31.12.02

Var ad heyra thaer stóru fréttir ad Stefán fari sífellt fríkkandi.
Jaeja, nú er Hrefna farin heim. Vid brolludum ýmislegt ádur en hún fór úr landi. Medal annars fórum vid í leikhús ad sjá My Fair Lady, afskaplega gaman, og út ad borda á kínverskan stad. Maturinn thar var slaemur og thjónustufólkid dálítid sérstakt. Einn thjónanna var eins og mafíósi, gekk um og greip tómar vatnsfloskur og virtist ekki vilja ad neinn taeki eftir. Annar hló ad okkur thegar vid pontudum líter af vatni og kók og spurdi okkur thrisvar hvort vid vildum orugglega svona mikid. Svo fór hann og sagdi hinu thjónustufólkinu frá thessum skrítnu drykkfelldu stelpum. Edda og Hrefna opnudu augu mín fyrir tískufyrirbaeri hér í borg. ALLIR ganga med burberry trefla, regnhlífar, húfur, toskur og svo framvegis. Vid toldum naestum hundrad hluti á thremur klukkutímum í baenum. Ótrúleg tíska sem naer til allra aldurshópa. Annars var ég raend um helgina. Til allrar lukku var ég ekki med mikinn pening í veskinu sem var tekid (budda sem ég hafdi keypt á markadi tveimur klukkutímum ádur, thriggja evru virdi), bara smápeningar en mánadarferdakortid mitt var tekid. Kannski hefur thetta bara dottid úr vasanum..efast samt um thad. Bolvadur lýdurinn í Madrid! Takk fyrir ágaett ár! Alma. p.s. Sá dauda rottu á gangstéttinni fyrir utan húsid mitt. Eva.....er súrrealid ad byrja aftur? dududududuuuu

26.12.02

Halló halló og GLEDILEGA HÁTÍD!!!!! Ég thakka ollum kaerlega fyrir mig, kort og sendingar af ollu tagi. Jólahald í Cebererosgotu fór ágaetlega fram, hnetusteik, salat, graenmetiskássa og brún hrísgrjón á bordum. Frumlegt, en ekki slaemt, nema sveppasósan sem ég gerdi, hún var óaet. Ég held ég leggi eldamennskuna á hilluna. Hédan í frá birti ég bara uppskriftir úr bókum (til daemis Braudréttabók Hagkaups, Takk Valgerdur!) á blogginu mínu. Thetta var ágetiskvoldstund og ég saknadi lambahryggsins ekkert sérlega mikid. Aftur á móti grét ég mondlugrautinn!!!! Góda nótt!

21.12.02

Halló, halló! Wie geht´s? Snjókorn falla á allt og alla nema mig og Spánaaaarbúúúaaaa.....Ég er komin til Barcelona og nýt vedurblídunnar hér. Eftir ad hafa eytt nóttinni vid hlidina á furdufuglslegum manni í rútunni (hann gagnrýndi teppid mitt!!!) og á umferdarmidstod ad borda naetursnarl med bekkjarsystur minni (hún var í rútunni mér til mikillar undrunar) drap ég tímann á rútustodinni og flugvellinum vid lestur barnabóka (Christine Nostlinger er algjor snillingur) thar til Hrefna steig á spaenska grundu. Vid komum okkur fyrir á brádskemmtilegu hosteli stadsettu í hlidargotu Romblunnar thar sem okkur til hjálpar var konan med hárid (út úr faedingarblettinum), indael med eindaemum. Ef einhver er ad leita sér ad kvenkyns maka, thá vitid thid hvert skal fara, á Ideal Youth Hostel. Vid Hrefna eyddum deginum í vitleysu. Fórum fyrst og fengum okkur ad borda á veitingarstad í verslunarmidstod (Sigga og Eva, thar sem tattústofan var thar sem thid vorud ad paela í ad láta húdflúra ykkur) afskaplega bragdvonda rétti. Til ad baeta upp fyrir hraedilegan matinn (og fylla mallakútinn) fengum vid okkur vofflur vid hofnina og settumst á bekk ad slafra í okkur. Á bekknum var kona sem byrjadi ad tala vid okkur, baskneskur sálfraedingur sem vinnur vid einhvers konar mannfraedirannsóknir og skrifar baekur. Hún fór ad tala medal annars um mentalidad (afsakid spaenskuslettu) Spánverja og stuttum ordum tók hún saman úrdrátt úr ollu thví sem ég hef laert í háskólanum hér, taladi um sogu, listasogu, mál, landafraedi Spánar og svo framvegis. Afskaplega áhugavert. OG hún endurtók nákvaemlega thad sem soguprófessorinn minn (sem by the way fór ad raeda vid okkur um kynlíf og ástarsambond sín um daginn) sagdi okkur á fostudaginn. Afskaplega indael kona og sagdi okkur margt snidugt. Vid túristudum svo adeins og skodudum jólamarkadi. Hrefna keypti sér svona líka fína húfu, afskplega kátlega. Vid fórum svo og keyptum mat í súpermarkadi og gengum med heim, sem gekk ekki slysalaust fyrir sig. Vid rákumst á jólasvein (ekki sá fyrsti sem vid rákumst á thann daginn) sem KYSSTI MIG!!!! Thetta var sko enginn Giljagaur, thessi var haettulegur. Annars er thad ofsalega fyndid (er ég ad endurtaka mig?) hvad spaenskir jólasveinar eru dokkir á brún og brá og svo med skjannahvítt skegg. Aegilega hlaegilegt. Jaeja, vid erum búnar ad borda á torgi og aetlum heim í baelid med Bandóstelpunum okkar.....reyndar ekki heim...á hostelid til hárkonunnar. Góda nótt!

