27.1.04

Auglýsi hér með eftir þátttakendum í skemmtiferð Aspar og Ölmu sem haldin verður næstkomandi föstudagskvöld. Farið verður á skemmtikvöld Röskvu á Grandrokk sem hefst klukkan 21. Skráning er hafin á kommentakerfi þessarar síðu. Fjölmennum!
Það verður seint borið upp á mig að vera spéhrædd er ég hrædd um. Gegnum tíðina hef ég verið dugleg að bera bossa minn (já, þetta er ýkt) fyrir mönnum og konum sem á vegi mínum verða og það meira að segja án þess að fá borgun fyrir. (Ég sem sé strippa ekki á Óðal eða Bóhem, bara í búningsklefum leikfimihúsa, við stóra gardínulausa glugga og þess háttar). Nú er ég hins vegar farin að hugsa um að hætta þessum strípilátum og er einnig að velta fyrir mér að hafa samband við Íslanspóst og fá á hreint að póstmönnum fyrirtækisins sé boðið upp á áfallahjálp ef þörf krefur. Svo er nefnilega mál með vexti að í gærkveldi var ég heima í rólegheitum, skellti mér í bað og lá svo fyrir framan sjónvarpið í baðsloppi með handklæði vafið um hárlubbann og hauslíkið. Hljómar þá ekki dyrabjallan. Ég geng að sjálfsögðu til dyra eins og ég klædd og á móti mér kemur vægast sagt skelkaður maður sem neitar að trúa því að hafa hringt á réttu bjölluna. Ef þennan mann hefur ekki dreymt illa, veit ég ekki hvað. Hvort ástæðan er hræðsla við ungdömur í baðsloppum einum fata eða það að ég hef viðrað klobbann eða hrist út öðru brjóstinu fæ ég aldrei að vita.

26.1.04

Ég þjáist af einstöku andleysi...hef ýmislegt að skrifa um en nei...það vill ekki út. Lesendur bloggsins verða bara að bíða eftir að ritöndin syndi á mig.

24.1.04

Eins og glöggir lesendur bloggsins sjá hef ég bætt við tengli á hress-síðuna. Gjörið svo vel!

20.1.04

Ég er eiginlega dálítið áhyggjufull í dag. Maðurinn sem ég hélt að væri orðinn strætófélagi var ekki í strætó. Reyndar er ég ekki hundrað og fimmtíu prósent viss þar sem ég áttaði mig ekki á því fyrr en ég var rétt að koma í skólann að eitthvað hefði vantað, það væri gap í lífi mínu. Ég hef reyndar ekki talað við þennan strætófélaga minn en hann, eins og ég, tekur alltaf 9.30 vagninn í átt að miðbænum. Hann býr í háu blokkinni og kemur yfirleitt út á stoppustöð um það bil tveimur mínútum á eftir mér. Ætli hann hafi misst af vagninum í dag? Eða er hann kannski veikur? Kannski er hann bara "stollllker" á eftir mér sem safnar persónuupplýsingum um mig og er búinn að hakka sig inn á nemendasvæði mitt í Háskólanum. Það er kannski líklegri skýring. Í dag hefði ég nefnilega getað sofið út þar sem kennarinn minn var veikur en setti ekki tilkynningu um það fyrr en í morgun á Netið. Herra strætófélagi hefur örugglega lesið það og ákveðið að fara bara í 11.30 vagninn. Sorrý, herra, þarna gabbaði ég þig!

19.1.04

Er dagur samkynhneigðra í dag? Bara að pæla af því að fyrir utan Aðalbyggingu hengu fánar FSS og svo regnbogafáninn.
Fúff, ég er að krepera í Rómönsku Ameríku kúrsinum. Það er ekki nóg með að við þurfum að lesa alveg hræðilega mikið (auðvitað er ég ekki búin með nema svona helminginn) heldur er kennarinn ekki minn. Leiðinlegt að segja það en ég bara ,,fíla" manninn ekki, engan veginn. Hann er eflaust góður maður, neita því ekki, en mig langar að kroppa af mér skinnið í tímunum hjá honum. Þetta jákvæða hugarfar sem ég reyndi að temja mér í upphafi kennslu endist illa. Annars var ég að skoða bloggið hennar Aletheu, sem er Bandói, og skoðaði út frá hennar bloggi, alls konar linka hjá fólki sem ég man eftir úr Complutense og öðrum Bandóum. Gaman að fá svona campusfíling.
Ég bið Ösp afsökunar á ljótri nafngift!

16.1.04

Nú ætla ég að byrja keppni um flottustu síðuna.
Gangsta Bitch!
You're Gangsta Bitch Barbie. You're tough and you
like it rough, and of course you like to pop a
cap in any wiggers ass.

