30.6.08

Til að fela tvíburana

Ef þetta er ekki næg ástæða til að byrja að horfa á fótbolta, þá held ég að ekkert sé það.

3.6.08

Tvíburar í óskilum

Þetta fallega systkinapar fannst í kassa með gömlu drasli heima hjá mér. Ég kannast við að hafa séð þessa tvíbura áður en ég minnist þess ekki að ég eigi þá sjálf. Því leita ég að foreldri/foreldrum drengjanna tveggja. Piltarnir eru ljósir yfirlitum og fremur svipljótir. Þeir eru klæddir í annars vegar blárósóttar buxur og fjólubláar köflóttar. Við þetta ganga drengirnir í hvítum blússum. Drengirnir eru hreinir og virðast við bestu heilsu en af svipnum að dæma eru þeir farnir að sakna mömmu og pabba og vilja komast heim!