17.12.02

Ok, ég er komin med einhvers konar hrornunarsjúkdóm, thad er nokkud ljóst. Ok ad ég finni ekki símanúmer aftur og muni ekki hvar ég skrifadi thau en thad sem ég gerdi núna er alveg......Mig langadi svo í ananassafa um daginn med kvoldmatnum og fór ad leita. Ég var alveg viss um ad ég aetti en mundi ekki alveg hvort hann vaeri í ísskápnum eda skápnum, ég hafdi verid ad bauka med hann sama dag, thad mundi ég en ég gat engan veginn fundid safann. Drakk thví vatn. Ádan fann ég safann! Í FRYSTINUM!!!! Mundi thá eftir thví ad ég aetladi ad kaela hann í smástund! Thetta er kalk á slaemu stigi! p.s. Frosinn ananas- og vínberjasafi er alls ekki sem verstur.
Hae, hae! Jólin nálgast! Erud thid komin í jólaskap? Eflaust allir farnir ad hlakka til jólaveislunnar sem Palli aetlar ad halda á threttándanum, ekki satt? Hahhaha....jólaandinn er adeins farinn ad nálgast mín híbýli. Ég skreytti pottaplontuna í stofunni og keypti tíu sentimetra hátt jólatré á fimmtíukall (Edda, allt fyrir thig!) Thetta svínvirkadi. Ekki skemma allar jólagjafirnar sem ég er búin ad fá sendar, ást í kassa, gladningur frá Viggo og ég veit ekki hvad og hvad. Konan á pósthúsinu er farin ad thekkja mig. Ég fór í dag, og hún spurdi mig hvort thetta faeri ekki í venjulegan póst eins og venjulega, hvernig pakkarnir skiludu sér til Finnlands, hversu langan tíma thad taeki og svo framvegis. Aegilega indael. Í dag kom mjúkur pakki frá Jennu í fallegum jólapappír. Mér til mikls ama er ég farin ad thjást af minnisglopum og slódahaetti. Ég skrifa nidur símanúmer í sífellu en finn thau aldrei aftur. Thetta er ordid mjog slaemt. Getur thetta verid vítamínskortur eda er ég bara farin ad eldast? Um daginn var afskaplega áhugaverdur tháttur í sjónvarpinu, EL TEST. Thessi tháttur byggdist upp á greindarvísitoluprófi og í sjónvarpssal voru nokkrir mismunandi hópar sem kepptust um haestu greindarvísitoluna, kennarar, nemendur, hjúkrunarkonur, slokkvilidsmenn, fraegir (ekki thekkti ég nú nema helminginn), skollóttir og ljóskur. Ad auki tók thátt fólk gegnum Internetid og byggdust nidurstodurnar (held ég) einnig upp á thví ad einhverju leyti. Af theim sem kepptu í sjónvarpssal kom sigurvegarinn í einstaklingskeppni úr hópi kennara, thad kom mér ekki mjog á óvart fyrr en ég heyrdi ad hann var leikfimikennari. Go Ragna Lára, go Ragna Lára! Sigurvegararnir voru samt ekki kennararnir (sem by the way hrópudu "Thad borgar sig ad laera, thad borgar sig ad laera", mikil stemmning í salnum), heldur slokkvilidsmennirnir. Thetta hefdi ég ekki ímyndad mér fyrir tháttinn. Eru their hjá neydarlínunni heima svona klárir? Nedstar voru ljóskurnar en á haela theirra komu skallarnir. Mér til mikillar maedu maeldust konur lélegri en karlar (af hverju er ég ad koma thessu á framfaeri?) og fiskar voru ekki sérlega ofarlega af stjornumerkjunum. Ábyggilega einhver villa í gangi! Ást og fridur, Alma.

