tháttur". Thetta er sídasti thátturinn svo ad thad verdur spennandi. ¡Hasta luego! Alma. p.s. Thad er "The Weakest Link" í sjónvarpinu núna...spaensk útgáfa!!!