30.11.05

Hamingjuóskir

Gael García Bernal á afmæli í dag. Drengurinn verður tuttugu og sjö ára gamall. Sendi ég honum mínar bestu afmæliskveðjur og óskir um að dagurinn verði ánægjulegur. Annars mun ég fagna afmælinu í allan dag. Nú á eftir verður hátíðarhádegisverður af þessu sérstaka tilefni og í kvöld heldur Nordklúbburinn veislu, sem reyndar verður undir formerkjunum Jólakvöld. Flestir gera sér nú samt ábyggilega grein fyrir raunverulegri ástæðu veisluhaldanna. Gael, hoy es tu día.

26.11.05

One of these days

No sé por qué, pero hoy ha sido un día un poco raro. No me ha pasado nada raro en especial, pero en conjunto todo parece algo surreal. Me levanté bastante pronto, pero como me sentía fatal, me quedé en la cama hasta que muy tarde salí de casa para ver a dos chicos que son o eran fans de Eurovision. Fue muy divertido la verdad, algo que no esperaba. Después de eso, tuve que ir a mi trabajo. Tosiendo intenté socializar con los chicos inmigrantes, no sé si me salió bien, pero me lo pasé más o menos bien, hablando en distintos idiomas para que cada uno ma aprendiese. Después de eso, fui a ver a mis ex y futuros compañeros de trabajo que estaban escribiendo las tarjetas de navidad en la oficina de la Asociación Nórdica. Me pidieron escribir dos, lo cual hice, sin saber bien de qué se trataba la relación entre la asociación y los que iban a recibir esta tarjeta. Luego fuimos a cenar en un restaurante indio. Fue una experiencia. Todo era muy bonito, tanto la comida como las mesas, pero a algunos no le sabía muy bien la comida. A mí sí. La camarera era muy graciosa, siempre malentendía las cosas, o más bien las entendía a su propia manera. Me sentía como si estuviera en el extranjero porque sólo se hablaba inglés allí. Después de la cena, había quedado con dos amigas mías para beber cerveza navideña y emborracharme. Sintiéndome cada vez peor decidí ir a verlas pero no beber, la única buena decisión que he tomado hoy, porque mi gran decisión para este día tendría que haber sido la de quedarme en casa. Jo...

25.11.05

Kitluð eða klukkuð

Helga Guðmunds klukkaði ,,kjánaprikið" mig víst svo að ég neyðist til að svara nokkrum spurningum. Ekki að um sé að ræða neyð, mér finnst það bara gaman.

Sjö hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
-Þroskast upp í það að hlusta bara á Rás eitt, og hætta alveg að stilla á FM957.
-Ferðast meira og þá vonandi fljótlega út úr Evrópu.
-Búa erlendis, kannski á Spáni, kannski annars staðar.
-Hætta að hósta.
-Læra fleiri tungumál, til dæmis meiri ítölsku, hebresku- eða eitthvað spennandi.
-Verða dama (ég get ekki sagt meiri dama þar eð þetta orð er ekki hægt að nota til að lýsa mér)
-Giftast Gael García Bernal.

Sjö hlutir sem ég get gert:
-Státað af lyftaraprófi.
-Drukkið mikið kók.
-Horft á sjónvarp af mikill list.
-Verið iðjuleysingi svo tekið er eftir.
-Grátið yfir bíómyndum og sjónvarpsþáttum (nýtilkominn eiginleiki)
-Prumpað með hljóði.
-Borðað á við tvo svanga sjómenn í yfirvigt.

Sjö hlutir sem ég get ekki gert:
-Stjórnað lyftara að neinu ráði.
-Verið nálægt slöngu og haldið ró minni.
-Málað mig án þess að ég lítið út eins og gleðikona.
-Vanið mig á lyfturúmið.
-Hringt í Gael García Bernal hvenær sem mig langar.
-Haldið herberginu mínu snyrtilegu.
-Gert fastar fléttur í sjálfa mig.

Sjö hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
-Konubros.
-Góð matarlyst.
-Dökk og seiðandi augu.
-Gott skopskyn.
-Að vera líkur (alveg eins og) Gael García Bernal.
-Nördaskapur.
-Góð íslenskukunnátta...ok, nei...bara að kunna að tala yfirleitt, íslensku eða annað.

