18.2.04

Fúff, ég er fegin að ég þarf ekki að taka meira heimspekitengt en blessuð forspjallsvísindin. Annnars vildi ég tjá reiði mína yfir því hversu illa er staðið að félagsmálum innan spænskunnar. Til að byrja með þá liggur það á huldu hverjir í ósköpunum eru í stjórn félags spænskunema. Það á jú að vera til en ekki hef ég séð neitt að ráði til gjörða þess. Eina sem ég sá voru friðarkerti sem áttu að vera á þess vegum nú nýlega í menningarvikunni. Áðan í tíma heyrði ég káta stúlku segja mér að árshátíðin nálgaðist fljótt, „núnú árshátíð...ekkert svoleiðis hjá okkur” heyrðist í mér. „Jú” sagði stúlkan, „árshátíðin okkar er sameiginleg með spænsku- og bókmenntafræðinemum”. Hvenær átti að segja okkur þetta? Ég er satt best að segja pirruð og vona að ástæðan sé sú að stjórn félags spænskunema sé ekki til, það er eina afsökunin sem hún gæti mögulega borið fyrir sig.
Fúff, eins og ég var afslöppuð í morgun, þá hefur mér tekist að umturna því ástandi með því að opna tölvupóstinn minn. Mér finnst gaman að fá mörg email en í dag fékk ég svona 28 stykki. Ég varð hálfhrædd, satt best að segja. Það vantar upplýsingar hér og upplýsingar þar og svo væri ágætt að ég svaraði hinu og þessu. Fúff! Annars var videókvöld í illa lyktandi kjallaranum að Kleppsvegi 124 í gær. Við Elías og Sigga horfðum á spænska mynd sem heitir Qué he hecho yo para merecer esto. Þetta er alveg ótrúlega góð mynd sem fjallar um spænska húsmóður sem býr ásamt sonur sínum tveimur, eiginmanni og tengdamóður í blokkaríbúð í úthverfi Madridar. Eiginmaður hennar er eiginlega venjulegastur af persónunum, bara þessi dæmigerða karlremba en synirnir tveir dálítið spes. Annar stundar kynlíf með eldri mönnum meðan hinn selur eiturlyf og eyðir tíma með ömmu sinni. Amman er mjög fyndin, hún er nískari en allt nískt og safnar trjádrumbum. Konan sjálf er háð lyfjadópi og vinnur allt of mikið. Áhugavert. Ég vil ekki segja of mikið um myndina, mæli bara með því að allir (þ.e. þessi gríðarlegi fjöldi fólks sem les bloggið mitt) sjái hana.

17.2.04

Poetry
You are Poetry. You are often the most emotional of the arts. You
are introverted, in that you tend to let people
come to you rather than trying to get their
attention. You get along well with Music and
Literature.

What form of art are you?
brought to you by Quizilla
Sophisticated and classy, you take shitty-tasting liquid and make it look beautiful and glamorous!!
Congratulations!! You're a smart sophisticated and
beautiful martini!!

What Drink Are You?
brought to you by Quizilla
aragorn
Your man is King Aragorn (The rating takes place
below) Perhaps its because hes so world-weary but Aragorn
is upfront and honest with no time for mind
games. Hes attentive and devoted, as well as
sensitive to your needs.

The last 'WHICH LOTR GUY IS FOR YOU?' quiz you'll ever have to take UPDATED WITH BETTER PICS & RESULTS
brought to you by Quizilla