If You Were A Barbie, Which Messed Up Version Would You Be?
brought to you by Quizilla

14.1.04

Ég velti því lengi fyrir mér í gærmorgun hvort mögulegt væri að ég hefði eitthvað ruglast í tímatalinu. Mér þótti bara ómögulegt að vika væri liðin frá því að skólinn byrjaði. Það reyndist nú samt satt og í dag er meira en vika liðin! Ég verð komin á elliheimili áður en ég veit af. Í gær hitti ég Elías, sem er snúin aftur á klakann eftir jóladvöl í Galicíu. Hann bauð mér að borða paellu með honum og tveimur vinkonum, vel matreitt hjá pilti. Annars lýsi ég nú eftir Kanadafara. Hún Katie, vinkona Elíasar frá Kanada, gaf mér svo gott nammi. Það er eins konar smarties sem er ekki fyllt með súkkulaði heldur hnetusmjöri. Mjöööög gott! Það rifjaðist upp fyrir mér hversu veik ég er fyrir hnetusmjöri...Annars eru allar einkunnir komnar í hús og því ljóst að þessum 20,5 einingum er lokið. Vííííí! Svo að ég rjúki úr einu í annað...síðan ég byrjaði að læra ítölsku hef ég vanið mig á að kveðja mömmu notandi þetta ágæta tungumál. Mamma lærði ítölsku á sínum tíma og svarar mér vitanlega á móti og hefur þetta verið okkur hin besta skemmtun. Í gær, hins vegar, var mamma í vinnunni og einn af tæknimönnunum var þar. Blessaður tæknimaðurinn horfði á mömmu í forundran þegar hún kastaði Ciao-kveðju á hann...kannski ég ætti bara að tala íslensku á heimilinu í stað þess að valda því að mamma gerir sig að fífli..naahh.

13.1.04

Ég veit ekki hvað olli því en ég var óhemjubitur í morgun, alls ekki morgunfúl (ótrúlegt en satt) en greinilega full af bitrum tilfinningum. Svo er mál með vexti að ég var að hlusta á nýja geisladiskinn sem Eva gaf mér í jólagjöf, "Ella baila sola", sem er spænsk stúlknasveit, að fróðra sögn dáð af Madridarstúlkum. Í hægðum mínum beið ég eftir strætó og fór að hlusta almennilega á textann í laginu og satt best að segja hneykslaðist stórlega. Í textanum syngur kona sem dreymir um að fá að verða eiginkona einhvers og fá að þrífa húsið hans og hlusta á litlar tær tipla um húsið. Svo geti hún hlakkað til vikulegu kossanna. Ég ætla rétt að vona að þetta sé kaldhæðni, ég bara trúi því ekki að ungar spænskar stúlkur hugsi svona. Í næsta lagi á eftir var svo talað um stúlku sem var ekki söm ef hún fékk ekki að sjá hann, því þegar hann var nálægt glampaði í augum hennar. Ég geri mér grein fyrir því að um það bil áttatíu prósent dægurlaga fjalla um eitthvað svipað en biturleikinn sem rauk upp í mér olli því að ég hálfurraði í strætó. Annars er ég nú bara nokkuð kát. Ég fékk nefnilega tölvuskeyti í gærkveldi frá kennaranum mínum sem var að láta mig vita af því að einkunnin mín hefði farið vitlaust inn og ég hefði átt að fá 0,5 hærra en það sem ég hélt ég hefði fengið. Fyndið það!

11.1.04

Ok, mér líst ekki mjög vel á að vera "normal" og heldur ekki að vera þessi "Haldir" eða hvað hann nú heitir, en Tarzan, það er cool! :D
CWINDOWSDesktoptarzan.jpg
Tarzan!

What movie Do you Belong in?(many different outcomes!)
brought to you by Quizilla
haldir
Congratulations! You're Haldir!

Which Lord of the Rings character and personality problem are you?
brought to you by Quizilla
Omigod! OMIGOD!! You're like, sooo 'Normal'
'Normal' PLEASE VOTE!!!

