27.2.05

Finnlandsferð (fyrsti hluti)

Mér finnst sjálfri fremur leiðingjarnt að lesa nákvæmar lýsingum af ferðalögum fólks svo að ég hyggst ekki lýsa hverri mínútu ferðalagsins, frekar bara segja frá því spennandi. Sjáum hvort það tekst.
Ferðalagið byrjaði satt best að segja ekki sérlega vel, sökum mikillar snjókomu í Madrid (í fyrsta skipti sem ég sé snjólag inni í borginni) seinkaði fluginu. Spánverjar hrökkva jú í kút þegar byrjar að snjóa og vegna þess og vegna tæknilegra vandamála í flugvélinni komum við til Amsterdam um það bil hálftíma eftir að flugið þaðan til Helsinki átti að fara. Til að gera langa sögu stutta þá endaði ég á því að gista í hjónarúmi á Ibis hóteli, rétt við Schiphol, við hlið þrítugs Spánverja, Jaime að nafni. Sérkennileg nótt og einnig kvöldverðurinn með kínversk-spænsku hjónunum, spænsku konunni sem býr í Búkarest, Jaime hjásvæfu minni og finnska parinu. Jaime lýsti þessu vel, sagði þetta hafa verið eins og atriði í Almodovarmynd, algjörlega súrrealískt en ad sama skapi mjög skemmtilegt. Satt best að segja er ég of þreytt til að skrifa meira núna enda hef ég lítið sofið þessa helgina en síðar fáið þið að þjást yfir færslunum mínum...hohoh, heyra um Holiday Inn manninn og fleira. Un beso.

21.2.05

Threyta

Thetta blogg er ad verda svo leidinlegt ad ég rádlegg lesendum thess ad haetta ad skoda thad og kaupa sér frekar skemmtilega bók ad lesa eda taka videóspólu. Thetta blogg verdur bara svona dagbók fyrir mig.
Ég er farin ad hafa áhyggjur af thví ad ég sé á leid inn í tímabil svefnleysis, ég er haett ad geta sofid eins hraedilega mikid og ádur (ég segi thetta núna og sef ábyggilega fjórtán tíma í nótt). Thrátt fyrir thad ad vera hraedilega threytt svaf ég illa og er í dag eins og tuska í framan. Strákarnir sem hrópudu ad mér á leidinni í skólann voru heppnir ad vera á bíl, ég hefdi líklega lamid thá ef their hefdu ekki komist svona fljótt undan. Annars er ég sár út í Spánverja í heild fyrir ógedsleg ummaeli í metróinu á laugardagskvöldid. Thví midur (eda sem betur fer) heyrdi ég thad ekki enda ekki ad hlusta á samraedur ljótra fótboltastráka, en Klara sagdi mér hvad their hefdu raett, sem var mjög ljótt. Their héldu ad vid vaerum vitlausir útlendingar sem ekki skilja spaensku. Bara rétt thetta fyrrnefnda. Thad sem var fúlla var thad ad allt fólkid í kringum virtist ekkert kippa sér upp vid thad sem their sögdu, enginn horfdi á thá illu auga eda reyndi ad thagga nidur í theim. Nóg um thad...nenni ekki ad vera í fýlu yfir thví.
Á midvikudaginn legg ég land undir fót, fer til Finnlands. Vúhú...eitthvad til ad hlakka til! :)

20.2.05

Í klípu (samt ekki smjöri)

Aei, ég er nú meira fíflid! Ég baud nefnilega fólki í mat, gaman gaman, af thví ad ég ákvad ad búa loksins til pítsu. Thad vaeri ekki í frásögu faerandi nema vegna thess ad ég var of kraftlaus í gaer til ad druslast út í búd ad kaupa í matinn og núna sit ég heima hjá mér, nánast matarlaus og bíd eftir ad hungradir gestirnir komi hingad. Ég sé tvo kosti í stödunni:
a) Hringja í fólkid, afboda matarbodid og segja ad thad geti bara bordad heima hjá sér eins og edlilegt fólk.
b) Panta pítsu eda kínverskan handa fólkinu.
c) Fara út í kínabúd og leita ad einhverju aetu. Gestirnir verda bara ad láta núdlur med sojasósu, kexkökur og appelsínudjús á sídasta söludegi gott heita.
d) Ekki hringja í neinn en fara út, slökkva á gemsanum og koma ekki heim fyrr en lída fer á nóttina.
Kostur a) kemur ekki til greina. Thad er í haesta máta dónalegt og stúlka í minni stödu gerir ekki svona lagad. Kostur b) kemur ekki heldur til greina thar ed ég tími ekki ad panta mat handa svona mörgum, glaetan. Svo er d) enn thá meiri dónaskapur, sérstaklega thar sem ég bý úti í rassgati thannig ad ég er ansi hraedd um ad mannskapurinn verdi ad gera sér ógedsveitingar ad gódu.
Annars fórum vid í partý í Aluche í gaer, á sama stad og um áramótin. Thetta var threfalt afmaeli, finnskt, mexíkóst og thýskt og húsid gjörsamlega trodid af fólki. Lögreglan kom víst einu sinni eda tvisvar en allt fór nú vel fram. Nágrannarnir hafa bara ekki verid kátir med thann hávada sem skapast af hundrad manns samankomnum á 80 fermetrum. Vid fórum svo nidur í bae og dönsudum dálítid á Gran Vía. Lögreglan kom ekki thangad. Un beso, er farin út í kínabúd.