16.2.04

Ég ákvað að flýja land um helgina til að komast hjá því að þurfa að velja mér deit á Valentínusardaginn. Ferðinni var heitið til Stokkhólms, á FNUF-“seminar”. Við (Freyja, Jónas og ég) flugum út á föstudagsmorgun, hvert öðru þreyttara og skoðuðum allt fræga fólkið í Leifsstöð. Sigrún Þöll hefði sko unnið frægumannakeppnina hefði hún verið með okkur. Í okkar flugvél var reyndar bara eitt frægmenni enda vélin hálftóm og við með eina sætaröð fyrir hvert okkar. Frábært! Föstudeginum var eytt í H&M, ég er viss um að við vorum nokkra klukkutíma þar inni. Fólk má því eiga von á að vortíska H&M verði sýnd á strætum Reykjavíku næstu daga. Við hittum Heiðu, vinkonu Jónasar, og við fjögur fórum saman út að borða um kvöldið. Sá var sko sniðugur, staðurinn sem við fórum á. Þetta var kínverskur hlaðborðsveitingastaður þar sem maður gat valið úr tilbúnum réttum en einnig blandað saman fersku grænmeti, kjöti, fiski og núðlum að vild, skellt á það sósum og látið manninn í eldhúsinu steikja það. Þetta var sko sniðugt. Minn matur var reyndar svo sterkur að rjúka fór út úr eyrunum á mér. Jónas hinn sænski, Júnas öðru nafni, kom svo á veitingastaðinn og hitti okkur og við fórum öll saman út í langa leit að bar eða skemmtistað til að fara á. Meðalaldurinn á staðnum sem við fórum á náði engan veginn háum aldri mínum, lambakjötið sem þarna var átti ekki í neinum vandræðum með há kollvik eða lina rassa. Ekki óskemmtilegt það! Morguninn eftir þurftum við að fara eldsnemma á fætur og halda til Emil-í-Kattholti-lands, þar sem fundurinn fór fram. Á fundarstað hittum við Svía og Finna sem einnig tóku þátt í fundinum. Fundurinn var ágætur, mjög fræðandi og frekar skemmtilegur. Þetta var eins konar undirbúningsfundur fyrir fundinn sem haldinn verður eftir hálfan mánuð. Um kvöldið var svo kvölddagskrá, ostar og rauðvín auk ósköp notalegrar stemmningar og morðingjaleiks. Á sunnudagsmorgun héldu fundarhöld svo áfram í smástund en svo þurftum við Íslendingarnir að halda heim á leið, ekki leiðinleg heimför þar sem ég fékk aftur röð fyrir mig og sat í sömu röð og tveir mjög myndarlegir menn. Sem sé góður endir á velheppnaðri ferð! Takk fyrir mig!
Sigga systir er búin að eignast nýja vinkonu. Rosa hress stelpa sem heitir Shakira.

12.2.04

Ég vil benda heiminum á nýja bloggið hans Elíasar, skemmtileg viðbót við bloggheiminn. Haha, ég ætla í markaðsfræði. Annars er ég á leið til Stokkhólms í kvöld en er samt að pæla í að fara aðeins út í kvöld, bara smá. Ég þarf hvort eð er að vakna það snemma að það munar engu. Einhverra hluta vegna er ég ekki orðin mjög spennt vegna utanlandsfararinnar, kannski vegna þess að ég á eftir að læra í nokkra klukkutíma áður en ég geri nokkuð. :( Verður samt gaman að kaupa föt...vúhú!

11.2.04

Dagurinn í dag er eiginlega ekki minn dagur, held ég. Fyrir það fyrsta þurfti ég að vakna fyrir allar aldir (rétt fyrir klukkan átta sem sé, fyrir allar aldir í mínum huga) og drífa mig upp í skóla að klára fyrirlestur. Þegar ég var rétt að vakna fannst mér ég ver að fá gubbupest og langaði sko ekki á fætur. Gubbupestarímyndunin yfirgaf fljótt huga minn þegar ég kom í skólann og fékk mér að borða allt nestið mitt, btw. :) Jæja, skóladagurinn var ekkert merkilegur, fyrirlesturinn ok og svo hitti ég ítalska tungumálaskiptastrákinn "minn". Ákveðum við Freyja svo ekki að fara í Bónus og versla fyrir Grælandskynninguna. Allt í góðu með það þangað til á leiðinni heim að kexpakki hrökk upp úr skólatöskunni minni og á eftir honum ALLT skóladótið mitt. Nú á ég bara blautar bækur og skítug og krumpuð verkefnablöð (þau fuku út um allt og ég tók bíómyndaaksjón á þetta). Núna sit ég hundpirruð að læra fyrir viðskiptaspænskupróf, þreytt og búin að uppgötva að gubbupestin er ekki gubbupest heldur hálsverkur. Ímyndunarveiki eða hvað?

10.2.04

Ég held að leti mín nái engum takmörkum. Það er ótrúlegt hvað fólk tekur upp slæma siði þegar það býr erlendis. Í stað þess að eyða kvöldinu í að skrifa góðan fyrirlestur um klámmyndina Pepi, Luci, Bom fyrir spænska kvikmyndakúrsinn eyddi ég kvöldinu á Netinu (í óþökk mömmu) og spjallaði við Jordi, Völllu, Ösp og fleiri. Það hjálpaði örlítið að tala við Völlu sem að eigin sögn var jafnlöt en þegar ég loksins tók til við að skrifa um þessa mynd og lesa mér til um Almodóvar var komið miðnætti og vel það. En svo að ég segi ykkur aðeins frá myndinni, þá er hún klikkuð. Hún fjallar um konu sem er nauðgað af lögreglumanni. Henni sárnar þessi meðferð mjög þar sem hún hafði hugsað sér að selja meydóm sinn til að eiga fyrir reikningunum (pabbi hennar hyggst hætta að senda henni mánaðarlegan tékka) og ákveður því að hefna sín. Hún lemur mann, sem var svo óvart ekki lögreglumaðurinn (ef ég skildi rétt) heldur bróðir hans. Svo kynnist hún konu löggunnar,Luci, sem er húsmóðir haldin kvalalosta. Þegar húsmóðirinn situr á heimili fórnarlambs nauðgunarinnar (sú heitir Pepi btw) og kennir henni að prjóna kemur sextán ára rokksöngkonan Bom, vinkona Pepi, í heimsókn og pissar framan í Luci sem er ekki lítið hrifin. Svona heldur myndin áfram...annað markvert má nefna partý þar sem haldin er typpakeppni, tónleika og fjöldan allan af dragdrottningum sem við sögu koma. Ég held satt best að segja að þessi mynd sé fullkomið dæmi um þá frelsisvakningu sem varð í spænskri kvikmyndagerð og ef til vill menningu yfirleitt eftir Frankó...úff, er ég orðin of fræðileg?