14.12.02

Sael og blessud! Núna nennir eflaust enginn ad lesa, allir á fullu í prófalestri. Gangi ykkur ollum vel! :o) Núna er ég ad borda jólasmákokur. Ég bakadi nefnilega ádan! Thad tók langan tíma og var pínulítid leidinlegt (miklu skemmtilegra ad baka heima) en útkoman var ekki sem verst midad vid hvad spaenskt hráefni er skrítid. Annars er lítid ad frétta hédan. Steve er ekki enn thá kominn í heimsókn og ekki veit ég hvenaer hann kemur, á von á honum á naestu dogum. Svo virdist sem ég hafi skilid jólaskapid eftir á Íslandi. Getur einhver sent mér thad? Sama hvad ég reyni, gengur leitin ad jólaandanum ekkert. Ég er búin ad kaupa mér jólageisladisk ad hlusta á, opna jóladagatalid med spenningi, fór nidur í bae ad skoda jólaskreytingarnar..hvad meira get ég gert? Reyndar hlakka ég rosalega til thess ad fara til Barcelona ad saekja Hrefnu og Eddu. Thad verdur alveg frábaert. Ég er ekki enn thá búin ad panta hostel eda hótel en er ad skoda moguleikana. Margt kemur til greina! :) Verid hress og kát! Alma palma skítaralma.

7.12.02

Halló! Hvernig gengur desember hjá ykkur? Hjá mér gengur hann ágaetlega, átti reyndar í vandraedum med ad opna sjounda gluggann á dagatalinu. Mmmm er ad borda pizzuafgang sídan í gaer. Vid Rosa bjuggum til pizzu, sem lukkadist alveg prýdilega. Gaman fyrir ykkur ad vita thad! :o) Á fimmtudaginn sýndi hópur úr spaenskum fraedum atridi úr spaenskum leikritum í leikhúsinu heimspekideildarinnar. Thad tókst rosalega vel, sérstaklega ef midad er vid hversu lítinn tíma thau hofdu. Thau sýndu medal annars atridi úr Krámpack, leikriti um tvo stráka sem sem eru ad uppgotva samkynhneigd sína (afskaplega áhugavert og skondid) auk thess sem rússnesk stelpa flutti eintal úr einhverju verki, sem ég skildi ekki neitt í. Í gaer var frídagur á Spáni, dagur stjórnarskrárinnar eda eitthvad svoleidis, eiginlega sautjándi júníinn hjá theim. Yndislegt ad geta hangid heima og gert ekki neit. Ég fór ekki út úr húsi! :) Sjáumst, Alma.

2.12.02

Ég gleymdi ad segja ykkur frá dálitlu undarlegu. Vid Rosa leigdum spólu á laugardagskvoldid og fórum á nýja videoleigu sem búid er ad opna í gotunni. Vid vorum heillengi tharna ad velja og eyddum líka longum tíma í ad búa til skírteini fyrir Rosu. Pilturinn sem var ad vinna tharna (Sudur-ameríkani, heyrdum thad á framburdinum) rétti okkur svo moppu og sagdi ad vid gaetum líka valid úr thessum myndum en sjálfur smeygdi hann sér svo bak vid. Hvad haldid thid ad mappan hafi innihaldid? Klámmyndir!!!! Lítum vid út fyrir ad vera klámsódar? Í dag beid mín stórt umslag í póstkassanum (beyglad ad venju, ég lem brádum bréfberann), dagatal med myndum af Íslandi frá Jennu! Ég aetla ad fara ad monta mig af landinu mínu! :)
Halló palló! Til hamingju elsku Britney mín! Og Sigga, til hamingju med gaerdaginn! Gledilegan desember thid hin! Mér finnst afskaplega ánaegjulegt ad thessi mánudur sé kominn, sérstaklega núna síddegis í dag thegar ég er búin í soguprófinu. Tilraunir mínar til ad koma mér í jólaskap hafa samt sem ádur ekki gengid sem skyldi. Jóladagatalid og adventukransinn (skál med fjórum sprittkertum sem ég keypti í "Todo cien" -allt á hundrad kall-) reyndar hjálpadi pínulítid. Eftir prófid gekk ég í Metró med jólatónlist í eyrunum en einhvern veginn var jólastemmningin ekki alveg ad fanga mig í sólskininu og audar gangstéttirnar minntu ekki neitt á jólin. Núna krossa ég bara fingur og bid til Geirs ad thad snjói. Annars er lítid sem ekkert ad frétta. Ég eyddi helginni í sogulestur og skemmti mér sídur en svo vid thá idjuna. Á fostudaginn fór ég reyndar í El Corte Inglés (búd á morgum haedum thar sem faest allt milli himins og jardar) og gerdi jólainnkaupin, fyrsta hluta jólainnkaupanna, réttara sagt og hitti svo hann Jose intercambiostrák. Nú er ég bara ordin leidinleg svo ad ég haetti. Verid hress og kát og ekkert fát! (Thad er á tali hjá mér! )