31.10.05

Þarsíðasta helgi í myndum

Lifandi bókasafn. Toshiki ræðir við lesanda.
Marianne, Mette, norsk stúlka og Færeyingarnir í Bláa lóninu

Stikkorðaform

Þar eð ég er of löt til að skrifa fallegan texta, þá ætla ég að lýsa lífi mínu þessa dagana í stikkorðum. Þetta má einnig lesa sem lista yfir hluti sem sem hægt er að gera þegar maður á að vera að læra:
-Á fimmtudaginn þarf ég að skila einhverju skrifuðu af BA-ritgerðinni. Ég get ekki frestað því aftur, svo að mér er nær að druslast til að gera eitthvað. Ég er komin með fjórar eða fimm lélegar blaðsíður.
-Sjónvarpið hefur fangað mig algjörlega, ég er farin að horfa á þætti eins og Judging Amy og CSI. Botninum var samt náð núna um helgina þegar ég tók CSI-þætti á leigu TVISVAR. Held að þetta sé merki um lærdómsleti af versta tagi.
-Við mamma erum farnar að leysa Su doku talnagátur, og þetta er fíkn. Ætla að reyna að hemja mig, ekki meira en ein á dag.
-Ég fór á kvikmyndahátíð á laugardaginn, sá Voces Inocentes, sem fjallar um herskyldu barna í El Salvador. Myndin er ein sú átakanlegasta sem ég hef séð, og synd hvað salurinn var tómur.
-Nú er ég að spá í að skella mér heim til þess að leggja mig, ég gat ekki sofnað í gær yfir Beðmálum í borgini. Ég ætti að lögsækja Skjá einn fyrir að eyðileggja líf mitt.

26.10.05

Ya pasó

Todo el fin de semana estuve ocupada con cosas relacionadas con la Asociación Nórdica, o casi todo. El programa era tan intensivo que mis padres se habían olvidado de tener una hija llamada Alma. Causó un cansancio horrible, pero ya voy recuperándome. Ya he probado más restaurantes en Reykjavík que nunca y seguiré probando más, porque el mircolés toca Perlan, el restaurante más famoso de la ciudad, en que uno va en circulos mientras come. Alli habrá un tipo de recepción para los participantes de la Reunión Nórdica (no sé cómo traducir Nordiska Rådet). Será interesante supongo. Bueno, nada de inspiración esta noche, pero como no quiero saber las resultades de Eurovison del otro día (por cierto, estuve en el jurado islandés elegiendo la mejor canción "ever"), pues no quiero mirar ningúnas págins. Nunca se sabe qué pone la gente...

24.10.05

UNR

Mamma sagði mér það í dag þegar ég hringdi í hana til að minna hana á að ég væri enn þá dóttir hennar að hún væri búin að taka mig úr erfðaskránni vegna þess að ég væri aldrei heima. Satt best að segja get ég ekki annað en skilið þessa ákvörðun hennar, hún er ábyggilega búin að gleyma því hvernig ég lít út. UNR, Ungdomens Nordiska Råd, kláraðist í dag, en á morgun heldur samt einhver dagskrá áfram með fundi við Bláa lónið. Föstudagurinn síðasti kemst á lista yfir súrustu daga lífs míns held ég. Hann einkenndist af tangófélögum, fundarhaldi, veitingahússáti með lifandibókasafnsfræðingi og partýhaldi. Gaman en...er að lognast út af og ætla niður í bæli mitt.

18.10.05

Alma la bailarina

En el instituto teníamos clases de baile dos veces al año. En vez de deporte nos enseñaron distintos tipos de baile durante unas horas para prepararnos para las fiestas anuales del instituto. Esas clases juntas con mi experiencia del club de salsa en Cambridge, donde tíos, casi todos de origén norte-africano, intentaron enseñarme los pasos contribuyen a mis conocimientos de bailar. Hay que mencinoar también el tiempo que pasé con mi amiga aprendiendo los bailes de ballet (que a ella le enseñaron en una escuela) para preparar ensayos en nuestro colegio. A lo mejor no hace falta señalar que los conocimientos son muy pobres y que seguramente soy la única estudiante del Instuto de Reykjavík que ha logrado hacer caer a una pareja en clase de baile. A pesar de todo eso voy a empezar un curso de baile esta noche.
Mi amigo y yo nos hemos apuntado a un curso de tango para estudiantes que tendrá lugar en el sótano del Teatro Nacional. Me pregunto si debo avisar a los del curso que soy un peligro y decirle a la profesora que necesitaré clases extras y atención especial, aunque sólo sea para asegurar la saldud de los demás estudiantes.