19.2.05

Ég er komin heim í heidadalinn..

Fúff, ferdin heim til Madridar gekk ekki eins og í sögu, nema ef vera skyldi spennusögu. Samansafn seinkana og stress yfir ad ná ekki tengifluginu í Kaupmannahöfn trufladi samt ekki blundana mína, ég svaf góda stund í bádum flugum og á Keflavíkurflugvelli. Verd samt ad vidurkenna ad ég var örlítid "nervus" ad fljúga í svona brjáludu vedri og ég var líka ogguponsulítid hraedd í leigubílnum á leidinni (leigubílstjórinn sem átti ad keyra mig á BSÍ var á leidinni til Keflavíkur og baud mér ad fara med fyrir minna en rútumidaverd) thar sem ekki sást milli bíla og vegurinn virkadi afar háll. Ég komst samt á leidarenda ad lokum og thad er fyrir öllu og í thokkabót var ferdin talsvert ánaegjuleg thar ed Björg Stebbamamma var flugfreyja, hún er svo indael.
Annars er skólinn byrjadur og ég enn thá óákvedin hvada fög ég aetla ad taka á endanum og hversu mörg. Finnsku 2 tek ég pottthétt og ég aetla líka ad reyna ad vakna snemma á morgnana og fara í sögu málvísinda hjá skemmtilega kennaranum. Planid er ad taka líka ordmyndunarfraedi og bókmenntafag sem fjallar um 27-kynslódina. Svo er spurningin hvad annad...kunningi minn maelti med einhverju sögufagi og líklega kíki ég á thad...annars er allt óljóst í bili.
Vid fórum út í gaer og thad var aldeilis gaman. :) Nenni ekki ad skrifa meira, aetla ad borda og fara út. Un beso.

17.2.05

Frábaerar fréttir

Ég komst í frábaert efni, MYNDIR AF SAETA HOLLENDINGNUM MARGUMRAEDDA!!!! Áhugasamir hafi samband vid undirritada og hún sendir um hael, sent verdur eftir rod beidna, fólk bedid ad sýna tholinmaedi.

14.2.05

Valentínusardagur

Vitrir menn segja mér að siðaskipti hafi þegar gengið í gegn hér á landi en sökum tengsla minna við kaþólsk ríki við Miðjarðarhafið skipa dýrlingadýrkunardagar eins og Valentínusardagurinn örlítinn sess í hjarta mínu, sérstaklega í dag þar sem ég fékk Valentínusarkveðju frá suðrænum vini (ekki nein ást þar á milli, bara vinakærleikur en ég er samt montin að hafa fengið kveðju á þessum degi). Ef ég tala beint út frá hjartanu þá finnst mér raunar afskaplega vitlaust að halda upp á þennan dag á Íslandi, ekki bara vegna þess að ég er bitur og eilífðareinhleyp heldur líka vegna þess að við höfum tekið upp nóg af erlendum siðum og eigum jú okkar eigin konu- og bóndadaga. Núna ætti ég kannski að vera sár yfir því að hafa engar ástarkveðjur fengið á konudeginum...ég er eiginlega farin í hring. ¡Andskotinn!
Annars vil ég þakka Jónasi nokkrum Magnússyni fyrir prýðilega veislu á föstudagskvöldið. Átti ég þar góðar stundir. Einnig vil ég benda lesendum bloggsins á þá hræðilegu staðreynd að Olsenbræðrum tókst ekki að sigra í dönsku forkeppninni á laugardagskvöldið og því mun rauðhært unglamb (háraliturinn eini jákvæði punkturinn) fara til Úkraínu og flytja hugljúft lag a la portuguesa. Ég óska honum alls hins besta. Að lokum vil ég þakka Gael García Bernal fyrir frábært framlag sitt til Bafta-verðlaunanna. Hann stóð sig eins og hetja í sætinu sínu, sat bara og var fallegur okkur áhorfendum til ÓMÆLDRAR gleði.

