27.10.04

Töff eda ekki?

Mig dreymdi í nótt ad ég vaeri töff. Ekki nokkud sem ég fae oft á tilfinninguna. Ég horfdi á mig í spegil í nótt, skodadi alla lokkana í andlitinu á mér og hugsadi med mér: „Ég er nú eiginlega bara dálítid kúl.” Ég fattadi í morgun thegar stelpa med gat í hökunni gekk inn í straetó ad ég vaeri bara ég, ekkert kúl. Sárt thad...eda ekki?

26.10.04

Fúff

thad voru logreglumenn hérna inni ad reyna ad handtaka menn...veit ekki hvort their tóku einhvern.....heppin ad sleppa.

Ferdasaga eda ekki?

Thad hefur alltaf verid hálfvonlaust verkefni fyrir mig ad skrifa ferdasogu. Ég gaeti kannski gert thad ef ég skrifadi á hverjum degi en eftir fimm daga túr er frá svo morgu ad segja ad ég er búin ad gleyma flestu og veit ekki á hverju ég á ad byrja; hvort ég eigi ad segja frá thví thegar vid fórum inn í „bláu moskuna" á sokkaleistum og ég med klút, segja frá skrítna hverfinu sem vid gistum í fyrstu nóttina, verksmidjunni í húsinu á móti hótelinu okkar, bornunum sem tíndu upp úr ruslinu ásamt pabba sínum, ollum kisulórunum eda allri gongunni. Ég hreinlega veit thad ekki en ég get sagt ad Istanbúl er mjog heillandi borg og algjorlega ólík ollu thví sem ég hafdi séd ádur. Ég get sagt frá thví ad ég er eiginlega fegin ad hafa komist lifandi til baka thar sem umferdarmenning er varla til á thessum slòdum. Til ad komast yfir gotum thurfti madur ad stilla sér upp vid hlidina á naesta manni og vona ad vidkomandi vaeri baerilega skynsamur og lalla yfir med honum/henni...reyndar voru mest karlmenn á ferli tharna. Bílstjórar voru líka brjáladir og thá sérstaklega sá sídasti sem keyrdi okkur á flugvollinn, vid í mikilli tímathrong sem hann vissi augljóslega af. Madurinn keyrdi eins og brjálaedingur, sikksakkadi og tók fram úr thar sem adeins var ein akgrein. Ótrúlegt. Thid sem ekki fengud póstkort, sendid mér heimilisfangid ykkar!

15.10.04

Háskóli skástrik menntaskóli

Ég fór ad paela í thví í dag ad sumt fólkid sem er med mér í tímum er líklega faett árid 1986. Thá var ég vid thad ad hefja skólagongu. Mér er farid ad lída illa yfir thví hvad ég er gomul og finnst líka sorglegt ad ég sé sjálfa mig alveg á svipudum aldri og thessir táningar. Held kannski ad andlegur throski minn (á vid tólf ára) spili eitthvad inn í. Ég hugga mig bara vid ad ég fylgi spekinni sem segir ad madur eigi ad láta barnid í sjálfum sér dafna.

Eftir um thad bil tvaer vikur í Autónomaháskólanum hef ég komist ad odrum sannleik. Starfsfólkid er margt hvert óhemju fordómafullt fyrir útlendingum og adrir eru bara hreint og beint dónalegir. Ég hef lent í ordasenu vid skúringakonu sem var mér afar reid fyrir ad hafa pissad á klósetti sem hún var ad thrífa (galopid inn á salernid by the way og engin merki um ad ekki maetti nota thad) og konan í matsalnum er alltaf reid vid mig út af einhverju; ég tala of lágt eda bid ekki um allt á sama tíma. Strákurinn í tolvustofunni er svo sem ekki reidur, hann er bara leidinlegur. Í dag fór ég svo í upplýsingar til thess ad spyrjast fyrir um Erasmusumsóknaumslog í heimsku minni og madurinn sagdi vid félaga sinn ad ég vaeri ad spyrja um Erasmusumslog, thad vaeri nú ekki skrítid, ég liti sko út eins og líklegt fórnarlamb í thad. Thetta er léleg thýding en HVAD SKIPTI THAD MÁLI HVORT ÉG LÍT ÚT EINS OG ÚTLENDINGUR EDA EKKI? Afsakid hástafina. Ég er bara nokkud sátt vid ad líta út eins og Íslendingur (eda Íri) en ekki Spánverji. Ótharfi ad raeda thad eitthvad. Ég er kannski ad oftúlka en mér finnst vidmótid hér ekki sérlega skemmtilegt.

13.10.04

Brúarhelgi

Um helgina var brúarhelgi sem thýdir ad aukafrídagur baetist vid thegar frídagar eru nálaegt helgi thannig ad fólk geti notid langrar helgi. Maetti alveg taka thetta upp á Íslandi. Thetta hentadi ágaetlega thar ed Páll Heimisson maetti á bílaleigubíl á laugardaginn, pilturinn nennti ekki ad bída í HEILA tvo tíma eftir rútu. Ég platadi hann med mér í stórmarkad og ég versladi meira en ég hef nokkurn tímann gert og á thví núna fullt hús af kartoflum og saetum vínum. Addáendur saetra vína eru thví hvattir til ad kíkja í heimsókn :) Annars er ég hundthreytt eftir helgina. Vid Palli vorum svo sem ekki neitt ofur „aktíf” en hálfsvefnlaus nótt fór illa med mig. Í gaer skelltum vid okkur í Retirogardinn thar sem vid (ásamt Konunglegum verkjum og Kjartani) leigdum lítinn bát sem vid (adallega thau) rerum um vatn sem finna má í gardinum. Thetta var gaman thar til Konunglegir verkir ákvad ad skoda foss sem lekur út í vatnid og aftur thegar Palli vildi hefna sín. Sjaldan hef ég verid jafnrassblaut. Vid fórum svo á kaffihús med saetum thjónum og bordudum vel og gláptum svo á spólu heima med Jordi. Medan Palli dvelur er ég flutt inn til Jordi (hann er med tvo rúm) og hann greyid vaknar upp vid thad thegar ég dúndra hausnum í vegginn, sný mér á alla kanta og svo framvegis. Thad sem pilturinn tharf ad thola...