Sjö staðir sem mig langar á:
-Puerto Rico.
-Chile.
-New York.
-Búlgaría.
-Grikkland.
-Ítalía.
-Kenýa.

Sjö orð eða setningar sem ég segi oft:
-Þetta
-verða
-aðrir
-að
-ákveða
-fyrir
-mig.

Sjö hlutir sem ég sé núna:
-Sjónvarpið heima hjá mér.
-Fjarstýringin.
-Útidyrnar.
-Snýtubréf.
-Jólaskraut.
-Súperdós.
-Sófann.

24.11.05

Fegurð ó fegurð

Margir segja að maður læri ekkert af sjónvarpinu en því er ég algjörlega ósammála. Ég er dyggur aðdáandi fyrirsætuþáttarins America´s Next og af þeim þætti dreg ég flestan minn lífsfróðleik. Tyra Banks er svo góð fyrirmynd ungra kvenna, enda hefur hún sko mátt berjast til að komast á toppinn. Þessar æðislegu myndir sem koma á milli atriða sýna sterka konu og öskur hennar á einn keppandann sýna að hún er sko hörð í horn að taka og lætur ekki vaða yfir sig en er samt með mjúkt hjarta þarna. Svo gefur hún svo heilbrigð ráð varðandi megrunarkúra, allt í lagi að fá sér hamborgara, sleppa bara brauðinu. Hlýtur að vera góður hamborgari. Eftir að hafa horft á þrjár seríur af þættinum er ég fullnuma í fyrirsætufræðum, það er nokkuð ljóst, og bíð bara eftir að komast á samning. Einhver? Í kvöld er svo Herra Ísland og ég er ekki lítið spennt. Spenningurinn hófst aðallega vegna hinna geysiskemmtilegu kynninga á piltunum, sem ekki eru lítil efni; sætir, vel vaxnir og ekki lítið klárir. Verð að hætta, er farin að horfa.

18.11.05

Madre de cuatrillizos

Mi madre me pidió ayer que durmiera en la cama de matrimonio con ella. Ha estado enferma y pensaba que sería más fácil despertarme a mí, pos si pasara algo, que a mi padre que duerme como una marmota. Fue una noche difícil a causa de los sonidos que emitía y por mi constipado. Tal vez por eso he soñado muy muy raro esta noche. Es que esta noche di luz a cuatrillizos, de los cuales dos eran negros y dos más o menos blancos. Uno además sólo tenía una mano. Ese nacimiento fue una gran sorpresa para mí, mi familia y mis amigos, y también para uno de los padres de los cuatrillizos (había dos padres...cómo, no sé) que vino a visitarme con su novia. ¿Me estoy volviendo loca? Necesito dormir unas doce horas esta noche para recuperar el sueño perdido ayer por culpa de los cuatrillizos.

15.11.05

Endurfundir

Tres vikingos hittust á ný á heimili þeirrar vararíku lengst til hægri. Við tókum myndir og mér finnst þessi, þar sem Kjartan lítur út eins og pimpinn okkar Hlíf, vera skemmtilegust. Þetta var í fyrsta sinn síðan vikuna eftir að við komum heim sem að við hittumst formlega þrjú saman. Lélegt!

12.11.05

Kennsla í eiginmannsleit í öðrum löndum

Ég hefði ekki haldið að Háskólinn í Reykjavík væri á álíka lágu plani og ég en ég komst að öðru í gær. Vinstúlka mín hafði hvatt mig og aðra óspart til að mæta á litla ráðstefnu, sem haldin var í glæsihýsum þessarar ágætu menntastofnunar. Þrátt fyrir að vinstúlkan hafi mælt sérstaklega með fyrirlestri um endurskoðun, ákvað ég ásamt hinni að skella mér að hlusta á ræður um Menningarlæsi. Þótti mér þetta áhugavert, en bjóst við viðskiptalegri nálgun og var því ekki viss um að þetta myndi höfða til mín...þar til maðurinn sem stjórnaði fyrirlestrunum tilkynnti að þetta sem talað yrði um hjálpaði ekki aðeins til að ná samningum í viðskiptum, heldur einnig í eðlilegum samskiptum, til að mynda til að ná sér í eiginmann. Glaðnaði heldur yfir Ölmu Sigurðardóttur. Nú er ekki vit í öðru en að deila þessum ráðum fyrirlesaranna með lesendum, sem eru áhugasamir um hjónabönd við útlendinga:

-Það þýðir ekki að búast við því á ferðum þínum til Arabalanda í leit að karlmanni að klósettpappír sé á öllum stöðum. Vendu þig á vatnið til að skola rassinn eða taktu með þér rúllu!
-Nauðsynlegt er að leyfa Kínverjum að halda að þeir séu miðja alheimsins og muna að þeir eiga sér langa 5.000 ára sögu. Borgar sig því ekkert að hreykja sér af því við kínverska pilta að vera frá THE COOLEST COUNTRY IN THE WORLD. (úff, vona reyndar að enginn geri það nokkurn tímann)
-Ef illa gengur að ná samningum við Austur-Evrópumenn (til dæmis brúðkaupssamningum) getur oft borgað sig að berja í borðið og láta sem maður sé hættur við allt. Þá minnkar stundum í þeim stífnin.
-Svíar vilja ekkert tjitttjatt, bara ganga beint í samningaviðræður. Þá geri ég ráð fyrir að það borgi sig bara að spyrja hreint út hvort viðkomandi vilji fara að kela, ekkert vera að kynna sig eða spjalla áður.
-Á Indlandi þykir það merki um velmegun að vera vel í holdum. Fyrirlesarinn lýsti því fyrir okkur að samstarfskonur hennar hafi skipst á að koma með mat handa henni í hádeginu og þær hafi aldrei verið kátari en þegar hún tók að blása út og sagði að nú yrði mamma hennar sko ánægð. Geri ráð fyrir að karlmenn vilji líka útblásnar konur þar á bæ.
-Ef konur hyggjast ná sér í Marokkóbúa, má gera ráð fyrir að þurfa að fara allt að þrjár ferðir til landsins áður en samningum (karlmanni) er náð. Í þessum ferðum snýst allt út á að borða lambakjöt og kúskús.
-Mikilvægt er að drekka staup með heimamönnum í Kína til að ná árangri.

Vona ég að ráð þessi muni hjálpa vinstúlkum mínum, sem hyggjast leita út á við í karlmannsvali sínu.

9.11.05

Tendría que escribir algo decente en español, pero con mi mal humor me cuesta. Tal vez debería resumir mi vida desde que escribí la última vez, con lo interesante que es:
-He ido cuatro veces al festival de cine que celebran en Reykjavík. Tres de las películas son muy buenas, y las recomiendo a cualquiera (Voces inocentes -Puerto Rico, El Salvador-, Hip hip hora -Suecia- y Crónicas -Ecuador-) pero la cuarta es un poco rara aunque también interesante (Paha maa -Finlandia-).
-Me aburrí a muerte intentando estudiar.
-Me di cuenta de que no es una buena idea para mí hacer un máster.
-Salí muy feliz de juerga. Volví de muy mal humor después de caerme en la calle por culpa de mis zapatos dorados. Les hizo mucha gracia a unos chicos por lo menos. A mí menos.
-Limpié todo el sótano de la casa.
-Empecé un trabajo nuevo que consiste en organizar un programa social para inmigrantes y chicos de origen extranjero. No estoy a gusto en el trabajo, todavía no al menos.
-Dudé sobre el futuro.
Pues nada, así es mi vida.

7.11.05

El meme que da vergüenza

Oria me pasó este meme sexual, que la verdad, no sé si responder. Como mis padres no hablan español y no lo podrán leer, pues lo pongo aquí pero no pongo el nombre en el título (mi padre estudió español durante un par de años y podría entender el título, algo que no quiero). Para los aspirantes a monjes, dejad de leer ya!
Aquí, mi meme sexual:

¿Cuál fue el mejor polvo de tu vida? No sé cuál fue el mejor, pero sé quién fue el mejor...el nombre del chico no lo pongo aquí, aunque es casi imposible que lea eso.
¿Cuál es el sitio más original donde has follado? Con lo cómoda que es una cama...un estadio de fútbol. Podría mencionar otro sitio, o otra situación, pero me da demasiada vergüenza.
¿Que es lo que más te gusta durante el folleteo? Eso depende por supuesto, pero supongo, que es cuando no se toma demasiado en serio el acto. Es necesario poder reírse un poco. Pero hay otras cosas que me gustan también, por supuesto...
¿Que es lo que más odias durante el folleteo? Demasiada rapidez.
Fantasia sexual que me queda por cumplir Con la situación de ahora, me basta con lo que sea...jeje...pero la verdad es que las fantasias son fantasias porque uno no las cuenta salvo a la persona con que se acuesta.
Mis blogueros para un revolcón Pues nadie...

Es la costumbre que yo ahora diga nombres de gente que quiera que escriba un meme: Elías, Cliff y quien quiera...nadie se atreverá, creo yo.

Slæmur endir eftir góða byrjun

Eftir geysilega skapvonsku allan laugardaginn tók ég gleði mína á ný og skellti mér með Öspinni og síðar Ingupingu, á tískusýningu sem var hluti af Unglistarhátíðinni. Það var ósköp gaman, og ekki leiðnlegri stundin í Þingholtsstrætinu og við dans á Hressó. Eftir það fór að síga á ógæfuhliðina. Skilaboð frá manni sem var reiður mér fyrir að vera skuggakona komu mér í vont skap sem ekki einu sinni grjónagrautnum á Ara í Ögri tókst að sleikja úr mér. Ég hélt engu að síður áfram göngunni upp Bankastrætið og skelltum við okkur í smádans á Kaffibarnum, þar til ég ákvað að vera skynsöm stúlka og hélt heim á leið. Eða svo hélt ég. Ferðin niður að leigubílaröðinni gekk ekki sem allra best. Ég gekk fram hjá ungpiltastóði sem hrópaði að mér ,,ekki detta! ekki detta!" þar sem ég gekk á sleipum gullskónum mínum yfir hálkublettina á Lækjargötunni. Ekki þarf að spyrja að því að ég datt beint á rassinn, þrátt fyrir að hafa vandað mig mjög við gönguna, drengaulunum til mikillar ánægju. Mér þótti það ekki eins fyndið at the time og ekki fannst mér leigubílaröðin heldur fyndin. Leigubílstjóranum mínum (45 mínútum síðar) fannst það samt afar fyndin hugmynd hjá mér að hringja á leigubíl frá Hótel Holti til að þurfa ekki að bíða í röðinni. Ég hefði haldið að menn í þessum bransa þekktu öll ráðin...

4.11.05

Lilla bebí II

Það er gott að vera ungur í anda, en líklega enn betra að vera unglegur í útliti. Er ekki enn þá betra að vera barnalegur? Stundum efast ég en ég er hrædd um að það þýði orðið ekkert fyrir mig annað en að líta það bara jákvæðum augum. Í febrúar fór ég í atvinnuviðtal og eftir dágóða stund, auk þess sem atvinnurekandinn skoðaði starfsferilskrána mína (með öllum upplýsingum um stúdentspróf, háskólanám og annað) spurði hann mig hvort ég væri ekki örugglega á svipuðum aldri og dóttir hans, 16-17 ára. Áðan var ég í bókasafninu og ætlaði að fá mér skírteini. Starfskonan var nú ekkert á því að það væri góð hugmynd fyrir mig að fá mér skírteini en lét þó undan að lokum. Samt passaði hún sig á því að spyrja mig að aldri, mér til mikillar undrunar. Ég ákvað að kanna á heimasíðu bókasafnsins hverju aldur skipti máli varðandi skírteini. Það kom jú í ljós, átján ára og yngri fá skírteinið ókeypis og eins eldri borgarar. Þar eð hrukkurnar í andlitinu og gráu hárin eru ekki í sérlega miklu magni, þá geri ég ráð fyrir hinu fyrra. Allt að sex árum yngri, ekki slæmt það. Ætli ég haldi þessu unglega útliti fram á efri ár? Verð ég daman sem lítur út fyrir að vera tuttugu árum yngri, alveg eins og lýtalæknuðu konurnar í Hollywood? Nú er bara að krossa fingur og vona.