11.2.05

heima á landinu kalda

Ég er stödd heima á fróni og er ekki enn þá farin að venjast því að nota íslensku stafina. Það tekur mig auka mínútu að skrifa hverja línu. Ferðin heim gekk prýðilega, raunar fannst mér Iberiaflugið langtum þægilegra en Icelandairflugið (eru þeir ekki hættir að heita Flugleiðir?) og biðin á Kastrup var í góðu lagi þökk sé bókinni sem Freyja gaf mér í jólagjöf. Ég hafði raunar áhyggjur af því að magn heilhveitibrauðs sem ég snæddi á flugvellinum myndi fara illa í maga minn eftir ofát hvítra brauðlengja í Madridarborg. Það var ljúft að hitta fjölskylduna og frábært ad sofa aftur í lyfturúminu, borða flatköku og fara í langt heitt bað. Allt eins og ég bjóst við. Við Eva skelltum okkur svo í lúxusbíó í gær og höfðum það allt of gott. Mjög gaman! Ég verð andlaus í þessum snjó og kulda svo að ég held ég hætti núna, lesendum mínum til léttis.

8.2.05

No more crying...

Ég aetla ad haetta ad kvarta og kveina, ákvad thad eftir ad horfa á fréttirnar í spaenska sjónvarpinu í gaer. Fyrst var vitanlega löng frétt um fólkid sem dó í gaseitruninni nálaegt Castellon. Madur nokkur hafdi haldid veislu á sveitahóteli til ad fagna fimmtugsafmaelinu sínu og hluti gestanna, ásamt honum sjálfum, eyddi nóttinni á hótelinu. Fólkid hafdi farid seint ad sofa og vaknadi ekki aftur, fyrir utan tvo, afmaelisbarnid og konuna hans. Afmaelisbarnid á ad hafa sagst fremur kjósa ad hafa verid medal fórnarlambannna heldur en ad hafa lifad af. Átján manns thar. Hraedilegt!
Svo héldu fréttirnar áfram, talad var um par sem dó í bílskúr af kolsýringseitrun, konu sem var myrt af fyrrum eiginmanni og svo thar eftir götunum. Seinna um kvöldid í "Sucedido en Madrid" (=thad sem gerst hefur í Madrid), hélt thetta svo áfram, tvíburar myrtir, kona kyrkt, stelpa drepin og ég veit ekki hvad og hvad. Thad er nokkud ljóst ad thad tharf ad passa sig...ususs

7.2.05

Stelpukrísis (lesist adeins í leidindum)

Ég aetti nú ad fara ad haetta ad blogga svona mikid, thetta er allt svo hraedilega leidinlegt. Engin fögur loford um bloggfrí í bili samt. Thessi faersla er raunar adeins skrifad af thví ad Kaká er svo lengi í tölvunni. Kannski ég aetti ad tileinka honum hana?
Para Kaká, in memoriam (ok, óvideigandi)
Ég var ad spá hvad stelpur eru alltaf í thví ad pína sjálfar sig. Nú er ég ekki bara ad tala út frá eigin reynslu, heldur bara kvenfólkinu sem er í kringum mig. Thad virdast allir vera hálfmidur sín thessa dagana, ýmist bara almennt pirradir á lífinu og tilverunni eda út af einhverju (helvítis) strákastandi. Er ástaedan sú ad stelpur eru svo oft fullar af draumum (kannski bara vid fiskarnir?), hugsa hradar en hitt kynid og vita ekki hvad thaer eiga vid tímann sinn ad gera? Held ad thad sé svo í mínu tilfelli (nema kannski thetta med ad hugsa hradar, ég geri allt á mínum sniglahrada) ég leik mér ad thví ad kvelja sjálfa mig út af einhverju sem ekki er thess virdi ad paela í einu sinni. Hédan í frá vil ég vera sjálfstaed stelpa sem tharf ekki á ödrum ad halda til ad lifa af...(vá, ég er undir áhrifum frá ónefndu bloggi)...jú, reyndar mun ég alltaf thurfa á vinum mínum ad halda. Nú aetla ég ad vera kát, njóta lífsins (skrifa ritgerd) og fara heim til Íslands. Vúhú!
Annars stafa thessar thunglyndislegu faerslur eflaust bara af thví ad í dag er bolludagur og ég fae enga bollu. Heppin samt ad vera bolla sjálf...naga kannski á mér neglurnar í kvöld.

