28.2.03

Ég held......ad ég fari ekkert aftur í sund hér á Spáni. Í gaer fórum vid Anna Bonn í velskipulogdu sundferdina okkar. Vid byrjudum á ad fara í laug sem er í mínu hverfi en okkur var ekki hleypt inn thar sem vid neitudum ad borga tíu evrurnar (eda meira, hún taladi í pesetum, vesalings konan) sem vid vorum bednar um ad greida til ad skola af okkur í pollinum theirra. NEI, "Thetta er sko klúbbur, fyrir medlimi okkar". Iss piss, vid fórum thess vegna í laugina sem er nálaegt Onnuheimili, langt langt frá Lucero. Allt gott um thá laugina ad segja og vid tókum okkur afskaplega vel út med nýju bleiku sundhetturnar okkar en eftirkostin voru allhrikaleg. Ekki nóg med ad vaeri med óstodvandi hofudverk thegar ég kom upp úr, thá var húdin á mér hálfbrennd eftir allt klórid og í dag er ég ad drepast úr hardsperrum. Gaman hvad ég er í gódu formi! Ég verd ad gera eitthvad til ad hressa mig vid fyrir elsku TELEPIZZA!!!

22.2.03

Jaeja, thegar thid byrjid ad búa og thurfid ad setja saman IKEA-draslid, hringid í mig, EMODE.COM, hefur komid mér í thá klípuna: Alma, your true talent is spatial ability People like you are usually great when it comes to putting together assemble-it-yourself furniture or other household items — whether the items arrive with instructions or not. Your spatial skills can also help you understand the finer points of how things work. Vitid thid hvort IKEA býdur upp á frekara nám?
Ég gleymdi ad tilkynna dálítid......ÉG ER AD FARA Á SHAKIRUTÓNLEIKA!!!!!! vúhú! Ekki fyrr en 25. apríl reyndar en thad er alltaf gott ad byrja ad hlakka til tímanlega.
Já, ég held áfram, búin ad jafna mig eftir svefnleysi gaerdagsins, og í thví ad hressa mig upp fyrir naestu vinnutorn hjá Teletittunum. Já, thessi althjódlega veisla var haldin í diskóteki, sem var algjort volundarhús og thad var algjorlega trodid af útlendingum og Spánverjum. Fjoldi innfaeddra kom mér mjog á óvart og hátt hlutfall karlmanna sem dansa. Hver og einn bar mida med thjóderni sínu og mjog margir reyndu ad vera fyndnir, ljóshaerdar stelpur med "japan-límmida" og Spánverjar med "Las Islas Bikini-mida". Annars nenni ég ekki ad fara út í smáatridi (aldrei thessu vant), Anna samt var ad senda mér skilabod og segja mér ad strákurinn sem hún taladi vid tharna og fékk símanúmerid hjá henni var ad hringja og thau eru ad fara út í kvold! Út í adra sálma....ég er ein heima og mikill Maculay Culkin fílingur í mér. (ok, ég kann ekki ad skrifa nafnid hans en thad thýdir ekkert ad ég elski hann minna fyrir vikid). Rosa fór til Segovia og kemur ekki fyrr en á mánudag....:o) Fínt ad vera ein heima!

21.2.03

Sael verid thid! Ekki er ég duglegur bloggari, naestum thví bara aumingjabloggari. Thad er bara svo aaaaeeeegiilega mikid ad gera hjá mér. (Thetta hljómar betur en ad segja ad ég nenni ekki neinu, ekki satt?). Jaeja, annars er ég búin ad ná fjórum prófum og er nokkud kát med thad. Vid Anna, bekkjarsystir mín, ákvádum ad fagna thví ad hafa nád heimspeki og fórum út í gaerkveldi. Vid fórum í althjódlega veislu í einhverju hallardiskóteki. Thad var vaegast sagt mjooooooooog gaman! Vid fórum ekki heim fyrr en lokadi. Aei, ég tharf ad fara ad vinna, klára frásognina sídar. TO BE CONTINUED (eins og í Matlock stundum)

15.2.03

Já, há prófin búin! Til hamingju Alma! Hef ákvedid ad fagna med thví ad vinna í fimm og hálfan tíma med Telepizzatittunum.