8.10.04

Af baggalutur.is (lásud thid líka baekurnar hans?)

Eðvarð enn og aftur sniðgenginn af Nóbelsakademíunni Eðvarð vinnur nú að bókini „Fjörutíu og tveggja með fyrirtíðaspennu.“„Auðvitað eru þetta viss vonbrigði, en maður tekur því eins og öðru“ sagði Eðvarð Ingólfsson rithöfundur eftir að ljóst var að sænska akademían hefði enn einu sinni gengið fram hjá honum við veitingu bókmenntaverðlauna Nóbels. Margir helstu bókmenntafræðingar heims eru ævareiðir og hefur Hübert Keizler - sem á sínum tíma skrifaði fræga doktorsritgerð um erótíska klifun í bókatitlum Eðvarðs - látið hafa eftir sér að Svíar séu ólæsir plebbbarbarar sem kunni ekki gott að meta. Undir þetta tekur sjálfur konungur Svíþjóðar og segir þetta „svartan blett í sögu akademíunnar“, en hann er langt kominn með „Ástarbréf til Ara“, sem forseti Íslands færði honum að gjöf í nýyfirstaðinni heimsókn sænsku konungshjónanna - og líkar vel.

Faelni

Já, ég held ég sé med bókmenntafaelni á háu stigi. Ég er til í ad laera nánast allt annad. Á einhver gód rád fyrir bókmenntafóbíusjúklinga?

7.10.04

Útlendingur

Já, hér er ég sko algjor útlendingur.....grrrrr saeti saeti saeti Hollendingurinn var ad koma inn í tolvustofuna...mmmmmm, ekki med flottan rass reyndar, sé thad núna. En já, í hvert skipti sem ég kem í tolvustofuna tekur sá eda sú sem er yfir thad skiptid á móti mér og segir „Erasmus, viltu komast í tolvu?”. Greinilegt ad ég nae ekki alveg ad falla inn í hópinn. Gaeinn sem vinnur hérna er reyndar algjorlega ótholandi og talar svo hratt ad ég skil varla ord...jiii, nú sé ég saeta aftur, hann er guddómlega fallegur. En burtséd frá fallegum Hollendingum thá fór ég í thrjá heila tíma í morgun, framfarnirnar eru miklar. Fyrstu tveir voru nú í leidinlegri kantinum en thad var rosalega gaman ad fara í finnskutíma og laera eitthvad allt annad en spaensku eda spaenskutengt. Kennarinn er eldri kona, rosalega vinaleg og hún var afar undrandi yfir theim fjolda fólk sem vildi laera finnsku. Helmingurinn af bekknum thurfti ad sitja á gólfinu. Ég sat vid hlidina á spaenskri stelpu og hundi....púff, allt kemur í belg og bidu, blogga frekar sídar.

6.10.04

Kennsluleysi

Já, thad er algjort. Sídan kennsla hófst sídastlidinn fimmtudag er ég búin ad fara í einn og hálfan tíma og í thessum eina maetti kennarinn tuttugu mínútum of seint. Skipulagsleysid virdist vera talsvert. Í gaer aetladi ég ad fara í finnskutíma (til ad gera eitthvad odruvísi) en kennarinn maetti ekki. Samnemendur mínir maettu aftur á móti, fimm pínulitlar stelpur, thar af ein í Metallicabol. Fyrir utan thad ad vera smávaxnar, thá eru thaer líka fremur ungar, held ég. Mér leid a.m.k. eins og ég vaeri snúin aftur í menntaskóla. Indael tilfinning samt og ég vona ad kennarinn sýni sig einhvern tímann svo ad ég geti byrjad ad blogga á finnsku...ha ha ha...thetta var lélegt grín. Fyrir utan tilraun til finnskunáms í gaer, fór ég út ad borda med Kjartani (íslenskur Erasmusstrákur) og tveimur fronskum stelpum, Clarisse og Emilie. Thaer eru mjog fínar; hrifnar af eftirréttum og vilja fara á Real Madridleik til ad horfa á David Beckham í stuttbuxum, stúlkur ad mínu skapi.

2.10.04

Sol og sumar

Er kalt uppi a Isalandi? Ekki her...hahhahahaha...eg er a Mallorca sem stendur, i Palma de Mallorca til ad vera nakvaem med pabba og mommu. Vid forum oll heim a morgun en thangad til aetlum vid ad njota hotelsins sem vid gistum a, sem er ooooootrulega flott. Eg finn engar sidur med myndum af hotelinu eins og thad er i dag, thad er nefnilega nybuid ad gera thad upp. Aetla ad fara upp a hotel nuna, setjast a svalirnar og lesa bok (um leid og eg sleiki solina). Vona ad ekki blasi of mikid a ykkur! :)