What Type of Lunatic are You? (With Cool Pics!!)
brought to you by Quizilla
Haha, ég fór að hugsa og mundi eftir einu sem vantaði varðandi frásagnir helgarinnar. Í gær vorum við nefnilega á Sólon og urðum fyrir því að blotna. Nei, ekki vegna þess að við sáum svona flotta gæja, og heldur ekki út af rigningunni (jú reyndar líka). Nei, nei, það var vegna þess að við hlið okkar dansaði maður sem var svo sveittur að hann leit út fyrir að hafa farið í sturtu í fötunum. Ég ýki ekki. Það skvettust frá honum droparnir og svo klesstist hann stundum á mig og ég fékk svitabletti í fötin mín. Óóóógóóóóó!
Jæja, þetta var nú bara ágætis helgi eftir allt saman. Ég gerði vitanlega lítið af viti. Á föstudag fór ég reyndar í partý til Ásdísar H. og svo út á trall á eftir. Stefnan var sett á Hverfisbarinn, aðra helgina í röð. Og já, ég talaði um röð, það er jú yfirleitt nokkuð sem fylgir ferðum á Hverfisbarinn en ekki þetta föstudagskvöldið. Við komumst beint inn. Á Hverfisbarnum var ágætisfjör þótt ég hafi verið fremur ósátt við Freyju fyrir að ná sér ekki í einn af ungu mönnunum sem þarna voru. Shame on you, Freyja! Á laugardaginn fór ég líka út, þá á Felix, Celtic og Sólon, en nenni ekki að tala um það. Vil frekar mæla með The Bagel Company. Þjónustan þar er heldur stirð, mamma fékk ekki laukbeyglu með súpunni sinni heldur bláberjabeyglu og þá seint og um síðir og það vantaði majónesið á beygluna mína en samt mæli ég með staðnum. Beyglan hefði nefnilega verið ljúffeng hefði ég fengið mitt majónes, virkilega flott og það er ekki svo dýrt þarna. Jidúddamía, þetta er að verða afskaplega leiðinlegt blogg, fer illa við flott útlitið! Held ég hætti í bili....bara eitt...Rodrigo Santero er kroppur dauðans! Er sannfærð eftir ferð númer tvö á Love Actually.

8.1.04

Electron
Electron -- You are full of energy and frentic
movement. Although you have a philosophicaly
"negative" outlook, people would
hardly be able to tell it by looking at you.
You get along well with protons and those who
are positive.

What kind of subatomic particle are you?
brought to you by Quizilla
Satt best að segja er ég strax orðin hundleið á háskólanámi þessarar annar. Ástæðan er ekki sú að ég sé búin að lesa yfir mig strax á fyrsta degi, nei, það dytti mér seint í hug. Málið er að ég hef verið í endalausum götum í dag og í gær vegna hreinna og beinna gata í stundatöflu og vegna þess að kennarar mæta ekki. Ég er búin að skoða ALLAR síður sem ég hef og gæti nokkurn tímann haft áhuga á á Internetinu og meira að segja læra smávegis í fagi sem ég er ekki byrjuð í. Hvað á ég að gera næst?? Annars er ég í sumarvinnupælingum. Ég er með starfsferilsrká í vinnslu og ætla að tala við gamla vinnuveitendur til að fá leyfi til að nota nafn þeirra sem meðmælendur. Gömlu vinnuveitendur, ef þið eruð að lesa þetta (ok, ég veit að enginn þeirra les þetta) þá hafið samband! :)

7.1.04

Ég viðurkenni það að færni mín í blogg-gerð er lítil...þetta er ógóljótt. Veitir einhver verðlaun fyrir ljótasta bloggið?

4.1.04

Sigríður, systir mín, hélt upp á tugina tvo í gærkveldi þótt reyndar hefði hún fyllt þá fyrir mánuði síðan. Veislan var nokkuð skemmtileg, veitingarnar sem mamma hafði fundið til góðar og leikir skipulagðir af ráðskonu einkar fyndnir og skemmtilegir. Þarna var margt góðra manna, starfsfélagar úr vínbúðinni, skólafélagar Sigríðar úr Menntaskólanum og svo nokkrir í viðbót sem tengdust á annan hátt. Eftir að foreldrarnir sneru til baka fórum við nokkur í bæinn. Við byrjuðum kvöldið á Felix en fórum svo á Hverfisbarinn. Þar var vitanlega löng röð en vinur Sigríðar, Kreuzer að nafni, smyglaði okkur inn með lymskulegum brögðum. Á Hverfisbarnum var því dansað dátt fram eftir nóttu. Vel heppnað janúardjamm! Megi djömm ársins verða í svipuðum dúr.
Nú árið er liðið í aldanna skaut og aldrei það kemur til baaaakaaa. Spurning hvort það sé sem betur fer eða ekki. Ef árið 2003 hefði ekki gengið í garð hefði ég ekki...
-orðið virðulegur háskólanemi hér á Íslandi sem svífur á milli bygginga í vímu visku og þekkingar
-farið til Finnlands og lært að segja plastpoki á finnsku.
-unnið hjá Telepizza og lært að rúlla pizzadeig í höndunum.
-notið þess að stunda enga líkamsrækt.
-ræktaði hugann með því að ná 1400 stigum í Snake í nýja gemsanum mínum.
-ákveðið að vinna ALDREI aftur í Álfalandi.
-séð Shakiru á tónleikum, ég með 39 stiga hita, Shakira í banastuði.
-lært að þekkja nokkra fastakúnna í Vínbúðinni, hver öðrum verr lyktandi.
-hangið á kaffihúsum tímunum saman í stað þess að lesa spænska málfræði.
-kynnst fullt af skemmtilegu fólki og nokkrum leiðinlegum, og fundið mér MAAAAARGA leynilega ástmenn.
-verið með í virkjun Nordklúbbsins.
-fattað af hverju Scarpe-gönguskórnir heita þessu nafni.