14.2.03

Skamm skamm skamm fólk sem ljóstrar upp STÓRmikilvaegum ER-leyndarmálum á Internetinu. Ég geri mér grein fyrir ad thetta var stórfrétt en hvernig vaeri ad hugsa um vesalings útlandafarana sem hafa misst af thessum uppáhaldsthaetti sínum sídastlidna tuttugu mánudi eda svo! Hnusssssss! Annars langadi mig ad baeta vid sogu af gaedafyrirtaekinu TELEPIZZA. Ég er sko ekki lítid stolt af ad vinna fyrir thá. Eins gott ad their reki mig ekki fyrir vanhaefni. Vid Rosa pontudum nefnilega pizzu í fyrrakvold, sem vaeri ekki í frásogu faerandi nema vegna thess hversu erfitt thad var. Vid byrjudum pantferlid um klukkan 9:30 um kvoldid, held ég en thad var lidid fram á nótt thegar ég loksins fékk ad borda (ýkjur ad sjálfsogdu, en thad var farid ad nálgast midnaetti). Fyrst tók thad okkur svona hálftíma ad finna út rétta númerid. Vid áttum bara auglýsingamida frá Pizza Hut (og Rosu finnst pizzahutpizzur vondar! Eiga sumir vid vandamál ad strída eda hvad?) svo ad vid fórum ad leita og leita ad númeri. Rosa fór ad leita í skúffunum sínum og fann auglýsingamida med símanúmeri en nei, eftir ad hafa bedid lengi í símanum, gefid upp helstu upplýsingar og svo framvegis kom í ljós ad ég átti ekki ad hringja thangad. Stúlkan benti mér á upplýsinganúmer sem ég gaeti hringt í til ad fá upplýsingar sem ég og gerdi en nei, thad virkadi ekki. Rosa fann svo annan mida og ég hringdi aftur, nei aftur rangur stadur, ég átti ad hringja í Alta de Extremadura stadinn. Stúlkan reyndar var svo vinasamleg ad gefa mér númerid thar. Jaeja, Alma med sín ostavandraedi, tók thad tvisvar fram ad pizzan aetti ad vera ostlaus og símadrengurinn spurdi líka í tvígang hvort ég vildi orugglega ostlausa pizzuna. Pizzan kemur svo, med osti, og ég tjái sendli ad thetta gangi ekki, hann lofar betrun og bótum og fer med pizzuna aftur til baka. Rosa bordar sína pizzu medan garnirnar í mér gaula, ekkert bólar á nýju pizzunni. Their hringja reyndar frá fyrirtaekinu til ad spyrja hvort pizzan hafi orugglega átt ad vera alveg ostlaus. Eftir svona fjortíu og fimm mínútur er bjollunni loksins hringt. Ég opna....heyri gengid upp troppurnar, mikinn hávada (sendilinn ad detta) en jú hann kemst med naumindum upp troppurnar med pizzu sem var hálf í lokinu en ostlaus. KRAFTAVERK! Ég var nú samt kúl á thví sagdi....hafdu ekki áhyggjur, ég skil thetta, ég vinn sko líka hjá Telepizza....HVER ER COOL? Ok, ég vidurkenni ad thetta var gód pointlaus saga, ég nenni bara ekki ad fara ad laera alveg strax og eftir smástund tharf ég svo ad fara ad vinna hjá TP. En sú maeda!
Halló! Nú á ég bara eitt próf eftir og thad er próf sem lítid tharf ad laera fyrir. Á morgun er ég frjááááááls ad nýju...thar til annad kemur í ljós. Annars gekk sagan svona la la, hefdi alveg mátt ganga adeins betur en ég gat nú svarad ollu saemilega Finnst ykkur ekki gaman ad fá nákvaemar upplýsingar um hvernig prófin gengu fyrir sig? Málid er ad mig vantar mommu og pabba og Evo, fólk sem nennir ad hlusta á svona leidinleg hversdagsmál mín! Hahahah...ég skrifadi Evo....hahahahaha Jaeja, allt thad sem ég aetla ad gera frá og med morgundeginum thegar prófunum lýkur: 1. Thrífa íbúdina 2. Kaupa inn fyrir pizzuveislu sunnudagsins. 3. Reyna ad verda starfsmadur mánadarins hjá Telepizza. 4. Vera dugleg ad laera svo ad ég thurfi ekki ad frumlesa helminginn af námsefninu í maíprófunum. 5. Panta mér mida heim til Íslands. 6. Fara í ferdalag (veit ekki hvert thad verdur thar sem ég á ekki aur, kannski fer ég bara á nedanjardarlestarstodina sem er lengst frá heimili mínu). 7. Skrifa um thad bil fortíu og níu bréf...nei, nú ýki ég en pennavinirnir (sem fara faekkandi by the way) bída. 8. Reyna ad fá Miguel til ad haetta ad laera, ég er afskaplega léleg í ad skamma á erlendri tungu. 9. Fara í sund...fyrst tharf ég samt ad finna sundlaugina. 10. Horfa á sjónvarpid, stundum okkar saman fer sífellt faekkandi, ég sem hélt ad vid vaerum vinir.