9.2.04

Fúff, þetta var sko fín helgi. Ég lærði ekkert af viti, borðaði mikið og skemmti mér mest. Föstudagskvöldið var, eins og áður hefur komið fram, skemmtilegt og ekki var laugardagskvöldið síðra. Þá var vinnupartý hjá ÁTVR-liðum heima hjá Eymari "la stewardais" í Skipasundinu, fámenn veisla en afar góðmenn. Planið var að veislugestir myndu fara í Keiluhöllina í Öskjuhlíð og keppa í keilu með fallegu borðana sem Marta bjó til bundna um sig miðja en því miður varð ekkert úr því. Við fórum upp í Keiluhöll og sátum þar drjúga stund en tókum svo bara leigubíl niður í bæ þar sem okkur var hleypt inn VIP-megin á Felix. Snjallt það! Aldrei hélt ég að ég fengi að sleppa við röðina! Elías slóst já í för og dansað var fram á rauða nótt, bæði þar og á Hverfisbarnum. Hrós helgarinnar fá Marta og Eymar fyrir vel heppnað teiti og Elías fyrir ótrúlegt dansúthald!

7.2.04

Jæja, föstudagskvöldið endaði í smádjammi og satt best að segja skemmti ég mér bara nokkuð vel. Fyrst um kvöldið hitti ég Freyju, Völlu, Ösp og Ásdísi á kaffihúsi og þaðan fórum við Ösp og Elías áfram á skrall. Vesalings Ösp var pínd áfram af frekum Langhyltingi (aka ég) og drifin í dansinn á svitaballi Röskvu á Grandrokk. Þar hittum við Eddu, Möggu og Jónas Magnússon og komumst að því eftir villtan dans að samkoman bar nafn með rentu. Þegar heim var komið byrjuðu samt ævintýrin. Alma átvagl var vitanlega svöng eftir að hafa hrist spikið í takt við tónlistina í klukkutíma eða svo og hóf því fæðuleit. Nei, ísskápurinn bauð ekki upp á mikið, ekki heldur skápurinn fyrir ofan matarborðið svo að Alma ákveður að kíkja í stóra háa skápinn. Sá skápur ákvað að gera árás með sultukrukku, sem skoppaði út á gólf og vakti mömmu. Þarf vitanlega ekki að taka fram að sultukrukkan mölbrotnaði og ég eyddi drjúgri stund í að þrífa upp sultu og glerbrot (fremur leiðinleg blanda btw) og plokka glerögn úr hælnum á mér. Samlokan sem ég fékk mér á endanum smakkaðist samt vel.

5.2.04

Crazy
Death by a heart attack during an orgy... and
pretty soon

Choose your Dramatic Death (Now w/pics!!)
brought to you by Quizilla
Ég ætla að nýta hluta af mínútunum átján sem ég hef á Internetinu til að blogga. Reyndar veit ég eiginlega ekki um hvað ég ætti að blogga, líf mitt snýst orðið bara um það að fara í skólann og koma heim og læra, eða það sem oftar vill verða, ekki læra. Nú þegar ég er ansi mikið eftir á og ég vil helst ekki hugsa til þess hvernig það verður eftir utanlandsferðirnar sem ég fer í. Annars er það að frétta að Óli fékk íbúðina sína afhenta á sunnudagskvöldið og er þegar byrjaður að mála og koma öllu í standið. Vonandi flytur hann inn í vikunni svo að við Sigga getum byrjað að skipta um herbergi. JÁ ÉG FÆ NÝTT HERBERGI! Vá, hvað þetta er annars leiðinlegt blogg...fúff, fúff.

2.2.04

Jæja, Valgerður hér færðu svarið við spurningu þinni. Ferðin var hreint út sagt ágæt. Reyndar stoppuðum við afar stutt á þessu Grand rokk djammi, kíktum bara rétt þangað. Við eyddum meirihluta kvöldsins á Kofa Tómasar frænda og svo á Hverfisbarnum. Antton Finni var með í för og alls ekki aumur félagsskapur það, kurteis og góður piltur. Jæja, amma gamla kveður. :)
Ég vildi óska þess að ég gæti sungið á blogginu.
Jahá, Burger King bara að opna. Ekkert sérlega gaman það!