Ó, nei, ég elska thá...

I am nerdier than 9% of all people. Are you nerdier? Click here to find out!

La vida es una mierda (ekki sammála Jordi)

Fúff, ég er threytt og fúl núna. Ég var ad koma úr málvísindaprófi. Vonandi skreid ég. Prófid var fremur erfitt. Ad prófi loknu var ég algjörlega eftir mig en tókst samt ad skreidast upp á 3. haed til ad skoda einkunn í setningarfraediprófinu sem átti ad vera komin. Kannski sem betur fer var hún ekki komin. Ég datt naestum thví sökum thess hversu ég skalf í fótunum. Framundan er vinna vid ritgerd en einhverra hluta vegna fae ég mig ekki til thess ad byrja. Langar bara ad leggjast upp í rúm og sofa. Thad aetti ad banna mér ad taka próf klukkan níu á morgnana, sérstaklega thegar skólinn minn er uppi í sveit.
Til ad taka upp léttara tal thá hló ég nú talsvert í gaer thegar ég gekk fram hjá tveimur mönnum í götunni minni. Thad vaeri ekki í frásögu faerdandi nema vegna thess ad thegar ég gekk fram hjá theim í annad skiptid (til ad snúa til baka úr búdinni) heyrdist í theim: ¡Ahhh, rubia! sem á íslensku gaeti útlagst úúú, ljóska. Thegar ég kom heim rannsakadi ég hvort ég hefdi vaknad ljóshaerd thennan daginn og ekki tekid eftir thví en svo var ekki. Litblinda virdist vera alvarlegt vandamál medal karlmanna thessa lands.

4.2.05

Lík í Canillejas

Ég var ad enda vid ad farga tveimur líkum. Líkin voru af tveimur ungpöddum sem ég drap í aediskasti thegar ég kom heim úr midbaenum. Litlu pöddurnar, sem voru af kakkalakkategund, höfdu verid ad leik á gólfi badherbergis okkar en létu lífid nánast samstundis er adfarir gegn theim hófust. Blessud sé minning theirra!
Annars var adalfundur í menningarfélaginu Finnland-Chile-Ísland haldinn í gaerkveldi. Á dagskrá voru venjuleg adalfundarstörf og var sérlegur gestur fundarins Serge frá Puerto Rico. Fundargestir maettu mistímanlega, en áetladur fundartími hafdi verid settur kl. 22. Íslenskir thátttakendur maettu korteri of snemma, finnskir um kl. 22 en Chilebúar talsvert sídar. Fundarstörf fóru ad mestu leyti vel fram, undir lok fundar vard reyndar vart óaeskilegra gesta á fundinum (Ítalir) en med gódu samstarfi fundargesta raettist út thessari óvaentu uppákomu.
Naesta sem ég aetla ad segja frá er thad ad ég fór á Ginos ádan med Hlíf, Kaká og Klöru. Thar var enginn annar en Fran69 maettur á svaedid ad thjóna, fallegur ad vanda. Illu heilli var afar fjölmennt á stadnum (fraegd Frans er greinilega mikil) og thví fór ad Fran69 thjónadi í innri hluta stadarins (sem er í smáhaed) en vid sátum vid dyrnar. Engu ad sídur nutum vid/naut ég thess ad horfa á fallegan afturenda hans thegar hann gekk upp stigann mörgum sinnum og naerveru hans thegar hann slysadist nálaegt bordinu okkar. Slaemu fréttirnar eru thad ad Fran69 reykir og virdist hrifinn af áfengi thar ed mér sýndist hann vera ad sötra bjór (kl. 16 tsk tsk) en gódu fréttirnar eru thaer ad vid sáum hann í venjulegum fötum, afar smekklegum og sáum hann fara ofan í metró (eltum hann). Einnig uppgötvudum vid ad hann er med lokk undir nedri vör, gerir hann bara enn thá saetari og ad ég held ad hann sé frekar ungur, kannski bara rétt tvítugur. Lídur ykkur ekki betur ad vita thetta?