12.2.03

Já, thad datt allt út sem ég skrifadi um álfa- og hobbitanofnin mín en thad var hvort ed er ekki vitundarogn spennandi. Ég var ekkert hrifin af nafngiftinni. Annars var ég ad koma heim úr prófi, og er ofsakát thrátt fyrir ad prófid hafi ekki gengid sérlega vel. Ég nefnilega fékk ad vita tvaer einkunnir, landafraedi og tunugmál og hvort tveggja gekk vel! :) Naest á dagskrá er saga.....júhú. Adios.

7.2.03

Sael! Stuttar fréttir hédan thar sem ég á ad vera ad laera fyrir próf. Ég var í prófi í dag (líf mitt er svooo innihaldsríkt), listasogu og ef ég er ekki fallin, thá er spaenskt menntakerfi aldeilis ad bregdast. Listasaga er ekki alveg mitt fag og mig langadi ekkert ad laera fyrir hana, mikid efni og urmull af ordum ad laera. Ég gafst eiginlega upp á endanum (sem sé vakti ekki fram á nótt eins og ég hefdi thurft ad gera) og fór í prófid afskaplega illa lesin. Prófid var í tveimur hlutum, fyrst tólf skyggnur af spaneskri list sem vid áttum ad greina. Mér til mikillar undrunar gekk mér vel ad greina, ég thekkti svona níu eda tíu af theim og tókst ad giska á hitt. Thví midur gat ég ekki rokstutt val mitt mjog vel en engu ad sídur gekk thetta betur en ég hafdi búist vid. Svo komu átta fraedilegar spurningar og thar byrjudu vandraedin. Ég vissi svarid vid einni af átta. :( Á morgun er landafraedipróf og mér finnst thad miklu skemmtilegra. Hvert er uppáhaldsjúróvisjónlagid ykkar í ár? (ég á vid af theim íslensku). Eru ekki allir komnir í stellingar til ad taka upp? Vona thad! Bless, bless. p.s. Vissud thid ad Covadonga er elsti thjódgardur Spánar, fridadur á fullveldisárinu 1918. Gardurinn er stadsettur í thremur sýslum, Asturias, Cantabria og Castilla y León og má thar finna úrval trjágródurs, auk ríks dýralífs. Ef einhver vill heyra um hina ellefu, here I am. :o)

5.2.03


This Guy: you like strangers. Freak.

Which guy are you destined to have sex with?
brought to you by Quizilla HAHAHAHAHAAHHAA :o)
You are Spanish
You are a Spaniard.

What's your Inner European?
brought to you by Quizilla HJÁLP!!! Dvolin hér er ad hafa slaem áhrif á mig!!!!!!!!!
OK, ég haetti ekki á kúrsinum. Mér gekk betur í thessu soguprófi en fyrsta prófinu. Thad féllu samt nokkrir en margir voru líka med ágaetar einkunnir. Their eru svo ýktir thessir prófessorar. Í dag var ég annars í fyrsta febrúarprófinu mínu (sem sé midsvetrarpróf). Prófid var í spaenskum bókmenntum og var frekar létt. Thad hjálpadi ekki svo mjog thar sem ég var ekki sérlega vel lesin. Ég gat samt svarad einni spurningu ágaetlega, "Veldu thér thema og skrifadu um". Hvers konar skóli er thetta eiginlega? Reyndar átti ég í erfidleikum med eina og hálfa af fjórum spurningum svo ad ég aetla ekki ad segja of mikid. Naesta próf er listasaga, sem útskýrir thad af hverju ég er á Netinu. Ég HAAAAATA listasogu, hún er ekkert skemmtileg. Ég á 150% eftir ad falla í henni thar sem efnid er grídarlegt. Alveg sama thótt prófid verdi skítlétt. Er einhver búinn ad fylgjast med íslensku júróvisjónlogunum? Ég sá Botnledju, Jóhonnu Vigdísi (held ég ad thad hafi verid hún) og Regínu Ósk. Botnledja átti athyglisvert lag sem myndi án efa vekja talsverda athygli en hin login voru hálfomurleg. Núna er ég ad hlusta á Birgittu Haukdal "Segdu mér allt" og ég er satt best ad segja alveg saemilega hrifin. Thetta er ekki svo slaemt lag. Aetlar einhver ad fara ad sjá keppnina í Háskólabíó? Vona ad einhver fari fyrir mína hond....snokt...alltaf missi ég af stórvidburdum....júró sem haegt er ad kaupa sig inn á og Brodrene Olsen....lífid er ekki fullt af sanngirni. Jordi er farinn ad heiman. Já, búinn ad yfirgefa okkur Rosu, sem munum búa tvaer hér í sátt og vonandi samlyndi...(hmmm). Jordi fékk nýja vinnu, sem flugthjónn hjá Ciberworld, og tharf ad fara á sex vikna námskeid á Palma de Mallorca. En sú maeda! Ég fór med honum á flugvollinn í dag....hann var óskop nervus greyid. Vi ses!