16.10.05

Endurkoma í næturlíf Reykjavíkur eftir stutt hlé

Það sem stendur upp úr eftir gærkveldið:
-Búningar og leikmynd í leikritinu sem ég sá í gær, Halldór í Hollywood, minnir mig að það heiti. Margt annað ágætt um leikritið að segja, en þetta stóð upp úr.
-Sætur strákur sem sat aftarlega í leikhúsinu og reyndist auðvitað annaðhvort vera útlendingur eða í hópi útlendinga.
-Gott nammi heima hjá Ösp.
-Þakklæti til Heiðars Austmanns (já, ég er að skrifa þetta...trúið augum ykkar) fyrir að spila Camisa negra, og annan suðrænan smell. Ég held að ég hafi meira segja gefið honum þakklætismerkið þumla upp.
-Maturinn sem við Ösp fengum okkur, sýrlensk pönnukaka með kjúklingi og vaffla í vöffluvagninum, sem við snæddum um leið og við ræddum við ekkert allt of skemmtilega unga pilta.
-Stelpa að nafni Helga, sem ég deildi leigubíl með, hún var eitthvað svo hrikalega fyndin, ég skellihló að henni. Sama hvort hún sagði sögur af bróður sínum og frænda, Helga og Helga, sem hún hafði farið með í bæinn (lítill frumleiki á þessum bæ) eða bullaði annað. Skondin stúlka sem gerði biðina í leigubílaröðin talsvert skemmtilegri.

14.10.05

Sannleikur lífsins?

“Las mujeres nunca descubren nada; les falta el talento creador, reservado por Dios a las inteligencias masculinas”
"Women never discover anything, they lack the creative talent that God reserved for the male intelligence."
Dijo/said Pilar Primo de Rivera.
Mis intentos de empezar a escribir el trabajo final, entran en la parte de mi vida llamada fracasos. Sí, he empezdo a leer un poco, pero con diez páginas al día estoy orgullosa, y eso, la verdad no sirve para mucho. Tomé el día de ayer y el de hoy libre para trabajar en la tesina, y ahora son las 15:25 y no he hecho nada. Con todo lo que está pasando en mi vida, no hay tiempo para una cosa de tan poca importancia como el trabajo final.
Ayer hicimos la cena nórdica en la Asociacón Nórdica. Había comida riquísima; albóndigas danesas, pasteles finalandeses (será mi suño ir a Finlandia en el día de Runeberg para probar estos pasteles allí), pescado a la islandesa y míl cosas más. Lo malo fue que no vino mucha gente, todos los activos de siempre pero pocos más. Espero que en el futuro haya más.
Este fin de semana tengo pocos planes. El plan número uno es el de escribir unas páginas sobre mujeres españolas pero también voy con mi abuela a ver a la otra abuela y voy a ir al teatro. Mis padres me preguntaron ayer si quería ir con ellos. Yo dije que sí sólo sabiendo el nombre de la obra, que siempre es interesante ir al teatro. Resulta que es una obra que trata del autor Halldór Laxness. A ver qué tal.

11.10.05

Fotos del viaje / Myndir úr ferðinni

Jæja, núna eru komnir inn linkar á myndirnar sem ég tók á tungumálamaraþoninu og jafnframt myndir úr ferðinni til Noregs og Kaupmannahafnar. Linkana má finna til hægri. Myndin hér að neðan er frá "Verdens ende", hjara veraldar, sem er í Noregi. Ægilega fallegt þar!

Lilla bebí

Það var ekki fyrr en í kvöld sem það rann upp fyrir mér að ég er gengin í barndóm. Ástæðan er ekki sú að andi minn sé yngri, nei, síðan ég varð einkabarn á heimili mínu nærri Kleppi hafa foreldrar mínir byrjað að álíta mig um það bil tíu árum yngri en ég er, og ég vitanlega að hegða mér eftir því. Nú er ég enn meiri dekurrófa og prímadonna en áður hef ég verið og uni því vel. Foreldrarnir þurfa aðeins einu barni að sinna og hringja því í mig þrefalt miðað við áður (dýrt að hringja langlínusímtöl) og ég get borðað á við þrjá þar eð matarkaupin hafa lítið breyst. Vitanlega deilast varnaðarorð og þess háttar aðeins á mig eina, svo að ég fæ víst líka margfaldan skammt af slíku. Í dag fórum við svo öll fjölskyldan sem stödd er hér á landi í Nóatún að kaupa í matinn. Við kjötborðið ákvað mamma að kaupa lifur í kvöldmatinn og ég öskraði yfir allta kjötdeildina eins og versta dekurdós að ég borðaði ekki slíkt eftir hrossabjúgnahryllinginn fyrr í haust svo að mamma keypti hamborgara til að steikja handa litlu dóttur sinni. Svo keypti mamma líka kjúklingabita sem sérrétt handa tuttugu og fjögurra ára gamalli dóttur sinni, þar eð hún hélt hana ekki vilja fiskibollur. Svo hitaði hún franskar í ofni fyrir þá stuttu í kvöldmat. Þetta var samt ekki nóg til þess að ég áttaði mig á þessu, það var ekki fyrr en ég fór út í kvöld og mamma hrópaði á eftir mér: Alma, kemurðu nokkuð seint heim? (nokkuð sem hún segir raunar alltaf við mig áður en hún fer út) og pabbi kallaði: Kyssa pabba sinn bless. Spurning hvort ég ætti að gera eitthvað í þessum málum og reyna að fullorðnast, eða bara njóta þess að vera litla barnið hennar mömmu?

9.10.05

Leti

Það er tæplega að ég hafi lyft litla fingri í dag sökum þreytu og leti. Ég vaknaði er farið var að líða fram á miðjan dag þar eð ég var afskaplega þreytt eftir að hafa haft ægilega mikið að gera síðan ég kom heim frá Danaveldi þrátt fyrir að hafa ekki unnið nema einn dag. Talsverður tími fór í að hjálpa Páli og fleiri þýskunemum á Októberfest, sem haldið var á lóð Háskólans á fimmtudag og föstudag (það vita nú raunar allir, held ég) sem var bæði skemmtilegt og verulega þreytuvaldandi. Á bæði fimmtudag og föstudag kom ég heim svo þreytt að annað eins hefur vart sést á mínum bæ. Þreytan hefur eflaust að hluta til verið andleg þar eð ég eyddi föstudagskvöldinu að miklu leyti í að þræta við viðskiptavini á barnum og reyna að finna út hver af hinum milljón manns sem biðu væri næstur. Auk þessa hef ég verið að brasa í hlutum tengdum Nordklúbbnum, taka upp úr töskum og svo reyna að kíkja í bók þess á milli. Nú er nefnilega kominn tími á að bretta hendur fram úr ermum og byrja að skrifa eitthvað um Pedro minn, skil á nokkrum skrifuðum blaðsíðum eru eftir rúma viku. Ekki veit ég hvenær mér verður eitthvað úr verki, samt sem áður. Á morgun geng ég þvert á orð mín og ætla að hjálpa Freyju með skólaverkefni með því að leika í stuttmynd fyrir hana, fara á kattasýningu, kíkja í búð og svo reyna að heimsækja vinkonu mína. Ekki veit ég næ að gera þetta OG undirbúa ritgerð. Á einhver nokkra klukkutíma aflögu til að selja mér?

8.10.05

Lista de cinco, poco vergonzosa

Para que Arroaz escriba una lista igual en su página blog, pongo esta lista aquí. Arroaz, estoy esperando tu lista!
1) He ido sola al cine más de una vez. La primera vez vi The Madness og King George, y lo raro es que no fui sola por falta de compañía sino porque quería probarlo.
2) Durante los cuatro últimos años he vivido en cuatro países distintos: Islandia, España, Inglaterra y Åland. A ver se añadirá uno más pronto.
3) El gran temor de mi vida son las serpientes, ni puedo ver fotos de una.
4) He hecho viajecitos por la ciudad con mis amigas para ver las casas donde vivían mis músicos favoritos. Luego descubrimos que nos habíamos equivocado de casas (había más de uno con el nombre del cantante) y tuvimos que volver a hacer un viaje así.
5) Nunca he tenido más éxito con chicos en una discoteca como en la fiesta de cambio de sexo cuando iba vestida de vikingo macho, con barba y todo. Hubiero podido ligar con más de un chico aquella noche.

Nunca jamás

Ya está decidido. No volveré a ayudar a nadie nunca jamás. Pasé toda la noche de ayer, desde ayudando a un amigo mío en la fiesta de la cerveza, Oktoberfest, en una tienda de campaña al lado de la Universidad. Él pobre había estado muy ocupado organizando la fiesta, o más bien macro-fiesta y faltaba gente para trabajar en la barra y ayudar con otras cosas. Las noches antes también le había estado ayudando pero durante unas horas. No sé qué fue el colme de la noche, había tantos "highlights". El volver a ver a una amiga no muy querida después de muchos años o todos los borrachos que usaron míl distintas maneras de convencerme de que les sirviera a ellos primero y no a los que habían estado esperando quince minutos más. También hay que mencionar la cerveza que al volver a mi casa a las 3.30 cubría toda mi ropa, incluidas las botas que también tenían manchas de mostaza, tierra y hierba y al borracho que se vomitó encima mientras intentamos buscarle su móvil para llamar a su casa o a sus amigos y pedir su dirección. Al final se lo llevó la policía. A pesar de un agotamiento total (me imagino que mi amigo esté míl veces peor el pobre) y botas sucias, tengo que admitir que en parte fue divertido, por lo menos las primeras horas. No obstante, tengo pensando no volver a ayudar a nadie nunca jamás...al menos por ahora.

3.10.05

Køben-Osló-Køben

Rómantík: Par á hjóli sem stoppar á umferðarljósum til að faðmast.
Nískt: Rúmur klukkutími í H&M án þess að kaupa nokkuð nema sokkabuxur.
Fallegt: Bæði Osló og Kaupmannahöfn.
Blautt: Rigningin á fimmtudag og laugardag.
Skemmtilegt: Að hitta alla Norden-aktivistana sem ég þekkti þegar.
Óskiljanlegt: Norski skipuleggjandinn þegar hann reyndi að tala.
Fyndið: Eyrnastór að dansa.
Þreytandi: Heil nótt í rútuferð, sofið í hámark klukkutíma í einu.
Spennandi: Tveir dagar í Kaupmannahöfn framundan!